fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Veitur

Stíft fundað í Reykjanesbæ – Mögulegt að það þurfi að loka starfsstöðvum – Mikið frost í kortunum

Stíft fundað í Reykjanesbæ – Mögulegt að það þurfi að loka starfsstöðvum – Mikið frost í kortunum

Fréttir
08.02.2024

Fundað er stíft í Reykjanesbæ vegna þeirrar stöðu sem er að teiknast upp vegna eldgossins norðan við Grindavík. Það er að hraun gæti runnið yfir og skemmt heitavatnslögnina til Suðurnesja og heitavatnslaust orðið á öllu svæðinu. „Við erum að fylgjast með stöðunni eins og aðrir. Aðgerðarstjórn verið að störfum síðan þessi atburður hófst og við Lesa meira

Hvergerðingar langþreyttir á blæstri úr hitavatnsborholu – „Titringur svo glamrar í lögnum“

Hvergerðingar langþreyttir á blæstri úr hitavatnsborholu – „Titringur svo glamrar í lögnum“

Fréttir
06.01.2024

Íbúar við Laufskóga og Klettahlíð í Hveragerði hafa skorað á bæjarstjórn að láta stöðva útblástur úr borholu við Klettahlíð. Mengun sé óásættanleg. Ellefu íbúar hafa undirritað skjal sem sent var til bæjarstjórnar. Í skjalinu segir að skorað sé á bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að sjá til þess að Veitur hætti alfarið útblæstri borholu sinnar við Klettahlíð. „Bæjarfulltrúar Lesa meira

Meirihluti finnur fyrir minni vatnsþrýstingi eftir framkvæmd

Meirihluti finnur fyrir minni vatnsþrýstingi eftir framkvæmd

Fréttir
02.09.2023

Margir íbúar í miðbæ Hafnarfjarðar lýsa minni vatnsþrýstingi á hitaveituvatninu eftir stóra framkvæmd Veitna í ágúst. Veitur greina eðlilegan þrýsting. Ný heitavatnslögn var tengd dagana 21. til 23. ágúst síðastliðinn. Var heitavatnslaust í öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar í um einn og hálfan sólarhring á meðan framkvæmdunum stóð. Þetta er hluti af miklum framkvæmdum sem Lesa meira

Vatnstjónið í HÍ nemur rúmlega einum milljarði

Vatnstjónið í HÍ nemur rúmlega einum milljarði

Fréttir
12.02.2021

Nýlega varð mikið vatnstjón í nokkrum byggingum Háskóla Íslands eftir að kaldavatnslögn sprakk með þeim afleiðingum að mikið magn vatns streymdi út úr henni og inn í byggingarnar. Tjónið er mikið en of snemmt er að meta það til fulls segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskólans. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segist blaðið hafa Lesa meira

Gestur ráðinn sem framkvæmdastjóri Veitna

Gestur ráðinn sem framkvæmdastjóri Veitna

Eyjan
23.07.2019

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það skýrist á næstunni hvenær Gestur hefur störf. „Það er mikil tilhlökkun að tilheyra öflugu teymi hjá traustu fyrirtæki með skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn um þá mikilvægu lífsgæðaþjónustu sem fyrirtækið veitir einstaklingum, fjölskyldum, Lesa meira

Mynd dagsins: Mikil sorg hjá Veitum – Undri er dauður

Mynd dagsins: Mikil sorg hjá Veitum – Undri er dauður

Fókus
04.01.2019

„Sú harmafregn hefur borist að gullfiskurinn Undri er dauður. Undri fannst aðframkominn og tjónaður í skólpi í hreinsistöð fráveitu í Klettagörðum árið 2006.“ Þannig hefst stuttur status á Facebook-síðu sem Veitur sjá um en þar minnast starfsmenn með mikilli sorg að gullfiskurinn Undri sé dauður. Í minningarskeyti um Undra segir: Honum var hjúkrað til heilsu Lesa meira

Höldum sambandinu órofnu – Veitur hvetja fólk í jarðframkvæmdum að afla sér upplýsinga áður

Höldum sambandinu órofnu – Veitur hvetja fólk í jarðframkvæmdum að afla sér upplýsinga áður

Kynning
30.07.2018

Hjá Veitum er nú átakið „Höldum sambandinu órofnu“ í gangi, en átakið er kynnt vel bæði á heimasíðu Veitna og í auglýsingum, þar á meðal í skemmtilegu myndbandi sem sjá má hér neðar. En um hvað snýst þetta átak og af hverju er það nauðsynlegt fyrir húseigendur? „Við hjá Veitum ákváðum að fara í þetta Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af