Sigmundur Ernir skrifar: Litla græna hagkerfið sem brennir olíu
EyjanFastir pennarÞað er auðveldara að fá leyfi fyrir dísilrafstöð á Íslandi en grænum og sjálfbærum orkuverum. Landinn er sumsé enn þá af gamla skólanum. Hann keyrir hvern olíutrukkinn af öðrum austur á firði, ríflega sjö hundruð kílómetra leið til að kynda fiskimjölsverksmiðjur með arabísku jarðefnaeldsneyti. Fram undan er enn einn veturinn sem forkólfar sjávarútvegsfyrirtækja neyðast til Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
EyjanFastir pennarÉg hitti nýlega konu sem var í öngum sínum vegna þess að hún hafði sagt við son sinn að hann væri rétthentur en hún sjálf örvhent. Sonurinn sagði að hún væri með þessum ummælum að smána eða „sjeima“ hendur þeirra beggja. „Það er ekkert rétt við að nota hægri höndina meira en hina!“ sagði hann Lesa meira
Ef heimamenn geta ekki svarað spurningunni getur ferðamaðurinn alveg ábyggilega ekki svarað henni, segir Jón Karl Ólafsson
EyjanÞað má ekki gleymast þegar rætt er um virkjanir og virkjanaframkvæmdir að margar helstu náttúruperlur landsins eru til komnar vegna virkjana, auk þess sem vegakerfið á Íslandi hefur að verulegu leyti byggst upp vegna virkjanaframkvæmda, segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. Hann er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins. „Það eru allir staðir fallegir,“ Lesa meira
Svartsýn spá í raforkumálum – Orkuskipti munu nást um miðja öldina og raforkuframboð verður breytilegt
EyjanLandsnet hefur sent frá sér spá um þróun eftirspurnar og framboðs á raforku hér á landi árin 2023-2060. Meðal þess sem fram kemur í spánni er að Landsnet telur að stefna íslenskra stjórnvalda um full orkuskipti muni við núverandi aðstæður nást í fyrsta lagi árið 2050, að því gefnu að takmarkanir verði ekki á orkuframboði. Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Breyta þarf vindmyllupólitíkinni
EyjanFastir pennarSveitarfélög hafa vegna ágreinings um skattheimtu nýtt sér heimild í lögum til að stöðva beislun vindorku tímabundið. Að auki er alls óvíst hversu lengi Hvammsvirkjun mun tefjast. Þetta segir eina sögu: Eftir sex ára stjórnarsamstarf er orkuráðherra staddur á flæðiskeri með eitt allra stærsta framfaramál þjóðarinnar. Markmið ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti fyrir 2040 og fyrirheit Lesa meira
Guðlaugur Þór segir að uppbygging virkjana sé að hefjast – Segir kyrrstöðu hafa verið rofna
EyjanGuðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að uppbygging virkjana sé að hefjast og segir að síðasta vor hafi tekist að rjúfa níu ára kyrrstöðu í orkumálum með því að ljúka 3. áfanga rammaáætlunar og með því að einfalda ferlið við stækkun virkjana. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að Guðlaugur boði uppbyggingu vatnsaflsvirkjana Lesa meira