Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig
FréttirGott gengi úkraínska hersins á vígvöllunum hefur ekki farið fram hjá neinum og fyrir helgi neyddist Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, til að grípa til aðgerða vegna þess. Á fimmtudaginn tilkynnti hann um herkvaðningu allt að 300.000 karla sem senda á í fremstu víglínu í Úkraínu. Pútín tilkynnti þetta í sjónvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar. En tilkynning hans um herkvaðninguna var ekki það Lesa meira
Reiði yfir herkvaðningu – Slást og kvarta á samfélagsmiðlum
FréttirÞað vekur ekki gleði allra Rússa að gripið hafi verið til herkvaðningar vegna hrakfara rússneska hersins í Úkraínu. Margir eru ósáttir við þetta og aðrir eru ósáttir við að hafa nú verið kallaðir til herþjónustu. Einn hinna ósáttu er Alexander Ermolaev, 63 ára íbúi í bænum Krasnoslobodsk, sem er nærri Volgograd. Hann er sykursjúkur og með lítið súrefnismagn Lesa meira
Símahrekkur gerði talsmann Pútíns öskureiðan – Afhjúpaði elítuna
FréttirÁ meðan venjulegir rússneskir karlmenn eru neyddir til að gegna herþjónustu virðast synir valdhafanna sleppa við að vera sendir í stríð. Þetta kom fram í símahrekk sem var gerður fyrir helgi. Þá hringdi fréttamaður í Nikolay Peskov, 32 ára son Dmytriy Peskov, talsmanns Pútíns. Fréttamaðurinn kynnti sig sem sem starfsmann hersins og væri hans hlutverk Lesa meira
„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins
FréttirÞað er siðferðilega rangt af Noregi að hagnast á stríðinu í Úkraínu segja gagnrýnisraddir í norska þinginu. Þeim finnst að auknar tekjur Norðmanna af gas- og olíusölu eigi að renna til Úkraínu en ekki í norska sjóði. Norðmenn hafa verið gagnrýndir á alþjóðavettvangi fyrir að hagnast á stríðinu í Úkraínu en hærra verð á olíu Lesa meira
Erdogan segir að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi aftur til Úkraínu
FréttirRecep Tayyiv Erdogan, forseti Tyrklands, var í löngu viðtali við PBS News Hour um helgina. Hann ræddi meðal annars um nýlegar viðræður hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, en þeir funduðu í Úsbekistan í síðustu viku. Í viðtalinu segir Erdogan að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi í Úkraínu aftur til Úkraínu til að friður komist á. Þegar hann var spurður hvort það eigi einnig Lesa meira
Segir að Pútín sé kominn út í horn og sé til alls vís – Er hann reiðubúinn til að fara alla leið?
Fréttir„Er Vladímír Pútín reiðubúinn til að hætta á kjarnorkustríð til að komast hjá því að játa ósigur?“ þetta er fyrirsögn fréttaskýringar eftir Andrew Rothin á vef The Guardian. Þar fjallar hann um það sem er að gerast í Kreml núna en fyrirhugað var að Pútín ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í fyrsta sinn síðan hann skýrði henni frá því að „sérstök hernaðaraðgerð“ væri hafin í Úkraínu, stríðið Lesa meira
Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, ávarpaði þjóð sína fyrir stundu. Þetta var fyrst ávarp hans síðan hann tilkynnti um innrásina í Úkraínu í febrúar. Sky News segir að hann hafi ávarpað íbúa í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og öðrum svæðum sem séu laus undan stjórn nasistastjórnarinnar í Kyiv eins og hann orðaði það. „Við munum ræða hvað Lesa meira
Frestuðu ræðu Pútíns – Í kjölfarið varð sprenging í leit að einu efni á Google
FréttirTil stóð að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, myndi ávarpa þjóð sína í gærkvöldi í fyrsta sinn síðan 24. febrúar þegar hann tilkynnti um hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu. Reiknað var með að hann myndi boða hertan hernað í Úkraínu og ýmsar aðgerðir því tengdar. En ræðu Pútíns var frestað í gærkvöldi og í kjölfarið tók leit að einu ákveðnu atriði Lesa meira
Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi
FréttirEins og fram kom í fréttum í gær þá hafa leppstjórnir Rússa á nokkrum hernumdum svæðum í Úkraínu boðað til atkvæðagreiðslu um hvort svæðin eigi að verða hluti af rússneska ríkjasambandinu. Það liggur mikið á því atkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á föstudaginn og ljúka á mánudag. Þetta ber svo brátt að að Rússar og leppstjórnir Lesa meira
Gassamningurinn getur styrkt Kína og veikt Rússland
FréttirSamband Rússlands og Vesturlanda er við frostmark ef ekki fyrir neðan frostmark. Hætt hefur verið við að taka Nord Stream 2 gasleiðsluna í notkun og Rússar hafa skrúfað fyrir gasstreymi í gegnum Nord Stream 1. Þeir hafa nú snúið sér í austur og ætla að leggja risastóra gasleiðslu til Kína. Það er rökrétt en felur einnig í sér ákveðna áhættu að Lesa meira