Blinken segir að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef Rússar beita kjarnorkuvopnum
FréttirAntony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að „sérhver notkun kjarnorkuvopna muni hafa skelfilegar afleiðingar“ og staðfesti að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef svo hræðilega fer að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í viðtali við Blinken í fréttaskýringaþættinum 60 Mínútur á CBS News. Blinken vildi ekki segja hvað felst í áætlun Bandaríkjanna. Hann Lesa meira
Segir að Evrópa hafi skotið sjálfa sig í fótinn
FréttirRefsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi hafa neikvæð áhrif á Evrópu. Þetta sagði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í gær þegar hann ávarpið ungverska þingið. Í ræðu sinni hvatti hann til vopnahlés sem myndi binda enda á stríðið. En aðalboðskapurinn í ræðu hans var að refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hefðu reynst evrópsku efnahagslífi erfiðar. Reuters skýrir frá þessu og segir að Orban hafi Lesa meira
Segir að Pútín muni hugsanlega reyna að lauma útsendurum sínum til Evrópu
FréttirMikill fólksstraumur er nú frá Rússlandi í kjölfar tilkynningar Vladímír Pútíns, forseta, í síðustu viku um herkvaðningu 300.000 manna. Leiðtogar Evrópuríkja ræða nú hvort veita eigi landflótta Rússum hæli ef þeir eiga fangelsisvist yfir höfði sér fyrir að neita að gegna herþjónustu. Christoph de Vries, öryggissérfræðingur, varar hins vegar Evrópuríki við að sögn The Guardian. Hann segir Lesa meira
Lukashenko fordæmir Rússa sem flýja herkvaðningu
FréttirAleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, fordæmir þá Rússa sem flýja nú til útlanda til að komast hjá því að verða kallaðir í herinn. „Ef það eru 30.000 eða jafnvel 50.000 sem eru flúnir. Hefðu þeir verið okkar fólk ef þeir hefðu verið um kyrrt? Látið þá fara,“ sagði hann að sögn Sky News. Lukashenko stýrir Hvíta-Rússlandi harðri hendi en hann Lesa meira
17.000 Rússar komu til Finnlands um helgina
Fréttir17.000 Rússar fóru yfir landamærin til Finnlands um helgina. Það voru 80% fleiri en helgina áður. Þessa aukningu má rekja til tilkynningar Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, um herkvaðningu 300.000 manna sem á að senda á vígvöllinn í Úkraínu. Margir fjölmiðlar skýrðu frá löngum röðum Rússlandsmegin við landamærin að Finnlandi um helgina og sóttist ferð fólks yfir landamærin seinlega.
Flýja áætlun Pútíns – „Ég vil ekki deyja“
FréttirÁ fimmtudaginn tilkynnti Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, um herkvaðningu 300.000 karla sem senda á til Úkraínu til að berjast. Strax í kjölfar tilkynningar hans jókst straumur Rússa úr landi til nágrannalandanna. Nú ætla rússnesk stjórnvöld að grípa til harðra aðgerða til að stöðva þennan landflótta því Pútín óttast að missa tökin á landinu. Á sunnudaginn töldu rússnesk yfirvöld að rúmlega Lesa meira
Uppreisn gegn Pútín kraumar í Dagestan – „Getur breytt stemmningunni í öllu landinu“
FréttirKveikt er í myndum af Vladímír Pútín. Reiðar konur ráðast á lögreglumenn. Öskrað er „við erum ekki blind“ og „það var Rússland sem réðst á Úkraínu“ eða „börnin okkar eiga ekki að enda sem áburður“. Þetta er sumt af því sem heyrist og sést á ótal myndbandsupptökum, sem hefur verið dreift síðustu daga á samfélagsmiðlum, af atburðum Lesa meira
Slátrarinn frá Maríupól fær stöðuhækkun – Verður aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands
FréttirDmitry Bulgakov hefur verið rekinn úr embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands og við embættinu tekur Mikhail Mizintsev. Rússneska varnarmálaráðuneytið skýrði nýlega frá þessu á Telegram. Bulgakov bar ábyrgð á birgðaflutningum rússneska hersins en eins og kunnugt er hafa Rússar átt í miklum vandræðum með birgðaflutninga sína í Úkraínu. Ákvörðunin um brottrekstur hans var tekin skömmu eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti að 300.000 karlar verði Lesa meira
Herkvaðningin á að snúa gangi stríðsins í Úkraínu – Sérfræðingur segir að hermennirnir geti endað sem fallbyssufóður
FréttirVar það sigurtrompið sem Pútín dró upp í síðustu viku þegar hann tilkynnti um herkvaðningu allt að 300.000 rússneskra karla? Var það þetta sem rússneski herinn þarfnast til að knýja fram sigur í stríðinu í Úkraínu? Eða var þetta einfaldlega aðgerð örvæntingarfulls manns sem er kominn út í horn og hefur margt að óttast? Það er hægt Lesa meira
Blinken varar Rússa alvarlega við að beita kjarnorkuvopnum – „Afleiðingarnar verða skelfilegar“
FréttirAntony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við fréttamann CBC News í gærkvöldi um stríðið í Úkraínu. Hann staðfesti að bandarísk yfirvöld hafi verið í sambandi við rússnesk yfirvöld og varað þau við að hefja kjarnorkustríð. „Við höfum verið mjög skýr gagnvart Rússum, bæði opinberlega og í einkasamtölum. Þeir verða að að ræða um notkun kjarnorkuvopna,“ sagði Blinken. Lesa meira