Segja að svona undirbúi Rússar sig undir vetrarstríð
FréttirVeturinn nálgast í Úkraínu eins og annars staðar á norðurhveli jarðar. Leyniþjónusta úkraínska hersins hefur skýrt frá því á Telegram hvernig rússneski herinn undirbýr sig fyrir stríð í Úkraínu í vetur. Byggist þetta á upplýsingum sem leyniþjónustan segist hafa aflað sér. Ef marka má það sem Úkraínumenn segja þá vinna Rússar að því hörðum höndum að undirbúa Lesa meira
Zelenskyy segir að Rússar hafi verið hraktir frá 6.000 ferkílómetrum lands
FréttirÞað sem af er september hafa úkraínskar hersveitir hrakið rússneskar hersveitir frá um 6.000 ferkílómetrum lands og frelsað það úr höndum innrásarliðsins. Þetta segir Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, að sögn AFP og Reuters. Þessi árangur hefur náðst í norðaustur- og suðurhluta landsins. Bandarísk yfirvöld telja að Rússar hafi hörfað frá nær öllum þeim svæðum sem þeir höfðu á sínu valdi Lesa meira
Rússar flúðu með skottið á milli lappanna – Skildu tugi ökutækja eftir
FréttirÞegar úkraínski herinn braust í gegnum varnarlínur Rússa í austurhluta landsins lá rússneskum hermönnum mikið á að flýja, svo mikið að þeir skildu mikið magn vopna og skotfæra eftir. Eða eins og úkraínski herinn sagði í hæðnislegri færslu á Twitter: „Rússneski herinn er orðinn stærsti vopnabirgir okkar“. Á myndum sem hafa birst frá austurhluta landsins má Lesa meira
Stríðið gagnrýnt í rússnesku sjónvarpi – „Fyrirgefðu, hverju erum við að bíða eftir?“
FréttirGangur stríðsins í Úkraínu setur mark sitt á rússneska fjölmiðla. Þeir sæta hörðum skilyrðum um hvað má segja og hvað má ekki segja og liggja þungar refsingar við brotum á þeim reglum sem ráðamenn í Kreml hafa sett til að geta stýrt fréttaflutningi til þjóðarinnar. En á sunnudaginn kom til harðra orðaskipta á sjónvarpsstöðinni NTV. Stjórnmálamaður sagði þá Lesa meira
Æðsti yfirmaður úkraínska hersins boðar stórorustu um Krím
FréttirÓhætt er að segja að Úkraínumenn hafi komið Rússum, og jafnvel umheiminum, á óvart síðustu daga með óvæntri sókn sinni í Kharkiv. Þeir hafa náð öllu héraðinu á sitt vald og hrakið Rússa á flótta. Svo virðist sem sóknin hafi komið Rússum algjörlega í opna skjöldu og virðast þeir hafa átt fótum fjör að launa, Lesa meira
Skyndisókn Úkraínumanna afhjúpar veikleika rússneska hersins
FréttirSkyndisókn Úkraínumanna í Kharkiv hefur borið góðan árangur og þeir hafa sótt langt fram og náð að frelsa héraðið úr klóm Rússa. Rússneskir hermenn eru á flótta og hafa skilið eftir mikið af hergögnum og skotfærum. Sérfræðingar segja að skyndisóknin og sá góði árangur sem hún hefur borið afhjúpi veikleika rússneska hersins. Ef Úkraínumönnum tekst að halda Lesa meira
Gagnrýni á stríð Pútíns kraumar í Rússlandi – „Þetta er því auðvitað slæm staða fyrir Pútín“
FréttirEftir gagnsóknir Úkraínumanna í Kherson og Kharkiv hefur gagnrýni á stríð Pútíns færst í aukana á þeim samfélagsmiðlum sem Rússar hafa enn aðgang að. Í rússneskum fjölmiðlum, sem sæta harðri ritskoðun, er hin opinbera skýring á ósigrum rússneska hersins sú að verið sé að „endurskipuleggja“ herdeildir og því hafi þær verið kallaða frá þeim svæðum í Kherson og Kharkiv sem Úkraínumenn hafa náð á sitt Lesa meira
Úkraínskir hermenn komnir að rússnesku landamærunum – Hafa náð nær öllu Kharkiv á sitt vald
FréttirÚkraínskir hermenn eru komnir að rússnesku landamærunum í Kharkiv-héraði og hafa náð öllu héraðinu á sitt vald. Rússar hafa hörfað frá héraðinu og reyna nú að stöðva sókn Úkraínumanna við nýjar varnarlínur. Síðdegis í gær náðu úkraínskir hermenn bænum Kozacha Lopan á sitt vald en hann er um tvo kílómetra frá rússnesku landamærunum. Bandaríska hugveitan Institute Lesa meira
Segir að Pútín eigi fjóra kosti núna
FréttirÚkraínumenn hafa sótt fram af krafti síðustu sólarhringa og hrakið Rússa frá stórum landsvæðum og hafa náð fjölda bæja og borga á sitt vald í Kharkiv. Þeir sækja einnig fram í Kherson en mun hægar enda var sú sókn hugsuð sem blekkingaraðgerð til að lokka Rússa frá Kharkiv og það tókst. Ef sigurganga Úkraínumanna heldur áfram þá verður Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, að Lesa meira
Segja Rússa vera að hefna sín – Réðust á rafstöðvar
FréttirRússar gerðu flugskeytaárásir á rafstöðvar og spennistöðvar í Kharkiv í Úkraínu í gærkvöldi. Úkraínumenn segja að um hefnd Rússa sé að ræða vegna hrakfara þeirra í Kharkiv síðustu sólarhringa en Úkraínumenn hafa hrakið þá frá stóru landsvæði og náð mikilvægum bæjum og borgum á sitt vald. Rafmagnslaust er í stærsta hluta Kharkiv og einnig vatnslaust. Lesa meira