Bíræfnir vínþjófar handteknir – Stálu víni fyrir 225 milljónir
PressanEftir níu mánaða rannsókn og eltingarleik tókst lögreglunni nýlega að handtaka bíræfna vínþjófa sem eru grunaðir um að hafa stolið 45 vínflöskum að verðmæti sem svarar til um 225 milljóna íslenskra króna. Vínþjófarnir, karl og kona, stálu víninu af veitingastaðnum og hótelinu Atrio í Cáceres á Spáni. Um dýrt franskt vín var að ræða, þar á meðal flösku af Château D‘Yguem frá 1806. Lesa meira
Nýsköpun og virðing fyrir náttúrunni í víngerðinni
MaturIngibjörg Lárusdóttir og maðurinn hennar Evangelos Kyrou létu draum sinn rætast og hafa nú byrjað að flytja inn hágæðavín frá Grikklandi en Evangelos er Grikki. Ingibjörg bjó í Grikklandi á sínum uppvaxtarárum og hefur síðan þá dreymt um að byggja brú milli sinna uppáhalds landa, Íslands og Grikklands og það kom að því með ástinni. Lesa meira
10.000 mótmæltu sóttvarnaaðgerðum í Vín
PressanFjórir lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglunnar í Vín í Austurríki í gær. Fólkið var að mótmæla þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lögreglan tilkynnti á laugardaginn að bann hefði verið sett við mótmælum eftir að um 10.000 manns tóku þátt í svipuðum mótmælum fyrr í janúar. En Lesa meira
Öfgasinnaður íslamisti framdi hryðjuverkið í Vín
PressanKarl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, hélt fréttamannafund fyrir stundu þar sem hann sagði meðal annars að hryðjuverkamaðurinn, sem lögreglan skaut til bana í gærkvöldi, hafi verið með sprengjubelti og hafi verið stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hann var þungvopnaður að sögn ráðherrans. Hann sagði einnig að talið væri að fleiri hafi verið að verki Lesa meira
Hryðjuverk í Vín – Þrír látnir og 14 særðir – Eins hryðjuverkamanns leitað
PressanÞrír eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Vín í Austurríki í gærkvöldi. Einn hinna látnu er einn hryðjuverkamannanna en lögreglan skaut hann til bana. Fjórtán eru særðir. Innanríkisráðherra landsins segir að enn sé leitað að einum eða fleiri árásarmönnum. Árásin hófst um klukkan 20 við Schwedenplatz í miðborginni en þar nærri er meðal annars bænahús gyðinga. Karl Nehammer, innanríkisráðherra, Lesa meira
Elsta vínflaska heims frá tímum Rómverja
Hvernig ætli elsta vín heimsins smakkist? Ábyggilega illa, enda er það nærri 1.700 ára gamalt, kekkjótt og orðið óáfengt. Hugsanlega er það eitrað. Langelsta vín sem fundist hefur er Römervínið sem fannst í grafhýsi Rómverja og er nú geymt í litlu safni í Þýskalandi. Fannst árið 1867 Að eldast eins og gott vín er máltæki sem Lesa meira
GYLLTA GLASIÐ 2018: 20 vínþjónar smökkuðu 154 vín á einum sunnudegi
FókusKeppnin um Gyllta Glasið 2018 var haldin í fjórtánda sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands fyrir nokkrum dögum. Að vanda var tekin fyrir verðflokkur vína frá 2.490 til 3.500 kr, en þessum sið hefur verið haldið frá árinu 2012. Vínin koma allstaðar að úr heiminum en vínbyrgjar völdu sjálfir hvaða vín þeir lögðu til keppninnar. Þá boðuðu Lesa meira