fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Vladimir Pútín

Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“

Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“

Fréttir
21.09.2022

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ávarpaði þjóð sína fyrir stundu. Þetta var fyrst ávarp hans síðan hann tilkynnti um innrásina í Úkraínu í febrúar. Sky News segir að hann hafi ávarpað íbúa í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og öðrum svæðum sem séu laus undan stjórn nasistastjórnarinnar í Kyiv eins og hann orðaði það. „Við munum ræða hvað Lesa meira

Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi

Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi

Fréttir
21.09.2022

Eins og fram kom í fréttum í gær þá hafa leppstjórnir Rússa á nokkrum hernumdum svæðum í Úkraínu boðað til atkvæðagreiðslu um hvort svæðin eigi að verða hluti af rússneska ríkjasambandinu. Það liggur mikið á því atkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á föstudaginn og ljúka á mánudag. Þetta ber svo brátt að að Rússar og leppstjórnir Lesa meira

Pútín niðurlægður á leiðtogafundi

Pútín niðurlægður á leiðtogafundi

Fréttir
20.09.2022

Barack Obama, Angela Merkel og Shinzo Abe. Fyrir utan að hafa verið þjóðarleiðtogar eiga þau eitt annað sameiginlegt. Öll þurftu þau að bíða eftir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, á opinberum fundum. Nýlega fékk Pútín að bragða þessu meðali sem hann hefur svo oft notað. Þegar leiðtogafundur Shanghai Cooperation Organisation fór fram í Úsbekistan í síðustu viku fékk hann að bragða á þessu meðali. Hann fundaði með leiðtogum Lesa meira

Segir að Pútín ráði ekki lengur ferðinni

Segir að Pútín ráði ekki lengur ferðinni

Fréttir
19.09.2022

Völd Pútíns eru hægt og rólega að hverfa úr höndum hans og það horfir heimsbyggðin á. Þetta er mat Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier. Hann fylgdist náið með leiðtogafundi Shanghai Cooperation Organisation (SCO) í Úsbekistan í síðustu viku. Þar funduðu leiðtogar Kína, Indlands, Tyrklands, Pakistans, Írans og Rússlands auk leiðtoga nokkurra fyrrum ríkja Sovétríkjanna. Í heildina Lesa meira

Heimspekingur Pútíns – „Við erum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“

Heimspekingur Pútíns – „Við erum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“

Fréttir
19.09.2022

Alexander Dugin er einn þeirra rússnesku menntamanna sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sækir hugmyndir og innblástur til. Hann hefur lengi verið talinn hafa mikil áhrif á Pútín og hefur verið kallaður „Heimspekingur Pútíns“. Ekki er langt síðan að dóttir hans lést í bílsprengjuárás nærri Moskvu. Talið er að sprengjan hafi verið ætluð Alexander en hann ákvað á síðustu stundu að skipta um bíl við Lesa meira

Kokkur Pútíns reynir að fá fanga til að ganga til liðs við rússneska herinn

Kokkur Pútíns reynir að fá fanga til að ganga til liðs við rússneska herinn

Fréttir
16.09.2022

Ósigur rússneska hersins í Kharkiv hefur gert Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, berskjaldaðan fyrir gagnrýni. Sumir sérfræðingar í rússneskum málefnum telja því líklegt að Pútín muni reka varnarmálaráðherrann til að létta þrýstingi af sjálfum sér. En það eru fleiri vandamál sem steðja að Pútín. Peningar flæða úr ríkissjóði því stríðsrekstur er kostnaðarsamur og refsiaðgerðir Vesturlanda gera hlutina ekki auðveldari. En þar með er ekki Lesa meira

Segja að Pútín hafi fengið það sem hann vildi – Réðst samt sem áður inn í Úkraínu

Segja að Pútín hafi fengið það sem hann vildi – Réðst samt sem áður inn í Úkraínu

Fréttir
15.09.2022

Áður en Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, skipaði rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu hafði hann margoft sagt að ein af aðalástæðunum fyrir óánægju hans með nágranna sína væri að þeir vildu verða meðlimir í NATO. Að Rússar vildu ekki fá bandalagið nær landamærum sínum. Reuters segir að samkvæmt upplýsingum frá þremur ónafngreindum heimildarmönnum, sem eru sagðir standa nærri rússneskum Lesa meira

Segir að Pútín sé með ás uppi í erminni og geti snúið stöðunni í Úkraínu við

Segir að Pútín sé með ás uppi í erminni og geti snúið stöðunni í Úkraínu við

Fréttir
15.09.2022

Rússar eru í miklum vandræðum í Úkraínu eftir gagnsóknir Úkraínumanna síðustu daga. Hefur Úkraínumönnum tekist að endurheimta stór landsvæði sem Rússar höfðu hernumið. En Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, getur snúið taflinu við því hann er með ás uppi í erminni. Þetta kemur fram í umfjöllun vg.no um málið. Segir miðillinn að Pútín eigi þann möguleika að hætta að kalla innrásina „sérstaka hernaðaraðgerð“ Lesa meira

Pútín rak hershöfðinga eftir aðeins 16 daga – Ósigurinn í austurhluta Úkraínu er ástæðan

Pútín rak hershöfðinga eftir aðeins 16 daga – Ósigurinn í austurhluta Úkraínu er ástæðan

Fréttir
13.09.2022

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er sagður hafa rekið Roman Berdnkov, hershöfðingja, úr starfi eftir niðurlægjandi ósigur Rússar í Kharkiv um helgina. Berdnikov var skipaður yfirmaður rússneska hersins í vesturhluta Úkraínu þann 26. ágúst. Daily Mail skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Berdnikov sé sagður hafa brugðist í að halda yfirráðum Rússa yfir stórum úkraínskum landsvæðum  í Kharkiv. Skyndisókn Úkraínumanna í Kharkiv virðist hafa komið Lesa meira

Vaxandi ókyrrð í Rússlandi – 18 stjórnmálamenn krefjast afsagnar Pútíns

Vaxandi ókyrrð í Rússlandi – 18 stjórnmálamenn krefjast afsagnar Pútíns

Fréttir
13.09.2022

Leiðtogar 18 stjórnsýsluhverfa í Moskvu, St Pétursborg og Kolpino hafa skrifað undir kröfu um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segi af sér embætti. Þetta sést á mynd af listanum sem var birt á Twitter í gær af Ksenia Thorstrom, leiðtoga Semenovsky hverfisins í St Pétursborg. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í yfirlýsingunni segi meðal annars að aðgerðir Pútíns séu „skaðlegar fyrir Rússland og framtíð íbúa landsins“. Bæjarstjórnin í Lomonovsky-hverfinu í Moskvu skrifaði einnig að stefna Pútíns sé „algjörlega Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af