Dönsk kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni frá Janssen
Pressan14.07.2021
Dönsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að ung kona hefði, að því er talið er, fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa, eftir bólusetningu með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Þetta er fyrsta skráða tilfellið í Danmörku. Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Bóluefnin frá Janssen og AstraZeneca eru ekki notuð í hinni opinberu bólusetningaáætlun í Danmörku en hins vegar getur fólk fengið bólusetningu Lesa meira