Segir að Pútín ráði ekki lengur ferðinni
FréttirVöld Pútíns eru hægt og rólega að hverfa úr höndum hans og það horfir heimsbyggðin á. Þetta er mat Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier. Hann fylgdist náið með leiðtogafundi Shanghai Cooperation Organisation (SCO) í Úsbekistan í síðustu viku. Þar funduðu leiðtogar Kína, Indlands, Tyrklands, Pakistans, Írans og Rússlands auk leiðtoga nokkurra fyrrum ríkja Sovétríkjanna. Í heildina Lesa meira
Heimspekingur Pútíns – „Við erum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“
FréttirAlexander Dugin er einn þeirra rússnesku menntamanna sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sækir hugmyndir og innblástur til. Hann hefur lengi verið talinn hafa mikil áhrif á Pútín og hefur verið kallaður „Heimspekingur Pútíns“. Ekki er langt síðan að dóttir hans lést í bílsprengjuárás nærri Moskvu. Talið er að sprengjan hafi verið ætluð Alexander en hann ákvað á síðustu stundu að skipta um bíl við Lesa meira
Segja Rússa sækja fram af „tilgangsleysi“
FréttirFlest bendir til að Rússar standi nú í tilgangslausum sóknaraðgerðum í stríðinu í Úkraínu. Þeir eru sagðir reyna að sækja fram í austurhluta landsins í stað þess að einbeita sér að því að verjast gagnsóknum Úkraínumanna. Þetta er niðurstaða greiningar bandarísku hugveitunnar Institute for Study of War (ISW) sem setur spurningarmerki við hernaðartaktík Rússa í Úkraínu. Í greiningu ISW segir að rússneskar hersveitir Lesa meira
Rússar birtu myndband af mikilfenglegri loftárás – En ekki var allt sem sýndist
FréttirÍ síðustu viku birti rússneska varnarmálaráðuneytið myndband sem sýndi árás í Úkraínu. Um árás fullkomnustu herþyrlna Rússa var að ræða. Myndbandið er flott og við fyrstu sýn ekki annað að sjá en að um velheppnaða árás hafi verið að ræðan. En þegar myndbandið er skoðað aðeins betur sést að ekki er allt sem sýnist. Ráðuneytið Lesa meira
Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu
FréttirBandaríkin senda Úkraínumönnum enn einn skammtinn af vopnum til að nota í stríðinu gegn Rússum. Joe Biden, forseti, tilkynnti þetta í nótt að íslenskum tíma. Nú verða send vopn og búnaður að verðmæti 600 milljóna dollara. Meðal annars er um langdræg Himars-flugskeyti að ræða en Úkraínumenn hafa áður fengið þau og hafa notað með mjög góðum árangri gegn Lesa meira
Páfinn blandar sér í málið – Segir í lagi að senda vopn til Úkraínu
FréttirÞað er ekkert athugavert við að senda vopn til Úkraínumanna. Að minnsta kosti ekki að mati Frans I páfa. Þetta sagði hann við fréttamenn á fréttamannafundi í flugvél þegar hann var á leið heim til Rómar frá Kasakstan í gær. Einn af fréttamönnunum spurði hann hvort það sé „siðferðilega í lagi“ að önnur ríki sendi Úkraínumönnum vopn. Lesa meira
Gagnrýnisraddir í Rússlandi ræða um að herða stríðsreksturinn í Úkraínu
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ekki viljað ljá máls á að lýsa yfir stríði gegn Úkraínu og heldur sig fast við að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða. Ef hann lýsir yfir stríði er hægt að virkja rússnesku stríðsmaskínuna að fullu og kalla menn til herþjónustu. En innan flokks hans vilja margir að stríði verði lýst yfir. Lesa meira
Kokkur Pútíns reynir að fá fanga til að ganga til liðs við rússneska herinn
FréttirÓsigur rússneska hersins í Kharkiv hefur gert Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, berskjaldaðan fyrir gagnrýni. Sumir sérfræðingar í rússneskum málefnum telja því líklegt að Pútín muni reka varnarmálaráðherrann til að létta þrýstingi af sjálfum sér. En það eru fleiri vandamál sem steðja að Pútín. Peningar flæða úr ríkissjóði því stríðsrekstur er kostnaðarsamur og refsiaðgerðir Vesturlanda gera hlutina ekki auðveldari. En þar með er ekki Lesa meira
Hvað þarf til, til að Pútín verði steypt af stóli?
FréttirRússneski herinn hefur farið halloka í Úkraínu að undanförnu og hafa Úkraínumenn unnið góða sigra í Kharkiv og Kherson og náð stórum landsvæðum úr höndum Rússa. Á sama tíma vex andstaðan við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, í Rússlandi. Aðdáun rússneskra fjölmiðla, sem lúta stjórn yfirvalda, á stríðinu er farin að dvína og óánægjan er farin að skína í gegn á pólitíska sviðinu. Lesa meira
Skelfileg uppgötvun í Izyum – Zelenskyy vill að heimsbyggðin sjái þetta
FréttirÍ borginni Izyum, sem Úkraínumenn frelsuðu nýlega úr höndum Rússa, hafa Úkraínumenn fundið fjöldagröf með um 440 líkum. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, staðfesti þetta í gærkvöldi og sagði að „Rússar skilji alls staðar dauða eftir sig“. Sky News skýrir frá þessu og vitnar í upplýsingar frá lögreglunni í Izyum. „Þetta er ein stærsta fjöldagröfin sem við höfum nokkru sinni fundið,“ sagði Serhii Bolvinov, Lesa meira