fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
FókusViðtalið

Steinunn hjá Stígamótum: Klám er tvíeggja sverð

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 24. apríl 2021 08:00

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt um samfélagsmiðilinn OnlyFans að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Talskona Stígamóta segir algengt að fólk sem hefur verið brotið á upplifi tímabundið valdeflingu við að taka stjórnina með sölu á klámi og vændi – þangað til að það er allt í einu ekki lengur við stjórnvölinn.

Steinunn er í helgarviðtali DV. Hér að neðan er viðtalið í heild sinni en einnig er hægt að nálgast viðtalið með því að smella hér ef þú vilt frekar lesa helgarviðtalið umbrotið á PDF-formi.

Ljósmyndir: Stefán Karlsson
Förðun: Elín Reynisdóttir

„Ansi lengi hefur ríkt þögn um allt sem tengist vændi, klámi og aðrar birtingarmyndir þess sem stundum er nefnt kynlífsiðnaður. Það er frábært að þessi umræða sé nú komin aftur upp á yfirborðið og sé svona sterk,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.

OnlyFans er samfélagsmiðill þar sem fólk gerist áskrifendur hjá ákveðnum notendum og greiðir fast mánaðargjald. Einnig er hægt að kaupa myndefni sem er sérstaklega framleitt fyrir viðkomandi. Fjölbreyttur hópur fólks framleiðir efni fyrir OnlyFans en fullyrða má að stærstur hluti efnisins sé af kynferðislegum toga. Ungt íslenskt fólk, aðallega konur, hefur að undanförnu stigið fram í opinskáum viðtölum um að það framleiði kynferðislegt efni sem birt er á samfélagsmiðlinum.

Þá fylgir með að jafnvel sé hægt að hafa milljónir króna upp úr þessu á stuttum tíma. Stærsti hluti þeirra sem kaupa efnið eru karlmenn. „Þetta sýnir okkur að það er mikið af ungum íslenskum konum sem taka þátt í kynlífsiðnaðinum með einhverjum hætti. Núna er greinilega vinsælt að gera það í gegnum OnlyFans,“ segir Steinunn sem hefur áhyggjur af þróuninni.

Algeng tenging við kynferðisofbeldi í æsku

„Við á Stígamótum höfum áralanga reynslu af því að vinna með fólki sem hefur reynslu úr vændi og klámi og afleiddum gerðum þess, hvort sem það er í gegnum vefmyndavélar eða annað. Okkar reynsla er að meirihluti fólks kemur illa út úr þessu, með bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar. Okkur finnst því mikilvægt að halda því á lofti að við bjóðum aðstoð ef fólk vill þiggja hana,“ segir hún.

Hefur fólk leitað til ykkar eftir að hafa verið á OnlyFans?

„Já, við erum með fólk í viðtölum sem er á OnlyFans – ekki bara sem voru þar heldur eru þar enn. Þessi samfélagsmiðill er hins vegar svo nýr að ég get ekki sagt mikið meira um hann. Við höfum fengið til okkar fólk af öllum þeim vettvöngum þar sem vinsælt er að selja klám og vændi. Stundum er fólk að taka þátt á fleiri en einum vettvangi, er kannski með síðu á OnlyFans en er líka að selja vændi eða taka þátt í annars konar kynlífsþjónustu eða kynlífsiðnaði. Oft er erfitt að finna rétta orðið til að nota þegar maður reynir að halda sig við einhvers konar regnhlífarhugtak, ég vil í raun síður kalla þetta þjónustu en heldur ekki iðnað því þetta snýst um líf og virði manneskja.“

