Orðið á götunni: Andstæðingar Vinstri grænna vilja Katrínu í forsetaframboð
EyjanOrðið á götunni er að þeir sem helst hafi áhuga á að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram í komandi forsetakosningum séu einkum þeir sem vilja sjá flokk hennar, Vinstri græna, deyja drottni sínum og hverfa af sviði íslenskra stjórnmálaflokka. Víst er að fari Katrín í framboð er enginn til að taka við forystu í flokknum. Litið var svo á Lesa meira
Segir Framsókn svíða mjög að vera minni en Miðflokkurinn sem er kominn upp í 60 prósent af fylgi Sjálfstæðisflokksins
EyjanKjósendur treysta ekki ríkisstjórninni og krefjast stjórnarskipta. Ríkisstjórnin er kolfallin og hefur tapað 17 þingmönnum samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallups um fylgi stjórnmálaflokkanna. Ákall er um það meðal kjósenda að Kristrún Frostadóttir leiði næstu ríkisstjórn. Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut bendir Ólafur Arnarson á að fylgistap Framsóknar sé gríðarlegt en ekki svíði síður að Miðflokkurinn er Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Uppsöfnuð pólitísk ólund
EyjanFastir pennarÞað liggur við að maður öfundi nú þegar stjórnmálafræðinga og sagnfræðinga framtíðarinnar sem eiga fyrir höndum rannsóknir á pólitísku ástarsambandi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, þessara tveggja meintu höfuðpóla í íslenskum stjórnmálum. Og ekki síst munu fræðastörfin beinast að því af hvor þeirra sprakk fyrr á limminu og fékk skömmustu á hinum, en að baki er hálft annað kjörtímabil sem Lesa meira
Þingmaður Vinstri grænna urðar yfir Sjálfstæðisflokkinn – „Sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum“
EyjanÞað virðist hrikta ansi hressilega í ríkisstjórnarsamstarfi Vinstra hreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá sérstaklega af hálfu tveggja fyrstnefndu flokkanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lét af embætti dómsmálaráðherra í gær, gagnrýndi Vinstri græn í viðtali við Morgunblaðið fyrir linkind í útlendingamálum og sagði flokkinn eiga erfitt með að vera í ríkisstjórn. Hin opinbera Lesa meira
Sigmundur segir þetta ástæðuna fyrir að Framsóknarflokknum líði vel
Eyjan„Pólitíska sundurgerðin við ríkisstjórnarborðið blasir æ betur við eftir því sem lengra líður frá því að heimsfaraldurinn ætlaði hér allt um koll að keyra, eins og raunar víðar um veröldina. Skjólið sem stjórnin hafði af pestinni á síðasta kjörtímabili, einmitt eftir að hveitibrauðsdögum hennar var lokið, kom sér afar vel fyrir hana, enda má segja Lesa meira
Ögmundur segir réttast að Vinstri græn breyti nafni flokksins
EyjanÍ nýrri bók Ögmundar Jónassonar, Rauði þráðurinn, segir hann að gamli flokkurinn hans, Vinstri græn, hafi villst af leið og réttast væri að hann breyti nafninu og hætti að nota bæði vinstri og græn. Bók Ögmundar kemur út í byrjun næsta árs. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að við lestur bókarinnar komi Lesa meira
„Þetta hefði vegið mjög þungt fyrir okkur“ – VG komu í veg fyrir 12-18 milljarða uppbyggingu
EyjanEins og skýrt var frá í gær þá komu Vinstri græn í veg fyrir að ráðist yrði í framkvæmdir upp á 12 til 18 milljarða á Suðurnesjum á vegum Atlantshafasbandalagsins. Þessum framkvæmdum hefðu fylgt mörg hundruð störf, sum tímabundin en einnig tugir eða jafnvel hundruð fastra starfa. „Það hefði verið frábært að fá þessi störf Lesa meira
Hægri krati í heimsókn hjá VG
Vinstri græn halda málþing á laugardaginn í tilefni af tuttugu ára afmæli flokksins. Umræðuefnin verða loftslagsbreytingar og staða vinstrisins. Ýmsir innlendir og erlendir gestir ávarpa samkomuna. Þar á meðal verða Christian Juhl, þingmaður Enhedslisten í Danmörku, og Jónas Sjöstedt, formaður Venstre í Svíþjóð. Langstærsta nafnið, stjarna hátíðarinnar, verður sjálfur Ed Milliband, fyrrverandi formaður og ráðherra breska Verkamannaflokksins. Milliband var einn af arkitektunum á bak við stórsigur Tonys Blair í Lesa meira
Segja þingmenn Miðflokksins á leið í Sjálfstæðisflokkinn – Titringur í stjórnarliðinu vegna Klaustursmálsins
EyjanTöluverð ólga er á meðal þingmanna og innan þingflokka í kjölfar endurkomu síðustu Klaustursþingmannanna á þing í síðustu viku. Búist er við að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gangi til liðs við Miðflokkinn fyrr en síðar. Það hefur þó ekki endilega í för með sér að þingflokkur Miðflokksins stækki því sumir þingmenn hans munu Lesa meira
Kolbeinn eða Rósa í varaformanninn?
Edward Huijbens, varaformaður VG og prófessor við Háskólann á Akureyri, tilkynnti nýverið að hann væri að flytja til útlanda. Hann myndi því ekki gefa áframhaldandi kost á sér í embættið á komandi landsfundi í haust. Edward var kjörinn árið 2017 og sigraði þá Óla Halldórsson, sveitarstjórnarmann í Norðurþingi. Edward hefur verið lítt sýnilegur en nú gæti sú staða komið Lesa meira