fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Úkraína

Úkraínumenn hafa náð rúmlega 300 þorpum og bæjum á sitt vald

Úkraínumenn hafa náð rúmlega 300 þorpum og bæjum á sitt vald

Fréttir
14.09.2022

Frá 6. september hafa úkraínskar hersveitir náð rúmlega 300 þorpum og bæjum á sitt vald í Kharkiv en þar hafa þeir hrakið Rússa frá tæplega 4.000 ferkílómetrum lands. Hanna Maliar, varavarnarmálaráðherra Úkraínu, skýrði frá þessu í gær. Hún sagði að 150.000 Úkraínumenn, hið minnsta, hafi búið á þessu svæði á meðan á hernámi Rússa stóð. Hún sagði að Lesa meira

Mikilvæg rússnesk herdeild beið afhroð í Kharkiv

Mikilvæg rússnesk herdeild beið afhroð í Kharkiv

Fréttir
14.09.2022

Rússneski herinn hefur beðið marga ósigra að undanförnu í Úkraínu og hefur hörfað frá Kharkiv. Hafa Úkraínumenn náð mörg þúsund ferkílómetrum lands úr höndum Rússa. Þeir hafa náð fjölda þorpa, bæja og borga á sitt vald og valdið Rússum miklu tjóni. Skyndisókn Úkraínumanna í Kharkiv gekk framar öllum vonum og í Kharkiv fékk 1. skriðdrekaherdeild rússneska hersins að finna fyrir Lesa meira

Úkraínskir hermenn munu fá þjálfun í Danmörku

Úkraínskir hermenn munu fá þjálfun í Danmörku

Fréttir
14.09.2022

Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, heimsótti Kyiv í gær og fundaði með úkraínskum ráðamönnum. Hann tilkynnti að Úkraínumenn hafi þáð boð danskra stjórnvalda um að úkraínskir hermenn fái þjálfun í Danmörku. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að Bødskov hafi ekki viljað skýra frá hversu margir úkraínskir hermenn muni koma til Danmerkur í þjálfun eða hvenær þeir fyrstu koma. Í ágúst var Lesa meira

Rússneski herinn gagnrýndur í beinni sjónvarpsútsendingu – „Þeir hafa séð of margar hasarmyndir“

Rússneski herinn gagnrýndur í beinni sjónvarpsútsendingu – „Þeir hafa séð of margar hasarmyndir“

Fréttir
14.09.2022

Hrakfarir rússneska hersins í Úkraínu voru ræddar af kappi í beinni útsendingu á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 á mánudaginn. Áhorfendur heyrðu þar ýmis orð sem eru ekki notuð af áróðursmaskínu yfirvalda. Þátttakendur í umræðuþætti, sem var stýrt af Vladimir Solovjov, ræddu stöðuna í Úkraínu eftir árangursríkar gagnsóknir Úkraínumanna. Skyndilega tók umræðan óvænta stefnu þegar Karen Shakhazarov, kvikmyndaleikstjóri, tók orðið. Hann Lesa meira

Rússneskir herforingjar sagðir flýja frá Krím

Rússneskir herforingjar sagðir flýja frá Krím

Fréttir
14.09.2022

Leyniþjónustumenn, herforingjar og úkraínskir samverkamenn Rússa eru nú sagðir reyna að selja hús sína á Krímskaga og flýja þaðan. Rússar hertóku Krímskaga 2014 og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið. Í kjölfar sigra úkraínska hersins í Kharkiv og Kherson að undanförnu hefur ótti gripið um sig meðal Rússa á Krím. Úkraínska leyniþjónustan segist hafa heimildir fyrir þessu en hún skýrði frá Lesa meira

Skýrsla segir aðra sögu um stöðu rússneska efnahagslífsins en Pútín segir

Skýrsla segir aðra sögu um stöðu rússneska efnahagslífsins en Pútín segir

Fréttir
13.09.2022

Staða rússnesks efnahagslíf er miklu verri en Vladímír Pútín, forseti, vill vera láta. Hann og aðrir leiðtogar landsins bera sig vel á opinberum vettvangi þegar staða efnahagsmála kemur til umræðu en á bak við tjöldin ríkja miklar áhyggjur af stöðu mála. Þetta kemur fram í skýrslu, sem var lekið úr stjórnkerfinu. Bloomberg skýrir frá þessu. Það voru rússneskir embættismenn Lesa meira

Segir að næstu skref Rússa í stríðinu verði blóðug

Segir að næstu skref Rússa í stríðinu verði blóðug

Fréttir
13.09.2022

Rússar eru undir miklum þrýstingi í Úkraínu. Á einni viku hafa Úkraínumenn hrakið þá frá um 6.000 ferkílómetra landsvæði og náð því aftur á sitt vald. Mörg hundruð þorp, bæir og borgir hafa verið frelsaðar úr höndum Rússa. Þar á meðal lykilborgirnar Izyum og Kupjansk í Kharkiv. En hvað munu Rússar og Úkraínumenn gera næst? TV2 leitaði svara við því hjá tveimur Lesa meira

Pútín rak hershöfðinga eftir aðeins 16 daga – Ósigurinn í austurhluta Úkraínu er ástæðan

Pútín rak hershöfðinga eftir aðeins 16 daga – Ósigurinn í austurhluta Úkraínu er ástæðan

Fréttir
13.09.2022

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er sagður hafa rekið Roman Berdnkov, hershöfðingja, úr starfi eftir niðurlægjandi ósigur Rússar í Kharkiv um helgina. Berdnikov var skipaður yfirmaður rússneska hersins í vesturhluta Úkraínu þann 26. ágúst. Daily Mail skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Berdnikov sé sagður hafa brugðist í að halda yfirráðum Rússa yfir stórum úkraínskum landsvæðum  í Kharkiv. Skyndisókn Úkraínumanna í Kharkiv virðist hafa komið Lesa meira

Vaxandi ókyrrð í Rússlandi – 18 stjórnmálamenn krefjast afsagnar Pútíns

Vaxandi ókyrrð í Rússlandi – 18 stjórnmálamenn krefjast afsagnar Pútíns

Fréttir
13.09.2022

Leiðtogar 18 stjórnsýsluhverfa í Moskvu, St Pétursborg og Kolpino hafa skrifað undir kröfu um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segi af sér embætti. Þetta sést á mynd af listanum sem var birt á Twitter í gær af Ksenia Thorstrom, leiðtoga Semenovsky hverfisins í St Pétursborg. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í yfirlýsingunni segi meðal annars að aðgerðir Pútíns séu „skaðlegar fyrir Rússland og framtíð íbúa landsins“. Bæjarstjórnin í Lomonovsky-hverfinu í Moskvu skrifaði einnig að stefna Pútíns sé „algjörlega Lesa meira

Segir að sigurinn í Kharkiv sé aðeins fyrsti hluti af snjallri hernaðaráætlun – Gæti verið upphafið að endinum

Segir að sigurinn í Kharkiv sé aðeins fyrsti hluti af snjallri hernaðaráætlun – Gæti verið upphafið að endinum

Fréttir
13.09.2022

„Um helgina áttu sögulegir atburðir sér stað á úkraínskum vígvöllum. Á fjórum dögum náðu Úkraínumenn næstum öllu Kharkiv-héraðinu í austurhluta landsins á sitt vald. Samkvæmt síðustu tilkynningum frá Úkraínumönnum hafa þeir endurheimt um 6.000 ferkílómetra landsvæði. Óháðir sérfræðingar telja að landsvæðið sé enn stærra.“ Svona hefst grein eftir Jacob Kaarsbo, sérfræðing hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðing hjá leyniþjónustu Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af