fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Úkraína

Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu

Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu

Fréttir
16.09.2022

Bandaríkin senda Úkraínumönnum enn einn skammtinn af vopnum til að nota í stríðinu gegn Rússum. Joe Biden, forseti, tilkynnti þetta í nótt að íslenskum tíma. Nú verða send vopn og búnaður að verðmæti 600 milljóna dollara. Meðal annars er um langdræg Himars-flugskeyti að ræða en Úkraínumenn hafa áður fengið þau og hafa notað með mjög góðum árangri gegn Lesa meira

Páfinn blandar sér í málið – Segir í lagi að senda vopn til Úkraínu

Páfinn blandar sér í málið – Segir í lagi að senda vopn til Úkraínu

Fréttir
16.09.2022

Það er ekkert athugavert við að senda vopn til Úkraínumanna. Að minnsta kosti ekki að mati Frans I páfa. Þetta sagði hann við fréttamenn á fréttamannafundi í flugvél þegar hann var á leið heim til Rómar frá Kasakstan í gær. Einn af fréttamönnunum spurði hann hvort það sé „siðferðilega í lagi“ að önnur ríki sendi Úkraínumönnum vopn. Lesa meira

Gagnrýnisraddir í Rússlandi ræða um að herða stríðsreksturinn í Úkraínu

Gagnrýnisraddir í Rússlandi ræða um að herða stríðsreksturinn í Úkraínu

Fréttir
16.09.2022

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ekki viljað ljá máls á að lýsa yfir stríði gegn Úkraínu og heldur sig fast við að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða. Ef hann lýsir yfir stríði er hægt að virkja rússnesku stríðsmaskínuna að fullu og kalla menn til herþjónustu. En innan flokks hans vilja margir að stríði verði lýst yfir. Lesa meira

Kokkur Pútíns reynir að fá fanga til að ganga til liðs við rússneska herinn

Kokkur Pútíns reynir að fá fanga til að ganga til liðs við rússneska herinn

Fréttir
16.09.2022

Ósigur rússneska hersins í Kharkiv hefur gert Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, berskjaldaðan fyrir gagnrýni. Sumir sérfræðingar í rússneskum málefnum telja því líklegt að Pútín muni reka varnarmálaráðherrann til að létta þrýstingi af sjálfum sér. En það eru fleiri vandamál sem steðja að Pútín. Peningar flæða úr ríkissjóði því stríðsrekstur er kostnaðarsamur og refsiaðgerðir Vesturlanda gera hlutina ekki auðveldari. En þar með er ekki Lesa meira

Hvað þarf til, til að Pútín verði steypt af stóli?

Hvað þarf til, til að Pútín verði steypt af stóli?

Fréttir
16.09.2022

Rússneski herinn hefur farið halloka í Úkraínu að undanförnu og hafa Úkraínumenn unnið góða sigra í Kharkiv og Kherson og náð stórum landsvæðum úr höndum Rússa. Á sama tíma vex andstaðan við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, í Rússlandi. Aðdáun rússneskra fjölmiðla, sem lúta stjórn yfirvalda, á stríðinu er farin að dvína og óánægjan er farin að skína í gegn á pólitíska sviðinu. Lesa meira

Skelfileg uppgötvun í Izyum – Zelenskyy vill að heimsbyggðin sjái þetta

Skelfileg uppgötvun í Izyum – Zelenskyy vill að heimsbyggðin sjái þetta

Fréttir
16.09.2022

Í borginni Izyum, sem Úkraínumenn frelsuðu nýlega úr höndum Rússa, hafa Úkraínumenn fundið fjöldagröf með um 440 líkum. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, staðfesti þetta í gærkvöldi og sagði að „Rússar skilji alls staðar dauða eftir sig“. Sky News skýrir frá þessu og vitnar í upplýsingar frá lögreglunni í Izyum. „Þetta er ein stærsta fjöldagröfin sem við höfum nokkru sinni fundið,“ sagði Serhii Bolvinov, Lesa meira

Segir að Úkraínumenn eigi möguleika á að „kasta Rússum út“

Segir að Úkraínumenn eigi möguleika á að „kasta Rússum út“

Fréttir
15.09.2022

Rússar eru „greinilega undir þrýstingi og þeir geta hugsanlega brotnað“ í borginni Kherson sem er mjög mikilvæg, hernaðarlega séð. Þetta segir Michael Clarke, prófessor og hernaðarsérfræðingur. Sky News skýrir frá þessu. Hann sagði að ef Úkraínumenn nái borginni Kherson á sitt vald sé það „stór sigur“. Hann sagði að sigrar Úkraínumanna í Kharkiv séu mikilvægir en ef þeir nái Kherson sé það „mjög þýðingarmikið“. Kherson er rétt norðan Lesa meira

Segir að þetta óttist Pútín og það ekki að ástæðulausu

Segir að þetta óttist Pútín og það ekki að ástæðulausu

Fréttir
15.09.2022

Í kjölfar hrakfara rússneska hersins í Kharkiv og Kherson síðustu daga er farið að bera á gagnrýni á Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, í Rússlandi. Meira að segja stjórnmálamenn eru farnir að gagnrýna hann. Nýlega skrifuðu 18 sveitarstjórnarmenn undir kröfu um afsögn Pútíns og fóru fram á að hann verði ákærður fyrir landráð. Eins og DV skýrði frá nýlega þá var einnig rætt óvenju opinskátt Lesa meira

Segja að Pútín hafi fengið það sem hann vildi – Réðst samt sem áður inn í Úkraínu

Segja að Pútín hafi fengið það sem hann vildi – Réðst samt sem áður inn í Úkraínu

Fréttir
15.09.2022

Áður en Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, skipaði rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu hafði hann margoft sagt að ein af aðalástæðunum fyrir óánægju hans með nágranna sína væri að þeir vildu verða meðlimir í NATO. Að Rússar vildu ekki fá bandalagið nær landamærum sínum. Reuters segir að samkvæmt upplýsingum frá þremur ónafngreindum heimildarmönnum, sem eru sagðir standa nærri rússneskum Lesa meira

Segir að Pútín sé með ás uppi í erminni og geti snúið stöðunni í Úkraínu við

Segir að Pútín sé með ás uppi í erminni og geti snúið stöðunni í Úkraínu við

Fréttir
15.09.2022

Rússar eru í miklum vandræðum í Úkraínu eftir gagnsóknir Úkraínumanna síðustu daga. Hefur Úkraínumönnum tekist að endurheimta stór landsvæði sem Rússar höfðu hernumið. En Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, getur snúið taflinu við því hann er með ás uppi í erminni. Þetta kemur fram í umfjöllun vg.no um málið. Segir miðillinn að Pútín eigi þann möguleika að hætta að kalla innrásina „sérstaka hernaðaraðgerð“ Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af