Pútín segir að hægt verði að taka ofurhljóðfrá Zirkon flugskeyti í notkun fljótlega – Sérfræðingur segir það ekki mikið áhyggjuefni fyrir Úkraínu
FréttirÁ sunnudaginn var haldið upp á „Dag flotans“ í Rússlandi. Þetta er mikill hátíðisdagur í Rússlandi og af þeim sökum voru hersýningar, flugeldasýningar og auðvitað ræðuhöld. Vladímír Pútín, forseti, flutti að sjálfsögðu ávarp og sagði meðal annars að innan nokkurra mánaða verði byrjað að koma Zirkon flugskeytum á herskipum. Eflaust fór kaldur hrollur um einhverja sem heyrðu þetta því Zirkon eru ofurhljóðfrá og geta dregið Lesa meira
Fyrrum hershöfðingi hrósar Úkraínumönnum – Fullkominn hernaðartækni 21. aldarinnar
FréttirÍ nýrri greiningu Mick Ryan, fyrrum hershöfðingja í ástralska hernum og núverandi meðlim hugveitunnar CSIS, sem helgar sig öryggismálum og stjónmálum, lýsir hann hvernig Úkraínmönnum hefur tekist að halda aftur af stórum her Rússa. Segir hann þá hafa sýnt mikla herkænsku og hafi fullkomið vald á hernaðartækni 21. aldarinnar. Hann fer yfir þetta í langri færslu á Twitter og segir meðal annars: „Úkraínumenn Lesa meira
Náinn bandamaður Pútíns birti mynd af framtíðarskipan Úkraínu
Fréttir„Hann er orðinn brjálaður. Hann lætur klikkuð ummæli falla. Hann hatar Vesturlönd og þetta er allt saman í báli og brandi. Ég vil eiginlega kalla þetta ofurættjarðarást á sterum.“ Þetta sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur við Dansk Institut for Internationale Studier, um þá taktík sem Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, beitir þessar vikurnar. Þessi taktík sést vel á tveimur landakortum sem Medvedev birti nýlega á Telegram. Landakortin sýna Lesa meira
Telur að Rússar séu að tapa stríðinu – Það hefur aukna hættu í för með sér
FréttirRússneski björnin hefur ekki verið viðkvæmari síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Það gerir hann enn hættulegri. Þetta er mat Tormod Heier, prófessors við norska herskólann. Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagðist hann telja að Rússland hafi ekki verið svo viðkvæmt síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Ástæðan er fjöldi mistaka sem Rússar hafa gert í stríðinu í Úkraínu. Hann sagði að Lesa meira
Rússneska leyniþjónustan stöðvaði bíræfna tilraun Úkraínumanna – Afhjúpaði um leið of mikið
FréttirRússneska leyniþjónustan, FSB, kom nýlega upp um aðgerð úkraínsku leyniþjónustunnar, SBU, sem gekk út á að lokka rússneska herflugmenn til að ganga til liðs við Úkraínumenn og taka flugvélar sínar með. Rússar segja að Vesturlönd hafi aðstoðað við þessa aðgerð Úkraínumanna. En hvort sem það er rétt eður ei þá liggur fyrir að málið þróaðist á furðulegan Lesa meira
Wagner-hópur Pútíns og vina hans virðist hafa náð árangri í Donbas – Segir ákveðna sögu um stöðu mála hjá Pútín
FréttirBreska varnarmálaráðuneytið telur að Wagner-hópurinn hafi náð ákveðnum árangri í Donbas. Um her málaliða er að ræða og reynir hann að láta lítið fyrir sér fara opinberlega en er þekktur fyrir mikla grimmd og fólskuverk. Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafa vangaveltur verið uppi um áhrif og hlutverk hópsins í stríðinu. Nú virðist hann hafa náð Lesa meira
Ný stöðuskýrsla – Úkraínumenn sækja á í Kherson
FréttirBreska varnarmálaráðuneytið birti daglega stöðuskýrslu sína um gang stríðsins í Úkraínu fyrir stundu. Þar kemur fram að svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð ákveðnum árangri í sókn sinni í Kherson. Segir ráðuneytið að þeim hafi tekist að skemma að minnsta kosti þrjár brýr með langdrægum vopnum sínum. Þetta eru brýr yfir ána Dnipro sem Rússar hafa notað til Lesa meira
Zelenskyy segir að 40.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu
FréttirVolodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi, eins og hann gerir á hverju kvöldi, og ræddi um mikið mannfall rússneska hersins í stríðinu í Úkraínu. „Í fjóra mánuði hafa rússnesk yfirvöld ekki veitt rússnesku þjóðinni neinar upplýsingar, ekki einu sinni ritskoðaðar, um mannfallið. Það hefur verið algjör þögn. Ekkert hefur verið birt eða sagt í Lesa meira
Segir afgerandi vikur fram undan í stríðinu – HIMARS fer illa með Rússa og breytir gangi stríðsins
FréttirÞú hefur hugsanlega séð myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem gríðarlegar sprengingar eiga sér stað að næturlagi í Úkraínu. Síðan birtast myndir af því sem líkjast einna helst yfirborði tunglsins. En þetta eru ekki myndir frá tunglinu heldur af stöðum sem Úkraínumenn hafa skotið á með bandaríska HIMARS flugskeytakerfinu. Rússneskar skotfærageymslur hafa verið aðalskotmörk þeirra að undanförnu og Lesa meira
Eru Rússar að verða uppiskroppa með vopn? Skjóta loftvarnaflaugum á skotmörk á jörðu niðri
FréttirRússneskar hersveitir hafa að undanförnu skotið S-300 loftvarnaflaugum á skotmörk á jörðu niðri í Úkraínu. Þetta hefur vakið upp vangaveltur um hvort þeir séu að verða uppiskroppa með vopn og skotfæri og glími við vanda varðandi birgðaöflun og birgðaflutninga. S-300 loftvarnaflaugarnar voru hannaðar til varna gegn loftárásum og árásum með flugskeytum. Þær komu fram á sjónarsviðið 1979. Daily Mail segir Lesa meira