fbpx
Mánudagur 03.mars 2025

Úkraína

Segir að Pútín sé kominn út í horn og sé til alls vís – Er hann reiðubúinn til að fara alla leið?

Segir að Pútín sé kominn út í horn og sé til alls vís – Er hann reiðubúinn til að fara alla leið?

Fréttir
21.09.2022

„Er Vladímír Pútín reiðubúinn til að hætta á kjarnorkustríð til að komast hjá því að játa ósigur?“ þetta er fyrirsögn fréttaskýringar eftir Andrew Rothin á vef The Guardian. Þar fjallar hann um það sem er að gerast í Kreml núna en fyrirhugað var að Pútín ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í fyrsta sinn síðan hann skýrði henni frá því að „sérstök hernaðaraðgerð“ væri hafin í Úkraínu, stríðið Lesa meira

Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“

Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“

Fréttir
21.09.2022

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ávarpaði þjóð sína fyrir stundu. Þetta var fyrst ávarp hans síðan hann tilkynnti um innrásina í Úkraínu í febrúar. Sky News segir að hann hafi ávarpað íbúa í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og öðrum svæðum sem séu laus undan stjórn nasistastjórnarinnar í Kyiv eins og hann orðaði það. „Við munum ræða hvað Lesa meira

Frestuðu ræðu Pútíns – Í kjölfarið varð sprenging í leit að einu efni á Google

Frestuðu ræðu Pútíns – Í kjölfarið varð sprenging í leit að einu efni á Google

Fréttir
21.09.2022

Til stóð að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, myndi ávarpa þjóð sína í gærkvöldi í fyrsta sinn síðan 24. febrúar þegar hann tilkynnti um hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu. Reiknað var með að hann myndi boða hertan hernað í Úkraínu og ýmsar aðgerðir því tengdar. En ræðu Pútíns var frestað í gærkvöldi og í kjölfarið tók leit að einu ákveðnu atriði Lesa meira

Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi

Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi

Fréttir
21.09.2022

Eins og fram kom í fréttum í gær þá hafa leppstjórnir Rússa á nokkrum hernumdum svæðum í Úkraínu boðað til atkvæðagreiðslu um hvort svæðin eigi að verða hluti af rússneska ríkjasambandinu. Það liggur mikið á því atkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á föstudaginn og ljúka á mánudag. Þetta ber svo brátt að að Rússar og leppstjórnir Lesa meira

Gassamningurinn getur styrkt Kína og veikt Rússland

Gassamningurinn getur styrkt Kína og veikt Rússland

Fréttir
20.09.2022

Samband Rússlands og Vesturlanda er við frostmark ef ekki fyrir neðan frostmark. Hætt hefur verið við að taka Nord Stream 2 gasleiðsluna í notkun og Rússar hafa skrúfað fyrir gasstreymi í gegnum Nord Stream 1. Þeir hafa nú snúið sér í austur og ætla að leggja risastóra gasleiðslu til Kína. Það er rökrétt en felur einnig í sér ákveðna áhættu að Lesa meira

Styrkja leyniþjónustusamstarf Bandaríkjanna og Úkraínu gegn Rússlandi

Styrkja leyniþjónustusamstarf Bandaríkjanna og Úkraínu gegn Rússlandi

Fréttir
20.09.2022

Vel heppnuð sókn úkraínska hersins gegn rússneskum hersveitum í Úkraínu er merki um aukið samstarf Bandaríkjanna og Úkraínu við öflun upplýsinga tengdum stríðsrekstrinum. Þetta er mat sérfræðinga. Með stórri og óvæntri gagnsókn tókst úkraínska hernum að hrekja Rússa frá stórum landsvæðum, bæði í norðausturhluta landsins og í suðurhlutanum, Kherson-héraðinu. Gagnsóknin var vel skipulögð og byggðist meðal Lesa meira

Rússar flytja kafbáta sína frá Krím

Rússar flytja kafbáta sína frá Krím

Fréttir
20.09.2022

Flest bendir til að Rússar hafi flutt kafbáta sína frá Sevastopol á Krím til Novorossiysk í suðurhluta Rússlands. Ástæðan er líklega að þeir telja kafbátana ekki örugga á Krím. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu. Fram kemur að styrkur Úkraínumanna hvað varðar langdræg flugskeyti hafi aukist mikið og því óttist Rússar um Lesa meira

Aukinn þrýstingur á Pútín – Vilja að hann noti kjarnorkuvopn

Aukinn þrýstingur á Pútín – Vilja að hann noti kjarnorkuvopn

Fréttir
20.09.2022

Í kjölfar niðurlægjandi ósigurs rússneska hersins í Kharkiv hefur vaxandi þrýstingur verið á Vladímír Pútín, forseta, frá aðilum sem vilja ekki frið í Úkraínu. Þeir vilja þvert á móti herða stríðsreksturinn. Eftir því sem staða rússneska innrásarliðsins versnar og niðurlægingin verður meiri þrýsta rússneskir þjóðernissinnar á að Rússar grípi til enn harðari aðgerða. Business Insider fjallaði nýlega um málið og hvernig Lesa meira

Stór ósigur Rússa – Eru ekki lengur með allt Luhansk á sínu valdi

Stór ósigur Rússa – Eru ekki lengur með allt Luhansk á sínu valdi

Fréttir
20.09.2022

Úkraínski herinn hefur náð bænum Bilohorivka á sitt vald. Þetta er bær nærri borginni Lysychansk í Luhansk. Þetta er lítill bær en það hefur mikið sálrænt gildi að Úkraínumenn hafa náð honum á sitt vald. Það þýðir nefnilega að Rússar hafa ekki lengur allt Luhansk-héraðið á sínu valdi. Héraðið er eitt mikilvægasta markmið Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, í Lesa meira

Bandaríkin munu hugsanlega láta Úkraínumenn fá skriðdreka

Bandaríkin munu hugsanlega láta Úkraínumenn fá skriðdreka

Fréttir
20.09.2022

Ekki er útilokað að Bandaríkin muni láta Úkraínumönnum skriðdreka í té. Það verður þó ekki gert núna því enn skortir upp á menntun úkraínskra hermanna í meðferð þeirra. CNN hefur þetta eftir heimildarmanni innan Bandaríkjahers. Hann sagði að verið sé að skoða heildarmynd úkraínska hersins og hvað hann hefur þörf fyrir í framtíðinni og hvernig Bandaríkin Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af