fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Úkraína

Stoltenberg hvetur Suður-Kóreu til að heimila beina vopnasölu til Úkraínu

Stoltenberg hvetur Suður-Kóreu til að heimila beina vopnasölu til Úkraínu

Fréttir
31.01.2023

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti ræðu hjá Chey Institute for Advanced Studies í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Hann hvatti Suður-Kóreu til að endurskoða þá reglu sína að ekki megi selja vopn til ríkja sem eiga í stríði. Hann vill að þetta verði endurskoðað svo Suður-Kórea geti hjálpað til við að útvega Úkraínu vopn til að verjast innrás Rússa. CNN skýrir frá þessu og segir að Stoltenberg hafi Lesa meira

Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO

Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO

Fréttir
31.01.2023

John Bolton, sem var þjóðaröryggisráðgjafi á valdatíma Donald Trump í Hvíta húsinu, segir að reka eigi Tyrkland úr NATO. Þetta sagði hann í samtali við Sænska ríkisútvarpið. Með þessum ummælum vísaði hann til þess að Tyrkir standa í vegi fyrir að Finnland og Svíþjóð fái inngöngu í varnarbandalagið. Hann sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að beita kúgun hvað varðar aðild Lesa meira

Fyrrum varnarmálaráðherra um Pútín – „Hann heldur að þetta séu örlög hans – Hann er heltekinn af þessu“

Fyrrum varnarmálaráðherra um Pútín – „Hann heldur að þetta séu örlög hans – Hann er heltekinn af þessu“

Fréttir
31.01.2023

„Hann er heltekinn af að sigra Úkraínu. Hann mun halda áfram.“ Þetta sagði Robert Gates, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og fyrirætlanir hans. Þetta sagði hann í þættinum „Meet the Press“ hjá NBC að sögn The Hill. Gates sagði að Pútín telji það „örlög sín“ að endurreisa rússneska heimsveldið. „Pútín trúir að það séu örlög hans að endurreisa rússneska heimsveldið. Eins og minn gamli lærifaðir, Zbig Brzezinski, var vanur Lesa meira

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Fréttir
31.01.2023

Um helgina var gerð drónaárás á vopnaverksmiðju í Íran. Hugsanlega mun þessi árás koma sér vel fyrir Úkraínu. Það er þó ekkert sem bendir til að Úkraína hafi staðið á bak við árásina, böndin berast að erkióvinum Írans, Ísrael. Verksmiðjan er í bænum Isfahan, sem er sunnan við Teheran, og er hún talin tengjast flugskeyta- og drónaiðnaði Írana. Rússar hafa keypt Lesa meira

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Fréttir
31.01.2023

Hinir mörgu nýju skriðdrekar sem fjöldi bandalagsríkja Úkraínu ætlar að senda til hins stríðshrjáða lands segja í raun alla söguna. Þetta er mat Arna Bård Dalhaug sem var áður hershöfðingi í norska hernum en er nú kominn á eftirlaun. „Áætlunin um að kljúfa Vesturlönd hefur mistekist hrapalega. Það er afhending skriðdrekanna enn eitt dæmið um,“ sagði hann Lesa meira

Ung rússnesk kona er talin ógn við Kremlverja

Ung rússnesk kona er talin ógn við Kremlverja

Fréttir
30.01.2023

Þessa dagana er Olesya Krivtsoya, 19 ára rússnesk kona, í stofufangelsi heima hjá móður sinni í Severodvinsk. Rússnesk yfirvöld hafa sett hana í flokk með al-Kaída, Talibönum og Íslamska ríkinu sem eru auðvitað allt þekkt hryðjuverkasamtök. Nú situr Olesya heima hjá móður sinni. Hún er með staðsetningarbúnað á öðrum ökklanum og húðflúr af Pútín á Lesa meira

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis

Fréttir
30.01.2023

Í nýrri heimildarmynd frá BBC segir Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi hótað að skjóta flugskeyti á hann. Segir Johnson að Pútín hafi hótað þessu í símtali þeirra skömmu áður en Pútín skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar á síðasta ári. „Hann ógnaði mér á ákveðinn hátt á einum tímapunkti og sagði: „Boris, ég vil ekki meiða þig Lesa meira

Er þetta svar Rússa við vestrænu skriðdrekum Úkraínumanna?

Er þetta svar Rússa við vestrænu skriðdrekum Úkraínumanna?

Fréttir
30.01.2023

Það bættist enn við höfuðverk Rússa hvað varðar stríðið í Úkraínu í síðustu viku þegar Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu að þeir muni senda úkraínska hernum fullkomna skriðdreka á næstunni. Þjóðverjar höfðu lengi vel þráast við að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu og vildu ekki heimila öðrum ríkjum, sem eiga slíka skriðdreka, að senda þá til Úkraínu. Lesa meira

Segja að Rússar hefji hugsanlega stórsókn í febrúar eða mars

Segja að Rússar hefji hugsanlega stórsókn í febrúar eða mars

Fréttir
30.01.2023

Það er hugsanlegt að her Vladímír Pútíns hefji stórsókn í Úkraínu í febrúar eða mars. Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum, bæði innanbúðarmönnum og ráðgjöfum í Kreml. Þessar upplýsingar styðja við það sem Úkraínumenn, NATO og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að undanförnu um væntanlega stórsókn Rússa. Ef sóknin hefst innan næstu 4 til 8 vikna þá verður það líklega áður en Úkraínumenn fá þá Lesa meira

Rússnesk skólabörn verða að læra meðferð riffla og handsprengja – „Aðferð til að gera stríð eðlilegt“

Rússnesk skólabörn verða að læra meðferð riffla og handsprengja – „Aðferð til að gera stríð eðlilegt“

Fréttir
30.01.2023

Nú í janúar var byrjað að kenna eitt og annað tengt hernaði í sumum rússneskum skólum. Um tilraunaverkefni er að ræða en í september verður skrefið stigið til fulls og nám af þessu tagi gert að skyldu, bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Rússneskir nemendur munu því læra að nota skotvopn og handsprengjur. Breska varnarmálaráðuneytið skýrir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af