Myndband: Trúðurinn Pennywise – förðunarkennsla
Hrekkjavakan er 31. október næstkomandi og geta landsmenn brugðið sér í gervi núna um helgina eða þá næstu (eða jafnvel báðar). Einn af vinsælli búningum ársins í ár mun líklega verða trúðurinn Pennywise úr kvikmyndinni It sem byggð er á sögu Stephen King. Þegar leitað er á YouTube þá koma upp 285 þúsund myndbönd, sem Lesa meira
Tíminn virðist hafa staðið í stað hjá Aliciu Silverstone
Þegar þú horfir á glænýja mynd af Aliciu Silverstone, þá myndir þú ekki trúa að það séu komin 22 ár síðan hún lék Amy Heckerling í kvikmyndinni Clueless. Gula köflótta settið smellpassar enn þá á hana. Silverstone kíkti í fataskápinn áður en hún kom fram í þættinum Lip Sync Battle og klæddist hún ekki aðeins Lesa meira
Víkingur Heiðar tekur hrekkjavökuna alla leið – Heldur 3 partý á Austur
Víkingur Heiðar Arnórsson er framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Austur í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Hann er einn af þeim sem er heillaður af Hrekkjavökunni og tekur hana alltaf alla leið. „Ég vil bara hafa þetta alvöru eða sleppa því,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég er svolítið þannig að allt sem ég geri geri ég „extreme,“ ég er ekki Lesa meira
Lífið í lit – Bókin sem er að slá í gegn!
Bókin Lífið í lit eftir norska höfundinn Dagny Thurmann-Hoe er komin út. Ísland er fyrsta landið sem þýðir bókina, sem hefur fengið mjög góð viðbrögð. Guðrún Lára Pétursdóttir er þýðandi bókarinnar og segist hún hafa heillast af bókinni um leið og hún fékk eintak af henni í hendurnar. Guðrún Lára er 41 árs, gift, þriggja Lesa meira
Hún var kölluð drusla – Þær sýndu henni samstöðu
Stelpurnar í 10. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ mættu í hlýrabolum í skólann síðastliðinn fimmtudag. Það gerðu þær til að sýna samstöðu eftir að þær urðu vitni af því að nokkrir strákar í bekknum þeirra kölluðu aðra stelpu druslu á netinu. Stelpur úr skólanum hafa lent í því að vera beðnar um að „klæða sig Lesa meira
Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir
Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti Lesa meira
Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum
Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 Lesa meira
Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku
Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir Lesa meira
Kim Kardashian drakk brjóstamjólk systur sinnar
Kim Kardashian hefur viðurkennt að hún hefur drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi að reyna að ráða niðurlögum psoriasis. Raunveruleikastjarnan hefur talað opinberlega um að hún glími við psoriasis, en hún talaði fyrst um það í viðtali árið 2010. Síðan hefur hún talað reglulega um hvaða aðferðum hún hefur beitt við að halda Lesa meira
Blóð sést í fyrsta sinn í dömubindaauglýsingu
Það mætti ætla að tíðablóð væri blár vökvi miðað við allar dömubindaauglýsingar sem maður hefur séð í gegnum árin, þar sem bláleitum vökva er hellt í dömubindi. Dömubindaframleiðandinn Bodyform hefur nú birt nýja auglýsingu í nýrri herferð undir myllumerkinu #bloodnormal og í henni kemur fram eins og allir ættu að vita að konum blæðir þegar Lesa meira