Vilhjálmur orðlaus yfir uppgjörstölum bankanna – Ekkert eðlilegt við að íslenskur almenningur sé í þessari stöðu
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ómyrkur í máli í garð íslensku viðskiptabankanna og segir ljóst að komandi kosningar verði að snúast um kerfisbreytingar á fjármálakerfinu. Vilhjálmur skrifar færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann gerir uppgjörstölur bankanna meðal annars að umtalsefni. „Viðskiptabankarnir þrír halda áfram á ofurhraða að sópa til sín fé frá einstaklingum, heimilum og Lesa meira
Vilhjálmur Birgisson: Ásdís brýtur samkomulag vegna kjarasamninga með skattahækkunum – á sér engar málsbætur
Eyjan„Nei, Ásdís þú átt þér engar málsbætur yfir þessar duldu skattahækkun á bæjarbúa í Kópavogi og mikilvægt að öll þjóðin og fjölmiðlar átti sig á hvað þið eruð að gera og ég trúi ekki að hinn almenni Sjálfstæðismaður styðji þessa skattahækkun á barnafólk í Kópavogi. Enda er hér um splunkunýja aðferð að ræða sem mér Lesa meira
Vilhjálmur Birgisson: Sjálfstæðismenn í Kópavogi kynda undir verðbólgunni svo annað eins hefur ekki sést – nýtt skattaform
EyjanUndir forystu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykkti bæjarráð í júlí 2023 að vísitölutengja gjaldskrár bæjarins og uppfæra þær í flestu tilvikum fjórum sinnum á ári. Athygli vekur að almenna reglan er að notuð sé launavísitala en ekki vísitala neysluverðs, sem jafnan er notuð til vísitölutengingar. Sá er munurinn á þessum vísitölum að launavísitala hækkar að jafnaði Lesa meira
Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“
EyjanVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist ekki trúa því að ríkisstjórn Íslands ætli sér að ráðast af alefli á lífeyrisréttindi verkafólks með því að skerða örorkubyrði lífeyrissjóðanna um nokkra milljarða á næsta ári og fella síðan framlagið niður árið 2026. Vilhjálmur gerir þetta að umtalsefni í pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann gagnrýnir áformin, sem Lesa meira
„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að launafólk þurfi að sýna stjórnvöldum aðhald og vera betur upplýst um hvernig ríkið fer með skattfé þess. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið í dag en tilefnið er nýtt fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með 41 milljarðs króna halla á næsta Lesa meira
Vilhjálmur gagnrýndi Range Rover-ummæli Stefáns Einars sem var ekki lengi að svara fyrir sig
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það vera eins og góðan skets úr smiðju Fóstbræðra þegar harðir Sjálfstæðismenn gera gjaldfrjálsar skólamáltíðir tortryggilegar. Vilhjálmur lýsti þessari skoðun sinni á Facebook-síðu sinni í gær en tilefnið er viðtal Stefáns Einars Stefánssonar, þáttastjórnanda á mbl.is, við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Deildi Vilhjálmur frétt Lesa meira
Vilhjálmur sár og svekktur: Bankarnir „sleikja út um“ og græða eins og enginn sé morgundagurinn
Fréttir„Mér líður ekki mjög vel,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Það fór eins og margir bjuggust við og verða stýrivextir óbreyttir enn eina ferðina í 9,25%. Í röksemd sinni segir nefndin að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi Lesa meira
Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“
EyjanVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, skorar á sveitastjórnamenn vítt og breitt um landið að standa við gefnar viljayfirlýsingar í aðdraganda síðustu kjarasamninga og hækka ekki gjaldskrár fyrir árið 2024 umfram 3,5% og endurskoða þau tilvik þar sem hækkanir hafa farið umfram það. Átti sérstaklega að horfa til til gjaldskráa er varða barnafjölskyldur og fólk í Lesa meira
Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, segir að rétt sé að senda Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í langt frí eftir framkomu þeirra í hvalveiðimálinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af Vinstri grænum í ljósi fylgis þeirra. Er Vilhjálmur bálreiður yfir ákvörðun Bjarkeyjar Gunnarsdóttur matvælaráðherra í gær. „Annað árið í röð stórskaða stjórnvöld hagsmuni minna félagsmanna, Lesa meira
Vilhjálmur hraunar yfir ríkisstjórnina: „Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur“
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lætur ríkisstjórnina heyra það í umræðum á þræði Brynjars Níelssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Facebook. Brynjar skrifaði færslu í gær þar sem hann furðaði sig á fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Í niðurstöðum könnunar Gallup, sem birtar voru á mánudag, var fylgi Samfylkingarinnar 29,9%. Til samanburðar er samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna 30,4% og munar þar mestu um Lesa meira