fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Úkraína

Ísrael undirbýr móttöku tugþúsunda rússneskra flóttamanna

Ísrael undirbýr móttöku tugþúsunda rússneskra flóttamanna

Fréttir
03.10.2022

Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að landið undirbúi sig nú undir að taka á móti tugum þúsunda rússneskra flóttamanna sem hafa flúið land vegna stríðsins í Úkraínu og herkvaðningar. Hvítrússneski miðillinn Nexta skýrir frá þessu. Nú þegar býr um ein milljón Rússa í Ísrael en þar er mjög opin innflytjendastefna gagnvart gyðingum og fólki af gyðingaættum.

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Fréttir
03.10.2022

Áströlsk stjórnvöld tilkynntu í gær um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi í kjölfar innlimunar fjögurra úkraínskra héraða í Rússneska ríkjasambandið. Að þessu sinni beinast aðgerðirnar gegn 28 nafngreindum stuðningsmönnum Pútíns, aðskilnaðarsinnum, ráðherrum og öðrum þekktum einstaklingum. Um ferðabann er að ræða og efnahagslegar refsiaðgerðir. Penny Wong, utanríkisráðherra, sagði í tilkynningu að refsiaðgerðirnar beinist gegn fólki sem „fylgi skipunum Pútíns“.

Segist vera bjartsýn á gengi úkraínska hersins á vígvellinum

Segist vera bjartsýn á gengi úkraínska hersins á vígvellinum

Fréttir
03.10.2022

Úkraínska þingkonan Lesia Vasylenko segist vera „hóflega bjartsýn“ hvað varðar stöðuna á vígvellinum í Úkraínu og að fremstu víglínurnar líti „ágætlega út“. Þetta sagði hún í samtali við Sky News. „Ég er frekar bjartsýn og þrátt fyrir að Pútín reyni að beina athyglinni frá góðum árangri úkraínska hersins í austri þá sækir hann enn fram þar,“ sagði hún og bætti Lesa meira

Hyllir sókn Úkraínumanna

Hyllir sókn Úkraínumanna

Fréttir
03.10.2022

„Þetta er mikilvægt. Við erum mjög ánægð með það sem við sjáum núna,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um árangur úkraínska hersins í Donetsk um helgina en þá náði hann bænum Lyman á sitt vald. Það að ná bænum úr höndum Rússa er talið mesta afrek úkraínska hersins síðan hann sótti hratt fram í Kharkiv fyrir um mánuði síðan. Missir Lyman var mikið áfall fyrir Lesa meira

Segja að 60.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Segja að 60.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Fréttir
03.10.2022

Úkraínska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér mat á tapi Rússa í stríðinu. Telur ráðuneytið að 60.110 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu til þessa. 2.377 rússneskir skriðdrekar hafa verið eyðilagðir í stríðinu að sögn ráðuneytisins. Það er mikilvægt að taka þessum upplýsingum ráðuneytisins með ákveðnum fyrirvara því það hefur áður verið gagnrýnt fyrir að Lesa meira

Rússar deila góðum ráðum til að komast hjá herþjónustu

Rússar deila góðum ráðum til að komast hjá herþjónustu

Fréttir
03.10.2022

Í kjölfar tilkynningar Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um herkvaðningu 300.000 karla, sem eiga að fara á vígvöllinn í Úkraínu, spruttu nýir hópar upp á Internetinu þar sem Rússar veita hver öðrum góð ráð um hvernig á að flýja eða komast hjá því að vera kallaður í herinn. Þessu til viðbótar hafa mörg þúsund manns mótmælt herkvaðningunni Lesa meira

Segja það ákvörðun Pútíns að hörfa frá Lyman

Segja það ákvörðun Pútíns að hörfa frá Lyman

Fréttir
03.10.2022

Það var ákvörðun Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, að draga rússneskar hersveitir frá bænum Lyman í Donetsk en úkraínskir hermenn náðu honum á sitt vald á laugardaginn. Þetta kemur fram í greiningu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW). Ukrainian forces inflicted another significant operational defeat on #Russia and liberated #Lyman, Donetsk Oblast, on October 1. Read our latest campaign assessment w/ @criticalthreats: https://t.co/6XH3Kfp9EN pic.twitter.com/Egsm0APaJH — ISW (@TheStudyofWar) Lesa meira

Lifandi grafík sýnir landvinninga Úkraínumanna síðustu 10 daga

Lifandi grafík sýnir landvinninga Úkraínumanna síðustu 10 daga

Fréttir
03.10.2022

Óháði hvítrússneski miðillinn Nexta hefur birt lifandi grafík sem sýnir hvernig sókn úkraínska hersins hefur gengið fyrir sig síðustu tíu daga. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þetta fróðlega myndband. The offensive of the Armed Forces of #Ukraine in the last 10 days. pic.twitter.com/pLusDDMlKZ — NEXTA (@nexta_tv) October 2, 2022

Hræðsla hjá rússnesku elítunni – „Enginn veit hvað á að gerast næst“

Hræðsla hjá rússnesku elítunni – „Enginn veit hvað á að gerast næst“

Fréttir
03.10.2022

Fjölmenni var samankomið í Moskvu á föstudaginn þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um innlimun Luhansk, Donetsk, Kherson og Zaporizjzja í Rússland. Í ræðu sinni vísaði hann til niðurstaðna atkvæðagreiðslna í búa í héruðunum en þær kosningar eru að mati meirihluta alþjóðasamfélagsins marklausar og innlimun héraðanna ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. En margir þeirra sem tilheyra hinni pólitísku elítu í Moskvu eru hræddir vegna þróunar mála í Úkraínu og vegna þess að Lesa meira

Danir, Norðmenn og Þjóðverjar gefa Úkraínumönnum vopn fyrir 12 milljarða

Danir, Norðmenn og Þjóðverjar gefa Úkraínumönnum vopn fyrir 12 milljarða

Fréttir
03.10.2022

Í gær var tilkynnt að Danir, Norðmenn og Þjóðverjar muni greiða Slóvakíu sem svarar til um 12 milljarða íslenskra króna fyrir að framleiða vopn fyrir úkraínska herinn. Þetta eru fallbyssur af gerðinni Zuzana-2 en Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir fleiri stórskotaliðsvopn. Danska ríkisútvarpið segir að þegar Matin Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta í gær hafi hann sagt að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af