Segir að Kreml vilji ekki láta tilfinningar ráða þegar kemur að ákvörðun um beitingu kjarnorkuvopna
FréttirDimtry Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, segir að ráðamenn í Kreml vilji ekki láta tilfinningar ráða þegar kemur að því að taka ákvörðunum beitingu kjarnorkuvopna. Þar á bæ vilji menn vera í jafnvægi þegar kemur að því að taka slíka ákvörðun. Reuters skýrir frá þessu. Þessi ummæli Peskov koma í kjölfar ummæla Ramzan Kadyrov, leiðtoga Tjétjeníu, um að beita eigi kjarnorkuvopnum Lesa meira
Óttast að Rússar ráðist á Pólland
FréttirÞað eru mjög litlar líkur á að Rússar sigri í stríðinu í Úkraínu ef marka má það sem Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði í þættinum „State of the Union“ á CNN aðfaranótt mánudags. Hann sagði að það væri nær útilokað að Rússar geti sigrað í stríðinu. Rubio á sæti í utanríkismálanefnd þingsins og hann óttast að Rússar muni ráðast á skotfærageymslur í Póllandi Lesa meira
Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum
FréttirÞað hefur gengið vel hjá úkraínska hernum í átökunum við Rússa að undanförnu og enn heldur hann áfram að frelsa landsvæði undan hernámi Rússa. Um helgina var það bærinn Lyman sem Úkraínumenn náðu á sitt vald auka nokkurra þorpa og bæja. Í gær var tilkynnt að á suðurvígstöðvunum hefði úkraínska hernum tekist að rjúfa varnarlínur Rússa og Lesa meira
Hvernig endar stríðið í Úkraínu?
FréttirEin þeirra spurninga sem hefur ekki verið hægt að svara frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu er hvernig stríðinu mun ljúka. Mótspyrna Úkraínumanna og gagnsóknir þeirra að undanförnu gera að verkum að mjög ólíklegt er að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, nái markmiðum sínum með innrásinni þegar horft er til skamms tíma eða aðeins lengri tíma. Í Doomsday Watch hlaðvarpinu Lesa meira
„Líkurnar á að Pútín noti kjarnorkuvopn aukast eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi á sitt vald“
FréttirVladímír Pútín á ekkert svar við sókn úkraínska hersins í Donbas þessa dagana. Þar heldur sigurganga Úkraínumanna áfram og ekkert bendir til að henni ljúki á næstunni. Á laugardaginn náðu Úkraínumenn bænum Lyman, í norðurhluta Donetsk, á sitt vald og eru þar með komnir með mikilvægt hlið að Luhansk þar sem Rússar hafa haft sterka Lesa meira
Hvetja Tékka til að yfirgefa Rússland
FréttirTékkneska utanríkisráðuneytið hvetur alla tékkneska ríkisborgara til að yfirgefa Rússland. Einnig ræður ráðuneytið frá ferðum til Rússlands. Þetta kemur fram á vefsíðu ráðuneytisins. Þar segir að í ljós innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins þar og þess að hugsanlega versni staða öryggismála í Rússlandi, sérstaklega fyrir ríkisborgara ESB-ríkja og NATO-ríkja, hvetji ráðuneytið Tékka til að yfirgefa Lesa meira
Segir hvað Bandaríkin munu gera ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum
FréttirDavid Petraeus, fyrrum forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fyrrum fjögurra stjörnu hershöfðingi, ræddi við ABC News á sunnudaginn um hvað muni gerast ef Rússar beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Hann sagði að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni þá gjöreyða öllum hersveitum og búnaði Rússa í Úkraínu og sökkva Svarthafsflota þeirra. Hann sagðist ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa, um hugsanleg viðbrögð Bandaríkjanna við beitingu kjarnorkuvopna Lesa meira
„Þetta er því miður það sem á hernaðarmáli kallast hakkavél“
Fréttir„Þetta er því miður það sem á hernaðarmáli kallast hakkavél.“ Þetta segir Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu dönsku hersins, um það sem er að gerast á vígvellinum í Úkraínu þessa dagana. Þar sækja úkraínskar hersveitir fram í austurhluta landsins og náðu bænum Lyman á sitt vald um helgina sem og fleiri litlum bæjum Lesa meira
Ísrael undirbýr móttöku tugþúsunda rússneskra flóttamanna
FréttirYair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að landið undirbúi sig nú undir að taka á móti tugum þúsunda rússneskra flóttamanna sem hafa flúið land vegna stríðsins í Úkraínu og herkvaðningar. Hvítrússneski miðillinn Nexta skýrir frá þessu. Nú þegar býr um ein milljón Rússa í Ísrael en þar er mjög opin innflytjendastefna gagnvart gyðingum og fólki af gyðingaættum.
Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi
FréttirÁströlsk stjórnvöld tilkynntu í gær um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi í kjölfar innlimunar fjögurra úkraínskra héraða í Rússneska ríkjasambandið. Að þessu sinni beinast aðgerðirnar gegn 28 nafngreindum stuðningsmönnum Pútíns, aðskilnaðarsinnum, ráðherrum og öðrum þekktum einstaklingum. Um ferðabann er að ræða og efnahagslegar refsiaðgerðir. Penny Wong, utanríkisráðherra, sagði í tilkynningu að refsiaðgerðirnar beinist gegn fólki sem „fylgi skipunum Pútíns“.