fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025

Wagner-hópurinn

Uppreisnarseggurinn Prigozhin sagður látinn eftir dularfullt flugslys – „Frekar skýr skilaboð frá Pútín“

Uppreisnarseggurinn Prigozhin sagður látinn eftir dularfullt flugslys – „Frekar skýr skilaboð frá Pútín“

Pressan
23.08.2023

Uppreisnarseggurinn og yfirmaður rússnesku málaliðanna í Wagner hópnum, Yevgeny Prigozhin, er sagður látinn. Mun hann vera meðal tíu einstaklinga sem létu lífið þegar einkaþota brotlenti á leið sinn frá Moskvu til Pétursborgar. Mun þotan hafa brotlent við Tver svæðið sem er norður við Moskvu. Sky fréttastofan greinir frá. Margir hafa velt fyrir sér afdrifum Prigozhins Lesa meira

Ofbeldissveitir, studdar af Wagner-hópnum, vinna skelfileg voðaverk í Súdan

Ofbeldissveitir, studdar af Wagner-hópnum, vinna skelfileg voðaverk í Súdan

Fréttir
16.06.2023

CNN birtir í dag ítarlega frétt um voðaverk sem uppreisnarsveitin Rapid Support Forces (RSF) hefur gerst sek um í þeim bardögum sem staðið hafa yfir í Súdan að undanförnu milli sveitarinnar og súdanska hersins. Hópurinn hefur einnig stundað víðtækar fjárkúganir sem felast í því að setja upp vegatálma og krefjast peninga af því fólki sem Lesa meira

Wagnerliðar segja frá hryllingnum í fremstu víglínu

Wagnerliðar segja frá hryllingnum í fremstu víglínu

Fréttir
14.02.2023

Tveir fyrrum liðsmenn Wagner-málaliðahópsins, sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, ræddu nýlega við CNN. Mennirnir voru teknir höndum af úkraínska hernum þegar þeir börðust í Donbas seint á síðasta ári. Af öryggisástæðum koma mennirnir ekki fram undir nafni í viðtalinu. Í því segja þeir meðal annars að þeir málaliðar, sem hlýddu ekki skipunum, hafi samstundis verið skotnir Lesa meira

Wagner-hópurinn hluti af áætlun um innrás í Kósóvó

Wagner-hópurinn hluti af áætlun um innrás í Kósóvó

Fréttir
13.02.2023

Óróinn í norðurhluta Kósóvó er fyrsta skrefið í átt að innrás Serba með stuðningi Wagner-hópsins. Þetta er mat Vjosa Osmani, forseta Kósóvó. Hún segir að vopnum og ómerktum einkennisbúningum sé smyglað í stórum stíl frá Serbíu til herskárra hópa í Kósóvó þessa dagana og að það sé Wagner-hópurinn sem standi á bak við þetta. Í Lesa meira

Rússnesk kona sá morðingja bróður síns í áróðursmyndbandi

Rússnesk kona sá morðingja bróður síns í áróðursmyndbandi

Fréttir
30.01.2023

Olga Pavlov átti erfitt með andardrátt þegar nágranni hennar sýndi henni áróðursmyndband frá stríðinu í Úkraínu. Ein af aðalpersónunum í því var Stanislav Bogdanov sem var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir 10 árum fyrir hrottalegt morð á bróður Pavlov. Hann var 32 ára og starfaði sem dómari í norðvestanverðu Rússlandi. Bogdanov, sem nú er 35 ára, fór að heimili dómarans, Lesa meira

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Fréttir
27.01.2023

Fyrstu refsifangarnir, sem gengu til liðs við rússneska málaliðafyrirtækið Wagner Group, hafa nú lokið sex mánaða starfi fyrir fyrirtækið á vígvellinum í Úkraínu og geta því snúið heim aftur með sakaruppgjöf í farteskinu. En það eru ekki allir hrifnir af heimkomu þeirra því margir þeirra voru dæmdir fyrir morð, nauðganir og ofbeldisglæpi. Að undanförnu hafa margir rússneskir Lesa meira

Wagnerliðar murkaðir niður og Prigozhin fallinn í ónáð í Kreml

Wagnerliðar murkaðir niður og Prigozhin fallinn í ónáð í Kreml

Fréttir
27.01.2023

Í St Pétursborg eru glænýjar höfuðstöðvar málaliðafyrirtækisins Wagner, sem oft er kallað Wagner-group. En um 1.400 km í suðaustur frá höfuðstöðvunum er litlum glæsileika fyrir að fara hjá málaliðum á vegum fyrirtæksins sem berjast þar við úkraínskar hersveitir. „Samkvæmt gögnum okkar þá var búið að fá 42.000-43.000 fanga til liðs við fyrirtækið í lok desember. Nú er talan líklega komin yfir 50.000,“ sagði Lesa meira

Flótti Wagnerliða til Noregs vekur athygli – „Engum öðrum hefur tekist þetta að vetrarlagi“

Flótti Wagnerliða til Noregs vekur athygli – „Engum öðrum hefur tekist þetta að vetrarlagi“

Fréttir
24.01.2023

Gaddavírsgirðing, viðvörunarkerfi, myndavélar, næturmyndavélar og fjöldi landamæravarða. Þetta er það sem Andrei Medvedev þurfti að takast á við þegar hann flúði frá Rússlandi til Noregs. Það vakti mikla athygli þegar þessi 26 ára Rússi birtist skyndilega í Norður-Noregi fyrir um 10 dögum og sótti um hæli. Hann sagðist hafa verið meðlimur í hinum illræmda málaliðahópi Wagner og hafi barist með Lesa meira

Segir að Wagner-hópurinn hafi misst 40.000 menn

Segir að Wagner-hópurinn hafi misst 40.000 menn

Fréttir
24.01.2023

Frá upphafi stríðsins í Úkraínu hefur rússneski málaliðahópurinn Wagner fengið 50.000 rússneska refsifanga til liðs við sig. Nú eru aðeins 10.000 þeirra eftir. Þetta segir Olga Romanova. Hún er rússneskur blaðamaður. Að sögn Meduza heldur Romanova því fram að Wagner hafi misst 40.000 af föngunum. Þeir hafi fallið á vígvellinum, sé saknað eða hafi gerst liðhlaupar. Hún telur að Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner, haldi ekki saman upplýsingum Lesa meira

Wagner-hópurinn gegnir sífellt stærra hlutverki innan rússneska hersins – Magn en ekki gæði

Wagner-hópurinn gegnir sífellt stærra hlutverki innan rússneska hersins – Magn en ekki gæði

Fréttir
02.01.2023

Wagner-hópurinn, sem er rússneskt málaliðafyrirtæki, gegnir sífellt stærra hlutverki innan rússneska hersins í stríðinu í Úkraínu. Eru málaliðarnir nú um tíu prósent af rússneska heraflanum sem berst í Úkraínu. Málaliðarnir eru mest áberandi í þeim bardögum sem vekja mesta athygli nú, þar á meðal í Bakhmut í Donbas. BBC skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan breskra leyniþjónustustofnana. Þeir segja Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af