Rússar seldu 3,6 tonn af gulli til að mæta hallarekstri ríkisins
FréttirRússneska ríkið seldi nýlega 3,6 tonn af gulli til að draga úr hallarekstri en í hallareksturinn í janúar var sem nemur 2.300 milljörðum íslenskra króna. Útgjöldin jukust um 58,7% miðað við janúar á síðasta ári og tekjurnar lækkuðu um 35,1% miðað við janúar á síðasta ári. Þessi mikli hallarekstur þýðir að nú þegar er ríkissjóður búinn að Lesa meira
Loforð um skriðdreka styrkja Úkraínu – Einnig áður en skriðdrekarnir koma á vígvöllinn
FréttirLoforð Vesturlanda um að láta úkraínska hernum skriðdreka í té auka baráttuvilja hermanna og bæta móralinn meðal þeirra. Þetta hefur einnig í för með sér að hershöfðingjar eru viljugri til að taka áhættu en áður. Skriðdrekarnir verða ekki tilbúnir til notkunar í Úkraínu fyrr en eftir nokkra mánuði en þeir hafa nú þegar áhrif á Lesa meira
Segir að nú geti Úkraínumenn tekið meiri áhættu en áður
FréttirÚkraínumenn eiga skriðdreka og nota þá í stríðinu gegn rússneska innrásarhernum. Nú hefur verið staðfest að Vesturlönd munu senda þeim nokkur hundruð skriðdreka til viðbótar og það gefur þeim tækifæri til að „leyfa sér“ að taka meiri áhættu en áður með þeim skriðdrekum sem þeir eiga núna. Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í Lesa meira
Zelenskyy biður um orustuþotur – Einu heldur hann leyndu
FréttirVolodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, heimsótti Bretland og Brussel í gær og fyrradag og ræddi við ráðamenn og ávarpaði breska þingið og þing ESB. Það sem lá honum einna þyngst á hjarta var þörf Úkraínumanna fyrir orustuþotur frá bandamönnum sínum. Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpu ári hafa Vesturlönd séð Úkraínu Lesa meira
Nýtt ofurvopn á leið til Úkraínu – Getur breytt gangi mála
Fréttir„Ef það er hægt að flýta þessu, þá getur það svo sannarlega breytt stöðunni á vígvellinum.“ Þetta sagði Andriy Zagorodnyuk, fyrrum varnarmálaráðherra Úkraínu að sögn Reuters. Þarna var hann að ræða um „Ground Launched Small Diameter Bomb“ (GLSDB), sem er meðal þeirra vopna sem eru að finna í nýjasta hjálparpakka Bandaríkjanna til Úkraínu, og afhendingu vopnsins til Úkraínu. Lesa meira
Rússi sektaður fyrir að dreyma Zelenskyy
FréttirÍ desember var Ivan Losey, sem býr í Chita í Síberíu í Rússlandi, fundinn sekur um að hafa gert lítið úr rússneska hernum og sektaður um 30.000 rúblur. Hann hafði unnið sér það til saka að lýsa næturdraumi sínum á samfélagsmiðlum. Sky News skýrir frá þessu og segir að Losey hafi dreymt að hann hefði verið kallaður til herþjónustu og verið fluttur Lesa meira
Rússar fjölga í herliði sínu í austurhluta Úkraínu – Telja stórsókn yfirvofandi
FréttirNú streyma rússneskir hermenn og hergögn til hertekinna svæða í austurhluta Úkraínu. Svo hratt streyma hermenn og hergögn til svæðisins að háttsettir úkraínskir herforingjar hafa varað við að yfirvofandi stórsókn Rússa og telja að hún hefjist jafnvel í næstu viku. Héraðsstjórinn í Luhansk sagði í úkraínsku sjónvarpi á mánudaginn að Rússar hafi sent liðsauka til héraðsins og Lesa meira
Lævís yfirmaður rússneska heraflans hefur kosti sem Pútín metur meira en allt annað
FréttirFrá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hefur Valery Gerasimov, æðsti hershöfðingi rússneska hersins, verið gagnrýndur harðlega af mörgum fyrir slælega frammistöðu rússneska hersins. Nýlega kom Vladímír Pútín, forseti, flestum á óvart þegar hann fól Gerasimov að stýra aðgerðum hersins í Úkraínu en þetta gerði hann aðeins þremur mánuðum eftir að hann setti Sergey Surovikin yfir innrásarherinn. Þessi ákvörðun Pútíns endurspeglar afgerandi pólitísk forgangsverkefni hans. Eitt sinn Lesa meira
Segja að Rússar ætli að „Rússlandsvæða“ hertekin svæði með nýjum kosningum
FréttirRússar hafa í hyggju að „Rússlandsvæða“ herteknu svæðin í Úkraínu enn frekar með því að efna til kosninga þar þann 10. september en þann dag fara kosningar fram í Rússlandi. Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 6 February 2023 Lesa meira
Segja að Pútín sé tregur til að gera nauðsynlegar breytingar
FréttirSérfræðingar hafa varpað ljósi á hvað brýst um í huga Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og „hiks hans við ákvarðanatöku á stríðstímum“. Líklegt er að Pútín reyni að forðast að taka áhættusamar ákvarðanir sem geta ógnað völdum hans eða leitt til stigmögnunar stríðsins eða dregið aðrar þjóðir inn í það. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Institute for the Study Lesa meira