Steinunn segir það ekkert einsdæmi að fólk sé að selja klám eða vændi á sama tíma og það leitar til Stígamóta. „Þegar fólk kemur til okkar kemur það algjörlega á eigin forsendum. Sumir eru kannski að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis í æsku eða afleiðingum þess að hafa alist upp á heimili þar sem beitt var ofbeldi. Margir sjá tengingu þarna á milli, að þeir séu að selja klám eða vændi því þeir hafa ekki unnið úr þessum afleiðingum. Við þekkjum það vel hjá fólki sem hefur orðið fyrir því að mörkin þeirra eru margbrotin snemma á lífsleiðinni þannig að því finnst klám og vændi vera möguleiki fyrir sig. Sumum finnst það jafnvel valdeflandi á einhverjum tímapunkti – þar til það er það allt í einu ekki lengur. Við hér á Stígamótum mætum manneskjunni þar sem hún er stödd hverju sinni. Ef það þýðir að hún er áfram á OnlyFans, kannski því það er eina leiðin til að afla tekna, þá er það bara þannig.“

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Mynd/Stefán Karlsson

Ítrekað farið aftur yfir mörk þeirra

Í mörgum af þeim viðtölum sem hafa birst nýverið við ungar íslenskar konur á OnlyFans lýsa þær því að þeim finnist þær komnar í valdeflandi stöðu, sér í lagi því þær framleiða efnið og ráða sjálfar hvað þær gera. Þær segjast líka upplifa meira sjálfstraust og séu ánægðari með líkama sinn en áður.

„Mér finnst þær ótrúlega hugrakkar að koma fram opinberlega með þessum hætti og ótrúleg hreinskilni í frásögnum þeirra sem gefur verðmæta innsýn í hvernig það er að taka þátt í klámiðnaðinum. Ég er ekki í þeirri stöðu að tjá mig um þær persónulega, það er ekki mitt að gera það. Ég get hins vegar dregið lærdóm af þeirri reynslu sem við þekkjum frá þeim tugum og hundruðum sem hafa leitað til Stígamóta eftir að starfa í klámi eða vændi. Þær eru svo margar sem hafa sagt: „Ég upplifði þetta sem valdeflandi á sínum tíma, að vera loksins við stjórnina, því minn bakgrunnur einkenndist af því að það var endalaust brotið á mér. Í vændinu eða kláminu fann ég að ég var við stjórn.“ Mér finnst svo skiljanlegt að konur með þessa reynslu hafi þessa upplifun. En það sem þær upplifa síðan líka er að það er ítrekað byrjað að reyna að fara aftur yfir mörkin þeirra í kláminu, alveg þar til þær eru ekki lengur jafn mikið við stjórnvölinn og þær vildu vera. Þetta er því tvíeggja sverð.

Rannsóknir hafa sýnt að flest þau sem fara í klám- og vændisiðnaðinn hafa fyrri reynslu af kynferðisofbeldi. Reyndar eiga mjög margar konur sögu um kynferðisofbeldi en það er mun algengara meðal kvenna í klámi og vændi. Þær upplifa margar þessa valdeflingu þegar þær taka sjálfar stjórnina. Kannski endist það hjá sumum þeirra – við hittum þær ekki á Stígamótum – en við hittum allar hinar sem fannst þær við stjórnvölinn þangað til þær upplifðu sig sem kjötstykki í höndum einhverra kaupenda.

Sömu afleiðingar af sölu kláms og vændis

Steinunn bendir á að það sé í mannseðlinu að reyna að gera sem best út aðstæðum og telja sér jafnvel trú um að slæm aðstaða sé ekki svo slæm.

„Þegar fólk er í vændi eða klámi þarf það að tala þær aðstæður upp. Fólk þarf að gera þessar aðstæður aðlaðandi fyrir sjálft sig til að geta haldið því áfram.

Fyrir nokkrum árum hitti ég danska konu sem hafði ásamt hópi kvenna verið í vændi. Hún sagði mér frá því að hún hefði komið fram í sjónvarpsþætti í danska sjónvarpinu og talað um hvernig hún væri holdgervingur hinnar hamingjusömu vændiskonu. Þetta var í hrópandi mótsögn við það sem hún lýsti örfáum árum seinna þegar hún var komin út úr vændinu. Hún fór út úr því af því að hún gat ekki lengur umgengist unglingsson sinn, hún var farin að upplifa að hann væri ógeðslegur eins og allir karlmenn í hennar huga. Mér fannst mjög áhugavert hvernig hún hafði varið vændið með kjafti og klóm en sagði síðar frá því með allt öðrum hætti. Ég er ekki að segja að þessar konur komi til með að gera slíkt, það er ekki mitt að dæma, en það er reynsla ansi margra sem hafa komið á Stígamót.“

Hver er munurinn á því að selja vændi og selja klám?

