fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Úkraína

Rússar hefja framleiðslu á eigin Viagra

Rússar hefja framleiðslu á eigin Viagra

Fréttir
17.02.2023

Rússneska iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið sagði á miðvikudaginn að byrjað sé að  undirbúa framleiðslu á Viagra eða öllu heldur rússneskri útgáfu af þessu vinsæla stinningarlyfi. The Washington Post skýrir frá þessu og segir að ástæðan fyrir þessu sé að bandaríski framleiðandi Viagra selji ekki Viagra til Rússlands eins og stendur. Lyf og lækningatæki falla ekki undir hinar umfangsmiklu refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi. Vestræn lyfjafyrirtæki Lesa meira

Segir að reiðikast Pútíns í sjónvarpsútsendingu sé merki um enn meiri vandamál

Segir að reiðikast Pútíns í sjónvarpsútsendingu sé merki um enn meiri vandamál

Fréttir
17.02.2023

Í nýlegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkrainu tengir ráðuneytið reiðikast Vladímír Pútíns gegn varaforsætisráðherra sínum í sjónvarpsútsendingu í janúar við vandamál sem er að verða að „krítískum veikleika“ fyrir Rússa. Það var í janúar sem Pútín húðskammaði Denis Manturov, varaforsætisráðherra, sem ber ábyrgð á vopnaiðnaði landsins. Pútín sakaði hann meðal annars um að „slugsa“. BBC segir að Pútín hafi eytt mörgum mínútum í að saka Manturov um skriffinsku og tafir við Lesa meira

Þess vegna vill Pútín ekki ferðast flugleiðis

Þess vegna vill Pútín ekki ferðast flugleiðis

Fréttir
17.02.2023

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu byrjaði Vladímír Pútín, forseti, að ferðast meira með brynvarinni járnbrautarlest sinni þegar hann ferðast innanlands, ekki það að hann hafi farið mikið erlendis því fáir vilja hitta hann. Það er ástæða fyrir þessu að sögn Mikhail Khodorkovsky, sem er þekktur rússneskur blaðamaður hjá Dossier Center. Rússland er gríðarlega stórt Lesa meira

Zelensky segir að hraðar aðgerðir skipti miklu máli núna

Zelensky segir að hraðar aðgerðir skipti miklu máli núna

Fréttir
16.02.2023

Rússar sækja að Úkraínumönnum þessa dagana og því hefur Úkraína þörf fyrir skjóta aðstoð frá Vesturlöndum. Hernaðaraðstoðin, sem búið er að heita Úkraínumönnum í formi vopna, skotfæra og annars búnaðar, þarf því að komast skjótt á áfangastað. Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti í Úkraínu, í ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar á þriðjudagskvöldið. Hann sagði að nú reyni Kremlverjar að kreista allan Lesa meira

Vorsókn Rússa er hafin – Sérfræðingar undrast taktík þeirra

Vorsókn Rússa er hafin – Sérfræðingar undrast taktík þeirra

Fréttir
16.02.2023

Í vetur hefur verið mikið rætt um að bæði Rússar og Úkraínumenn hyggi á stórsókn nú á vormánuðum. En Rússar virðast ekki ætla að bíða eftir vorinu og virðist sem sókn þeirra sé hafin. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á mánudaginn að stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu sé hafin. Eflaust bjuggust sumir við kröftugum árásum á stærri Lesa meira

Stoltenberg segir að skriðdrekar og skotfæri séu mikilvægari en orustuþotur núna

Stoltenberg segir að skriðdrekar og skotfæri séu mikilvægari en orustuþotur núna

Fréttir
15.02.2023

Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir að fá meira af skotfærum og varahlutum í þau vopn og búnað sem þeir hafa til umráða. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í gær. Stoltenberg hélt stuttan fréttamannafund í Brussel í gær áður en fundarhöld hófust hjá varnarmálaráðherrum NATO-ríkjanna en þar voru málefni Úkraínu efst á baugi. Stoltenberg sagði að engin merki sjáist um að Vladímír Pútín vilji frið Lesa meira

Segir að NATO hafi gengið vel á næstum allar birgðir sínar

Segir að NATO hafi gengið vel á næstum allar birgðir sínar

Fréttir
15.02.2023

Það er mikilvægt fyrir baráttu Úkraínumanna gegn rússneska innrásarliðinu að NATO-ríkin fylli á birgðageymslur sína. Þetta sagði Jamie Shea, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, í samtali við Sky News. Hann sagði að NATO hafi notað stóran hluta birgða sinna og það þýði að nú verði að sannfæra vopnaframleiðendur um að setja framleiðslulínur sínar í gang á nýjan leik og framleiða hratt og í miklu magni. Þegar hann var Lesa meira

Er ekki í neinum vafa – Aðeins tímaspursmál

Er ekki í neinum vafa – Aðeins tímaspursmál

Fréttir
15.02.2023

Það er aðeins spurning um tíma hvenær NATO sendir Úkraínumönnum orustuþotur. Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við Ekstra Bladet.  Harðir bardagar standa yfir víða í Úkraínu, sérstaklega í Donetsk. Áður en fundur varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna hófst í Brussel í gær sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að NATO verði að láta Úkraínumenn fá það sem þeir þurfa til að sigra í stríðinu. Nielsen sagði að það Lesa meira

Úkraínumenn gætu ógnað landtengingu Rússlands við Krím

Úkraínumenn gætu ógnað landtengingu Rússlands við Krím

Fréttir
14.02.2023

Ef Úkraínumenn ná að brjótast kröftulega í gegnum varnarlínur Rússa í Zaporizhzhia myndi það „alvarlega ógna“ tilvist landtengingar Rússlands við Krímskaga. Það myndi einnig grafa undan yfirlýstu markmiði Rússa um að „frelsa“ Donbass. Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu. Segir ráðuneytið að Rússar hafi greinilega áhyggjur af hvernig þeir eigi að verja Lesa meira

Leiðtogi Wagner er vaxandi ógn – Sumir í Moskvu eru sagðir óttast hann

Leiðtogi Wagner er vaxandi ógn – Sumir í Moskvu eru sagðir óttast hann

Fréttir
14.02.2023

Aðilar í efstu þrepum rússneska valdapýramídans vilja ekki heyra meira um Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner-málaliðahópsins, né málaliðana. En málaliðarnir þegja ekki. Ef einhver bað Prigozhin nýlega um að láta lítið fyrir sér fara þá er ekki að sjá að hann fari eftir því. Á nokkrum mánuðum hefur Prigozhin, sem hefur oft verið nefndur „Kokkur Pútíns“, breyst úr því að vera mjög leyndardómsfullur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af