fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Viðburður

Sendiherrahjónin Edda og Pálmi trylltu fullan sal af áhorfendum

Sendiherrahjónin Edda og Pálmi trylltu fullan sal af áhorfendum

23.10.2017

Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Uppselt var á sýninguna og beið fjöldi prúðbúinna gesta spenntur eftir verkinu, enda hafa fyrri verk Ragnars hlotið einróma lof bæði áhorfenda og gagnrýnenda.  Gullregn og Óskasteinar hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun. Ragnar Bragason leikstýrir og skrifar handrit, Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

19.10.2017

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

19.10.2017

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

18.10.2017

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í Lesa meira

Menningin er rík á Seltjarnarnesinu

Menningin er rík á Seltjarnarnesinu

17.10.2017

Menningarhátíð Seltjarnarness fór fram um liðna helgi og var fjöldi veglegra, áhugaverðra og skemmtilegra viðburða í boði frá fimmtudegi til sunnudags. Undirbúningur stóð yfir í eitt ár og lögðu um þrjú hundruð manns sitt af mörkum til að gera hátíðina að veruleika og sem glæsilegasta. Það var formaður menningarnefndar, Sjöfn Þórðardóttir, sem setti menningarhátíðina á Lesa meira

Bleiki dagurinn er í dag – Tökum þátt og klæðumst bleiku

Bleiki dagurinn er í dag – Tökum þátt og klæðumst bleiku

13.10.2017

Bleiki dagurinn er haldinn í dag, föstudaginn 13. október 2017. Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Stuðningur okkar allra skiptir máli. Við hvetjum fyrirtæki til að taka þátt í Bleika deginum og kynna sér nýtt fræðsluefni um krabbamein á vinnustöðum. Þar Lesa meira

Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna í Gamla bíói fimmtudag

Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna í Gamla bíói fimmtudag

11.10.2017

Parkinsonsamtökin halda styrktartónleika annað kvöld kl. 20 í Gamla bíói. Sönghópur Parkinsonsamtakanna mun taka lagið í anddyrinu fyrir tónleikana. Kynnir kvöldsins er Bogomil Font og fram koma: Árný Árnadóttir Eyþór Ingi Fóstbræðraoktet Haukur Heiðar Jóhanna Guðrún Stefanía Svavarsdóttir Svavar Knútur Viðburður á Facebook.  

Mest lesið

Ekki missa af