fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025

Tarot dagsins

Myntdrottning

Konan sem hér um ræðir er gefandi, hlý og næm í alla staði.  Henni líður best á heimili sínu og nýtur þess að skapa þægilegt andrúmsloft hvar sem hún stígur niður fæti.

Hún er hvers manns hugljúfi, elskandi móðir og umhyggjusöm eiginkona.  Hún gefur allt sem hún kann að eiga ef svo ber undir og nýtur þess að skemmta sér  með því að deila hamingjustundum sínum meðal fólksins sem skipar stóran sess í hjarta hennar.

Hún kann að meta fallega hluti og ekki síður góðar manneskjur.  Náttúran skipar stóran sess hjá konu þessari.

© Ellý Ármanns – Vellíðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.