Pútín með tilboð – Græddu í Úkraínu
FréttirNú hefur stríðið í Úkraínu staðið yfir í rúma fimm mánuði. Úkraínumenn vantar vopn en rússneska innrásarliðið vantar hermenn. Ekki er hægt að segja að það hljómi aðlaðandi að vera hermaður í rússneska hernum þessa dagana í ljósi mikils mannfalls hans í Úkraínu. Samkvæmt opinberum rússneskum tölum hafa 3.800 rússneskir hermenn fallið. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja Lesa meira
Segir að Kína sé sofandi hundur sem Vesturlönd geti vakið og sigað á Rússland
FréttirVerður 21. öldin, öld Kína? Það er ekki öruggt en það er algjörlega öruggt að Rússland er tapari aldarinnar. Rússland mun hnigna, verða ófært um að nýta náttúruauðlindir sínar á áhrifaríkan hátt, veikist þar af leiðandi en getur eyðilagt en ekki sigrað minna evrópskt nágrannaríki. Svona hefst grein eftir Per Nyholm, fyrrum blaðamann hjá Jótlandspóstinum, í Jótlandspóstinum í Lesa meira
Rússar senda hersveitir frá Kyrrahafseyjum til Úkraínu – Gæti verið snjall leikur hjá Pútín
FréttirRússa bráðvantar hermenn til að berjast í Úkraínu en þeir hafa orðið fyrir miklu mannfalli þar og hafa ekki náð þeim hernaðarlegu markmiðum sem þeir settu sér fyrir innrásina. Engar rússneskar hersveitir sleppa því við að leggja sitt af mörkum og senda hermenn til Úkraínu. Einkennismerki fallinna hermanna sýna að þeim var flogið um 8.000 Lesa meira
Telja Rússa vera í valþröng
FréttirÞað er barist í Donbas og Kherson í Úkraínu að því er segir í daglegri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins í morgun. Segir ráðuneytið að Rússar séu nú í ákveðinni valþröng í Úkraínu. Telur ráðuneytið að Rússar þurfi að velja á milli þess að bæta við herafla sinn í austurhluta Úkraínu, þar sem þeir hafa reynt að sækja fram, eða styrkja Lesa meira
„Skrímslahermenn“ úr úkraínskum rannsóknarstofum og fleiri ótrúlegar staðhæfingar Rússa
FréttirRannsóknarstofur í Úkraínu þar sem tilraunir hafa verið gerðar á hermönnum og þeim breytt í skrímsli. Allt með stuðningi Bandaríkjamanna. Þetta er svo ótrúlegt að þetta gæti verið söguþráðurinn í nýrri kvikmynd um Max Otto von Stierlitz, sem er rússneska útgáfan af James Bond. En þetta er ekki tekið úr kvikmynd, þetta eru ásakanir sem háttsettir rússneskir stjórnmálamenn hafa Lesa meira
Rússneskir hermenn sendir í stríð eftir viku þjálfun – „Bein leið á sjúkrahús eða í líkpoka“
FréttirÞjálfun í eina viku og síðan beint í stríðið í Úkraínu. Þannig er staðan fyrir marga rússneska hermenn þessar vikurnar. The Moscow Times ræddi við 31 árs gamlan hermann sem sagði að aðeins tveimur vikum eftir að hann skráði sig í herþjónustu hafi hann verið sendur til Úkraínu. Þá hafði hann í heildina fengið fimm daga þjálfun. „Það Lesa meira
Úkraínumenn reyna að rjúfa birgðakeðjur Rússa með HIMARS-flugskeytum
FréttirÚkraínumenn reyna að hæfa birgðakeðjur Rússa og hin fullkomnu flugskeyti sem þeir hafa fengið frá Vesturlöndum veita þeim góða möguleika til að gera það. Þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu lentu þeir í miklum vandræðum með að koma eldsneyti og mat til víglínunnar. Úkraínumenn beindu spjótum sínum þá af miklum krafti að birgðakeðjum Rússa Lesa meira
Segir að Rússar séu að missa móðinn – Verða að gera hlé á hernaðaraðgerðum
FréttirLíklega mun rússneski herinn gera einhverskonar hlé á hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu á næstu vikum. Ástæðan er að Rússar eiga í sífellt meiri erfiðleikum við að útvega hermenn til að berjast í stríðinu. Þetta er mat Richard Moore, yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6. „Ég held að þeir séu að missa móðinn,“ sagði hann á Aspen Security Forum sem fer fram í Colorado í Lesa meira
CIA segir að 15.000 Rússar hafi fallið í Úkraínu
FréttirFrá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa 15.000 rússneskir hermenn fallið og 45.000 hafa særst. Þetta sagði William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, í nótt. Hann sagði einnig að Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu manntjóni. Orð Burns féllu á ráðstefnu um öryggismál í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Nú eru tæplega fimm mánuðir síðan Rússar réðust á Úkraínu. Á þeim tíma Lesa meira
Rússar skutu eigin herþotu niður yfir Úkraínu
FréttirSvo virðist sem Rússar hafi skotið eina af herþotum sínum niður yfir austurhluta Úkraíu. Þetta er enn ein niðurlægingin fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og rússneska herinn sem hefur ekki komist nálægt því að ná þeim markmiðum sem Rússar höfðu sett sér þegar þeir réðust inn í Úkraínu. Daily Mail segir að á myndum sjáist logandi flugvél hrapa til jarðar í Alchevsk í Luhansk. Lesa meira