„Í huga okkar er ekki svo mikill munur. Við á Stígamótum settum skilaboð inn á samfélagsmiðla eftir að þessi umræða um OnlyFans varð hávær. Yfirgnæfandi meirihluti viðbragða við skilaboðum okkar var jákvæður en ég fékk líka að heyra að við værum að misskilja hrapallega fyrst við værum að spyrða þetta tvennt saman, að það væri bara alls ekkert líkt að vera á OnlyFans og að selja vændi. Okkar reynsla er hins vegar að afleiðingarnar eru þær sömu, hvort sem konur hafa verið að selja vændi eða myndir og myndskeið í gegnum vefmyndavél eða vefsíðu. Þessar konur, sem til okkar koma, eiga það margar sameiginlegt að upplifa áfallastreitu, sjálfsvígshugsanir og stunda sjálfsskaða. Klám og vændi eru mismunandi birtingarmyndir af sama hlutnum. Vissulega er fólk útsettara fyrir hvers konar áhættu í vændi, á borð við kynsjúkdóma og líkamlegt ofbeldi. Þó það sé meira öryggi bak við myndavélina er það ekki hættulaust og getur haft alvarlegar sálrænar afleiðingar. Það er mikilvægt að koma því á framfæri. En ég skil vel þegar fólk upplifir OnlyFans sem öruggara svæði og ég virði það.“

Grunnskólastrákar sem horfa á klám

Steinunn bendir á að klám- og vændisiðnaðurinn sé drifinn áfram af eftirspurn. „Ef enginn hefði áhuga á að kaupa kynferðislegt efni af konum eða kaupa sér aðgang að líkömum kvenna þá væri þessi iðnaður ekki til staðar. Ég held að þröskuldurinn fyrir kaupendur hafi lækkað umtalsvert nú þegar það er einfalt að nálgast klámefni í gegnum netið. Ég held að það sé hærri þröskuldur þegar kemur að því að kaupa kynlíf af manneskju en að kaupa af henni myndefni á netinu. Ég held að ástæðan sé ekki síst sú að íslenskir strákar eru þaulvanir því að horfa á klám,“ segir Steinunn.

Hún bendir á niðurstöður frá Rannsóknum og greiningu sem leggja fyrir kannanir í öllum grunnskólum og öllum framhaldsskólum á nokkurra ára fresti en þar kemur fram að helmingur 13- 15 ára drengja horfa á klám einu sinni í viku eða oftar. „Helmingur þeirra er byrjaður að horfa reglulega þegar þeir eru enn í grunnskóla. Þegar við erum komin upp í framhaldsskóla eru þetta 65% allra stráka sem segjast horfa á klám vikulega eða oftar,“ segir hún.

„Þeir eru að neyta kláms mjög reglulega og eru orðnir vanir áhorfendur. Fyrir þeim er mjög eðlilegt að neyta klámefnis og þess vegna finnst þeim eflaust lágur þröskuldur að fara og kaupa efni á OnlyFans. Mögulega finnst þeim það bara eðlilegt framhald.“

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Mynd/Stefán Karlsson

Samþykkjum ekki sölu á líkömum fólks

Steinunn segist þakklát fyrir þá athygli sem skilaboð Stígamóta á samfélagsmiðlum vöktu, jafnvel þó skoðanir hafi verið skiptar því það hafi vakið upp mikilvæga umræðu. „Okkar sýn er byggð á áralangri reynslu af því að vinna með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi. Það er síðan sterk sveifla innan ákveðinna hreyfinga femínisma yfir í að hætta að nota orð eins og vændi og nota frekar orð eins og kynlífsvinna, eða sex work, og kynlífsverkafólk. Þessi orðræða kemur meðal annars frá stórum mannréttindasamtökum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Það er barátta á alþjóðlegum vettvangi um hvernig við ætlum að tala um kynlífsiðnaðinn og klámiðnaðinn.

