Hundur sem beit manneskju fær gálgafrest
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað aflífun hunds sem beit manneskju á meðan nefndin hefur til meðferðar kæru eigandans vegna ákvörðunar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um að hundurinn verði aflífaður. Á fundi heilbrigðisnefndar í síðasta mánuði var tekið fyrir bréf Dýraþjónustu Reykjavíkur frá því í janúar þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki ákvörðun um Lesa meira
Æfing slökkviliðsins átti eftir að draga dilk á eftir sér
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru konu vegna synjunar Mosfellsbæjar á beiðni hennar um leyfi til að byggja frístundahús á lóð hennar. Í úrskurðinum kemur fram að málið megi rekja allt aftur til ársins 1993 þegar þáverandi eigandi lóðarinnar veitti slökkviliðinu leyfi til að nota hús sem stóð á lóðinni til æfinga en Lesa meira
Húnabyggð gætti ekki jafnræðis – Ákvörðun felld úr gildi í annað sinn á innan við ári
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur í annað sinn á innan við einu ári fellt úr gildi þá ákvörðun sveitarstjórnar Húnabyggðar að synja fyrirtæki um byggingarleyfi. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að sveitarfélagið hafi ekki gætt samræmis og jafnræðis í málinu. Um er að ræða fyrirtækið Brimslóð ehf. sem sótti um byggingarleyfi til að stækka fasteign Lesa meira
Langvarandi nágrannaerjur í Laugardal – Hafði sigur vegna leka af völdum framkvæmda nágrannans
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi sem byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar veitti íbúa í Laugardal til ýmissa framkvæmda á lóð sinni. Var nágranni eigandans afar ósáttur við framkvæmdirnar og sagði þær meðal annars hafa valdið því að vatn læki niður á hans lóð. Hafa nágrannarnir deilt í töluverðan tíma og hafa mál þeirra áður Lesa meira
Kærðu „hrópandi stílbrot“ í miðborginni en skorti umboð
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru sem lögð var fram í nafni húsfélags fjölbýlishúss í miðborg Reykjavíkur. Kærð var sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að aðhafast ekkert vegna útlitsbreytinga á gluggum einnar íbúðar í húsinu. Höfðu einstaklingarnir tveir sem lögðu fram kæruna fyrir hönd húsfélagsins hins vegar ekkert umboð til að leggja hana fram. Í Lesa meira
Sakar nágranna sinn um óleyfilegt sauðfjárhald – Óttast tjón vegna óþefs
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru eiganda hesthúss á Akranesi. Sagði eigandinn að nágranni hans, eigandi annars hesthúss, hefði í óleyfi haldið sauðfé. Vildi hinn ósátti eigandi meina að hann yrði fyrir ýmsum óþægindum af völdum sauðfjárhalds nágrannans og þar að auki gæti vond lykt frá fénu valdið honum fjárhagstjóni. Eigandinn ósátti sneri Lesa meira
Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru sem lögð var fram í tengslum við fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Varðar kæran synjun Matvælastofnunar á þeirri ósk að framlengja frest til að skila inn athugasemdum við tillögu að rekstrarleyfi eldisins. Sjókvíaeldið fyrirhugaða hefur reynst umdeilt. Tæplega 13.000 manns hafa skrifað undir mótmæli gegn eldinu og málið Lesa meira
Fá ekki að grafa sand upp úr Eyjafirði
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun sveitarstjórnar Hörgársveitar um að synja fyrirtækinu Gáseyrar ehf. um leyfi til efnistöku úr sjó við Gáseyri, við Eyjafjörð. Átti efnistakan að felast í því að grafa upp sand og nota hann í ýmsar framkvæmdir til að mynda vegna Dalvíkurlínu 2. Í úrskurðinum kemur fram að upphaflega sótti fyrirtækið Lesa meira
Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
FréttirMiklar deilur geysa nú í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði en eigendur íbúðar í húsinu hafa útbúið aðra íbúð í geymslum íbúðar þeirra, en búið er í geymsluíbúðinni. Hafa eigendurnir alfarið neitað því að vísa íbúum í geymslunni út og sækja um leyfi fyrir framkvæmdunum. Hefur byggingarfulltrúi bæjarins lagt dagsektir á eigendurna en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Lesa meira
Nágrannadeilur í Laugardal – Sakaði nágrannann um að reisa hættulega girðingu
FréttirTalsverðar deilur hafa geisað milli eigenda tveggja húsa í Laugardal vegna girðingar á lóðamörkum húsanna. Fullyrða eigendur annars hússins, sem höfðu frumkvæði að því að girðingin var reist, að það hafi verið gert í góðri sátt og raunar að hluta til í sameiningu en síðan hafi nágrannanum snúist hugur og þá hafi allt farið í Lesa meira