fbpx
Mánudagur 18.nóvember 2024

vextir

Þorgerður Katrín: Hafa þá allir fjármálaráðherrar íslenska lýðveldisins verið handónýtir?

Þorgerður Katrín: Hafa þá allir fjármálaráðherrar íslenska lýðveldisins verið handónýtir?

Eyjan
22.09.2024

Þeir sem halda því fram að íslenska krónan sé jafngóð öðrum gjaldmiðlum og gjaldmiðillinn sé ekkert annað en hitamælir eru um leið að segja að allir fjármálaráðherrar íslenska lýðveldisins hafi verið handónýtir. Í Færeyjum er hagvöxtur meiri en hér á landi, landsframleiðsla á mann meiri, verðbólga lægri og vextirnir þar eru Evrópuvextir en ekki íslenskir. Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað er þetta allt sem er að koma?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað er þetta allt sem er að koma?

EyjanFastir pennar
19.09.2024

Hvað er eiginlega þetta allt, sem ríkisstjórnin segir að sé að koma? Verðbréfamarkaðurinn svaraði aukinni lánsfjárþörf ríkissjóðs samstundis með hærri ávöxtunarkröfu á skuldabréf. Af því leiddi að bankarnir hækkuðu vexti á verðtryggð útlán. Þvert á þennan veruleika staðhæfir ríkisstjórnin að þetta allt, sem hún segir að sé að koma, sé lækkun verðbólgu og vaxta. Raunvextir Lesa meira

Þórólfur Matthíasson: Á Íslandi er fé flutt frá hinum fátæku til hinna ríku

Þórólfur Matthíasson: Á Íslandi er fé flutt frá hinum fátæku til hinna ríku

Eyjan
17.09.2024

Á Íslandi er verið að flytja fé frá fátækum til ríkra. Þrátt fyrir að ríkisskuldir Íslands séu mun lægri en hjá öðrum þjóðum í álfunni borgar íslenska ríkið miklu stærra hlutfall þjóðarframleiðslu í vexti en önnur ríki, vegna hás vaxtarstigs hér á landi. Þegar tekjudreifing annars vegar skattgreiðenda og hins vegar þeirra sem þiggja vaxtagreiðslur Lesa meira

Þórólfur Matthíasson: Lausung í ríkisfjármálum og mistök Seðlabankans í Covid orsök hárra vaxta nú

Þórólfur Matthíasson: Lausung í ríkisfjármálum og mistök Seðlabankans í Covid orsök hárra vaxta nú

Eyjan
15.09.2024

Í stað þess að draga saman ríkisútgjöld þegar í ljós kom að ekki þyrfti að styrkja fyrirtæki og atvinnuleysistryggingasjóð eins mikið og ráð var fyrir gert í Covid, greip ríkisstjórnin ný viðfangsefni og lagði fjármuni í þau. Þess vegna hefur okkur ekki tekist að snúa við dæminu eins og öðrum Norðurlöndum og þess vegna, en Lesa meira

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Eyjan
13.09.2024

Samfélagsleg ábyrgð fjármálastofnana, ekki sízt þeirra sem ríkið sjálft á, verður að teljast grunnskylda. Virðist þó ekki í hámarki hér. Stýrivextir eru þeir vextir, sem viðskiptabankarnir fá á fé, sem þeir binda í Seðlabanka í minnst 7 daga. Með því að hafa þá háa reynir Seðlabanki að að örva viðskiptabankana til að leggja inn fé í Seðlabanka og Lesa meira

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?

Eyjan
06.09.2024

Samdráttur í VLF 2 ársfjórðunga í röð, skuldarar landsins stynja, skuldlausir blómstra, byggingariðnaðurinn veigrar sér við að byggja, búið að rústa hlutabréfamarkaðinum? Þann 30. ágúst birti Hagstofan tölur um hagvöxt, sem átti að vera, en var ekki; eftir að hagvöxtur hafði verið neikvæður um 4% í 1. ársfjórðungi 2024, samdráttur, varð hann aftur neikvæður í 2. ársfjórðungi Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

EyjanFastir pennar
05.09.2024

„Það mun einn daginn sjóða upp úr og þegar það gerist þá dugar ekki að læsa samviskuna inni, hún verður einfaldlega rifin úr brjóstum manna þar sem hún hímir bakvið hvíta rimla þeirra sem kynda bálið.“ Þetta er tilvitnun í grein Bubba Morthens um íslensku stríðsástandsvextina, sem birtist á Vísi 23. ágúst. Ég játa að Lesa meira

Formaður Neytendasamtakanna: Vextir lækka ekki nema skipt verði um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum

Formaður Neytendasamtakanna: Vextir lækka ekki nema skipt verði um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum

Eyjan
26.08.2024

Það þarf að skipta um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum, annars verður ekki hægt að lækka vexti hér á landi. Nú er svo komið að 30 milljónir af kostnaði við 100 milljóna íbúð er fjármagnskostnaður. Á meðan íslenska krónan er hér og verðtrygging felur verðbólgan afleiðingar agalausrar hagstjórnar en byrðarnar lenda alltaf á skuldugum almúganum áður en Lesa meira

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Eyjan
15.08.2024

Ég hef skrifað margar greinar um Seðlabankastjóra og Peningastefnunefnd og þeirra – fyrir mér – fáránlegu vinnubrögð. Ég hef margbent á það að hækkaðir vextir hækka allt verðlag, því allt þarf að fjármagna, sem gert er og framkvæmt, líka auðvitað viðskipti og verzlun, og þar með skrúfa hækkaðir vextir Seðlabanka upp kostnað, vísitölu, sem Seðlabanki notar svo Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af