Við hjá Stígamótum erum mjög skýr í okkar afstöðu og samþykkjum ekki sölu á kynlífi og sölu á líkömum fólks því við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Það er hins vegar margt fólk sem trúir því að afglæpavæðing ekki bara sölu heldur líka á kaupum á vændi muni auka öryggi fólks í þessum iðnaði. Ég skal ekki fullyrða um að það gæti verið rétt á ákveðnum stöðum heimsins, til að mynda þar sem eru lögregluríki, HIV er útbreitt eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er takmarkaður. Reynslan okkar hér á Íslandi er sú að þessi leið, að afglæpavæða líka kaup á vændi, myndi ekki auka öryggi fólks sem selur vændi heldur frekar normalísera vændisiðnaðinn og senda þau skilaboð að það sé í lagi að karlmenn kaupi aðgang að líkömum kvenna.

Hér er mikilvægt að muna hvaða lög gilda á Íslandi. Við erum að fara hina svokölluðu sænsku leið þar sem markmiðið er að draga úr eftirspurn. Það er búið að banna kaup á vændi en sala er lögleg.

Mér finnst mikilvægt að alls staðar í heiminum sé sala á vændi leyfð, til þess að við séum ekki að setja fólk sem selur vændi og klám í stöðu sem gerir það að glæpamönnum. Á Íslandi höfum við ákveðið að banna kaupin en framfylgd á þessum lögum er síðan sér kapítuli út af fyrir sig. Það hefur ekkert gengið að framfylgja þeim, en eftir því sem ég best veit hafa þessi lög ekki haft skaðleg áhrif á fólk í klámi eða vændi. Við hjá Stígamótum höfum ekki heyrt af slíku frá því fólki sem hingað kemur.“

Myndað kynferðisofbeldi á stóru klámveitunum

Hún fagnar einnig umræðu um hvort það sé siðferðislega réttara að horfa á klámefni sem viðkomandi hefur keypt á OnlyFans en að horfa á ókeypis klámefni, til dæmis á Pornhub eða annars staðar.

„Ég fagna því að það sé ákveðin vitund um að ókeypis klámi fylgi mikið af mannréttindabrotum, að þessi iðnaður þrífist á mansali, að það sé töluvert um ofbeldi gegn börnum og að fólk sé meðvitað um að á þessum stóru klámveitum er mikið af mynduðu kynferðisofbeldi sem ekki var tekið upp með samþykki. Mér finnst frábært að fólk sé í meira mæli að gera sér grein fyrir því. Umræðan um að það sé betra að borga fyrir klámefni á vissulega rétt á sér út frá ákveðnu sjónarhorni en við viljum minna á að þú sem neytandi klámefnis getur aldrei mögulega vitað hvort efnið sem þú ert að horfa á, hvort sem þú borgar fyrir eða ekki, sé gert með fúsum og frjálsum vilja manneskjunnar.“

Jafnvel þó um sé að ræða miðla á borð við OnlyFans þá sé auðvelt að nýta þann aðgang til að stjórna fólki og láta það selja ákveðið efni.

Hættum að drusluskamma

Athygli hefur vakið að í allri upplýstu umræðunni að undanförnu steig fram ungur karlmaður sem sagði að hann myndi hreinlega lítið hafa upp úr því fjárhagslega að vera á OnlyFans nema hann væri að gera myndefni með konu eða konum.

„Mér fannst upplýsandi að heyra þetta frá honum,“ segir Steinunn. „Þetta staðfesti allt sem ég vissi um klámiðnaðinn – að hann snýst fyrst og fremst um sölu á konum til karla. Hvernig þessi ungi maður lýsti þessu var algjör staðfesting á því hvernig hið karllæga sjónarhorn gildir. Hann segir að hann hefði aldrei komist áfram í þessum heimi nema af því hann var með stelpur með sér því það eru þær sem eru hin raunverulega söluvara.

