Fyrrum foringi í Wagnerhópnum flúði til Noregs
FréttirFyrrum foringi í málaliðahernum Wagner, sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, flúði til Noregs fyrir helgi og óskaði eftir hæli. VG skýrir frá þessu og segir að maðurinn, sem heitir Andrei Medvedev, hafi verið handtekinn í bænum Pasvik á föstudaginn fyrir að hafa komið ólöglega yfir landamærin frá Rússlandi. Lögmaður Medvedev, Jens Bernhard Herstad, staðfesti í gær að það væri skjólstæðingur Lesa meira
Fangar eru notaðir sem fallbyssufóður í „hakkavélinni“ – Nú hafa þeir fengið nóg
FréttirMálaliðar á vegum Wagnerhópsins hafa orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut og nú virðist sem þeir hafi misst viljann til að berjast. Orustan um Bakhmut hefur staðið yfir mánuðum saman og hefur bærinn verið kallaður „hakkavélin“ vegna hins mikla mannfalls sem bæði Rússar og Úkraínumenn hafa orðið fyrir. Bardögunum í og við bæinn hefur verið líkt við það sem átti sér Lesa meira
Rússar lögðu allt að veði til að ná „lítt mikilvægri borg“ á sitt vald – Nú eru þeir á byrjunarreit
FréttirÚkraínskar hersveitir sækja fram í suðurhluta Kherson-héraðs og á sama tíma hafa Rússar lagt allt að veði í blóðugri og örvæntingarfullri tilraun til að brjótast í gegnum varnarlínur Úkraínumanna við borgina Bakhmut. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið undir þá hafa Rússar aðeins náð litlum árangri við Bakhmut og margt bendir til að stríðsgæfan þar sé nú að snúast Lesa meira
Hætta sögð steðja að Pútín frá „Kokkinum“ – Sagður vilja taka við af honum
FréttirSvo virðist sem Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins (sem er fyrirtæki sem útvegar rússneskum stjórnvöldum málaliða) gegni sífellt stærra hlutverki í stríðsrekstrinum í Úkraínu. Hann hefur gagnrýnt stríðsreksturinn og vill að Rússar beiti meiri hörku í stríðinu. Ekki er ólíklegt að Vladímír Pútín, forseta, stafi ákveðin hætta af þessum vini sínum sem er sagður hafa augastað Lesa meira
Myndin sem kom upp um hrotta Pútíns – Úkraínumenn létu sprengjum rigna yfir þá og felldu um 100 málaliða
FréttirÍ síðustu viku heimsótti Sergei Sreda, sem er svokallaður „stríðsfréttamaður“ höfuðstöðvar Wagnerhópsins í Úkraínu. Þar heilsaði hann upp á mann sem talið er að sé Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins. Hann birti auðvitað myndir af heimsókninni en þær komu upp um staðsetningu höfuðstöðvanna og gáfu Úkraínumönnum færi á að láta HIMARS-flugskeytum rigna yfir þær. Wagnerhópurinn er her málaliða sem sinnir ýmsum verkefnum fyrir rússnesk stjórnvöld Lesa meira