Kortavelta erlendra ferðamanna – Ekki er allt sem sýnist
EyjanKristinn H. Gunnarsson skrifar: Rannsóknarsetur ferðaþjónustunnar birti í morgun upplýsingar um veltu erlendra ferðamanna hér á landi í maí 2017. Meginniðurstaðan er að dregið hafi verulega úr vextinum sé miðað við sama mánuði í fyrra. Aukningin var aðeins 7,1% en til samanburðar varð aukningin frá apríl 2016 til apríl 2017 heil 27,7%. Ellefu mánuðina þar Lesa meira
Ómar nýr forstjóri Securitas
EyjanÓmar Svavarsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Arasyni sem lætur af störfum eftir að hafa starfað hjá félaginu um árabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Ómar var framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá. Hann var áður forstjóri Vodafone á árunum 2009 til 2014. Ómar er viðskiptafræðingur með Cand Oecon Lesa meira
„Miklar hamfarir hafa gengið yfir atvinnulíf okkar Skagamanna“
EyjanÍ dag var greint frá því að sjávarútvegsfyrirtæki HB Grandi, sem tilkynnt hefur um lokun botnfiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi, að boðið verði upp á rútuferðir frá Akranesi til Reykjavíkur þar sem vinnslan verður staðsett fyrir það starfsfólk sem ætlar halda áfram að starfa við vinnsluna en búa áfram uppi á Skaga. Þetta er Vilhjálmi Birgissyni, Lesa meira
Forði Seðlabankans ekki mikil fyrirstaða ef vogunarsjóðir láta reyna á stefnu fjármálaráðherra
EyjanMyntráðsleið Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra myndi útheimta gríðarlega gjaldeyrisforðasöfnun af hálfu Seðlabankans með tilheyrandi auknum vaxtakostnaði því ófullnægjandi gjaldeyrisvarasjóður myndi annars stórlega auka líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Segir hann að linnulaus gengishækkun krónunnar sé flóknasta viðfangsefni Seðlabankans og stjórnvalda um þessar mundir, Lesa meira
Framkvæmdastjóri Bónus viðurkennir Costco áhrifin: „Þetta hefur áhrif og það sjá það allir“
EyjanVerslun Costco í Kauptúni í Garðabæ opnaði fyrir rúmri viku, þann 23. maí síðastliðinn. Frá opnum hefur verið örtröð í búðinni og hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum fyrirtækisins. Samkvæmt gögnum frá Meniga var veltan í Costco 32% af heildarveltu dagvörumarkaðsins hér á landi en velta Bónus, sem rekur 32 verslanir um allt land 28% Lesa meira
Costco þjarmar að Bónus og Krónunni – Með þriðjung heildarveltu á dagvörumarkaði
EyjanVerslun Costco í Kauptúni í Garðabæ hefur vægast sagt fengið góðar viðtökur hjá íslenskum neytendum. Svo góðar hafa viðtökurnar verið að vísbendingar eru um að Costco hafi velt þriðjungi allrar heildarveltu á dagvörumarkaði frá því að verslunin opnaði á þriðjudeginum í síðustu viku. Samkvæmt tölum Meniga og upplýsingum sem greint er frá í Fréttablaðinu í Lesa meira
Segir vörur fjarlægðar úr hillum Hagkaupa og Bónus ef þær eru seldar í Costco
EyjanÍslenskir framleiðendur hafa fengið þau skilaboð frá Högum að ef þeir hyggist selja sínar vörur í Costco verði þær fjarlægðar úr hillum Hagkaupa og Bónuss. Þetta segir Viðskiptablaðið og vísar í heimildarmann sem vill ekki láta nafn síns getið. Eyjan hafði samband við Haga vegna málsins og fékk þau svör að þar væri verið að Lesa meira
Costco staðfestir að menn hafa komist upp með ofurálagningu
Eyjan„Þetta er mikið uppbrot á þeim fákeppnismarkaði sem íslenski olíumarkaðurinn er og við höfum séð það að félögin hafa fylgst mjög vel að og það hefur myndast svona eitthvað þegjandi samkomulag um verðmyndun á markaðnum og það er ekki langt síðan samkeppniseftirlitið birti mjög viðamikla og vandaða skýrslu um olíumarkaðinn hér heima og fór þá Lesa meira
Segja vaxtalækkunina aumingjalega: „Þetta er komið gott!“
EyjanVilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma til með að setjast niður á næstunni og skipuleggja aðgerðir í ljósi 0,25% stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Líkt og Eyjan greindi frá í gær þá voru þeir Vilhjálmur og Ragnar Þór að íhuga kröftug mótmæli ef Seðlabankinn lækkaði ekki vextina, í morgun var svo greint frá Lesa meira
Erlendir ferðaskipuleggjendur búast ekki við að selja margar ferðir til Íslands
EyjanFerðaskipuleggjendur í Bretlandi og Þýskalandi hafa þurft að aflýsa fyrirhuguðum ferðum til Íslands og gera ekki ráð fyrir að selja margar ferðir hingað til lands 2018. Segir Manfred Schreiber hjá ferðaskrifstofunni Studiosus í Þýskalandi í samtali við Túrista að styrking krónunnar og fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti geri það að verkum að erfitt verði að verðleggja Lesa meira