Notkun á OnlyFans hefur aukist mjög á tímum COVID. Steinunn kannast við það þó hún hafi ekki orðið vör við neina stórkostlega sveiflu. „Við höfum heyrt frá sumu af okkar fólki að það hafi snúið aftur í að selja klám eða vændi. Mörg störf hafa tapast síðustu misseri og fjöldi ungra kvenna hafa misst vinnuna og hafa ekkert, þá er mjög skiljanlegt að finna aðrar leiðir til að verða sér úti um lífsviðurværi.“

Þá hefur verið talað um hvernig fólk, sér í lagi konur, sem ákveða að taka þátt í klámi eða vændi verða fyrir svokallaðri stimplun til framtíðar, að þær verði fyrir fordómum til lengri tíma út af þeirra vali á atvinnu. „Ég er ánægð með þá umræðu sem hefur átt sér stað um stimplun. Þátttaka í klámi eða vændi er ekki það sem skilgreinir þessar stelpur og það er ekki okkar að dæma. Það eru eflaust góðar ástæður fyrir því að þær eru að taka þátt í klámi og vændi. Ég hvet alla til að hugsa lengra en að þetta séu einhvers konar ósiðlegheit eða ógeðslegt. Við á Stígamótum lítum á klám og vændi sem ofbeldi gegn konum. Við segjum að þú ert ekki ofbeldið sem kom fyrir þig. Þú berð ekki ábyrgð á ofbeldinu sem þú varðst fyrir. Þannig upplifum við klámog vændisheiminn. Ég veit að þær konur sem hafa stigið fram eru ekkert ánægðar með að við skilgreinum þetta sem ofbeldi.“

Þrátt fyrir að Steinunn og Stígamót hvetji til virðingar í garð þeirra sem ákveða að selja klám eða vændi er því miður oft ákveðin drusluskömm sem kemur frá samfélaginu.

„Ég hvet alla til að hætta druslustimplun því við erum þar engu bættari. Vissulega er það samt lýsing á samfélaginu okkar í dag. Það er staðreynd að fullt af fólki mun dæma og stimpla, sem kemur til með að hafa slæm skaðleg áhrif á sjálfsmynd þeirra sem eru í þessum iðnaði, en það er ekki þeim að kenna. Það hefur verið uppi umræða um að ef við myndum losna við þessa stimplun, ef fólk væri ekki drusluskammað og gert lítið úr því fyrir að vinna í vændi eða klámi, þá myndum við losna við hluta af neikvæðu afleiðingunum fyrir þessa einstaklinga.

Miðað við samtöl okkar við fólki í klámi og vændi myndi það samt ekki laga allt. Alls ekki. Þessar konur upplifa sig oftar en ekki sem kjötstykki fyrir aðra að nota, og sú afmennskun sem á sér stað er virkilega skaðleg. Jafnvel þó þetta væri félagslega samþykkt þá segir okkar fólk að niðurlægingin og afmennskunin í þessum iðnaði sé svo ótrúlega sterk. Því miður.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Rétt í þessu

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
433Sport
Fyrir 12 mínútum

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa
Fókus
Fyrir 13 mínútum

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“
433Sport
Fyrir 31 mínútum

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United
Fréttir
Fyrir 48 mínútum

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku
Pressan
Rétt í þessu

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
433Sport
Fyrir 12 mínútum

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa
Fókus
Fyrir 13 mínútum

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“
433Sport
Fyrir 31 mínútum

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United
Fréttir
Fyrir 48 mínútum

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku
Pressan
Rétt í þessu

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
433Sport
Fyrir 12 mínútum

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa
Fókus
Fyrir 13 mínútum

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“
433Sport
Fyrir 31 mínútum

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United
Fréttir
Fyrir 48 mínútum

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku
Pressan
Rétt í þessu

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
433Sport
Fyrir 12 mínútum

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa
Fókus
Fyrir 13 mínútum

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“

„Að fá að vera fulltrúi lands og þjóðar er mikill heiður sem ég ber af þakklæti og auðmýkt“
433Sport
Fyrir 31 mínútum

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United
Fréttir
Fyrir 48 mínútum

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku