fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Úkraína

Þung orð féllu í rússnesku sjónvarpi – „Við verðum að hætta að ljúga“

Þung orð féllu í rússnesku sjónvarpi – „Við verðum að hætta að ljúga“

Fréttir
06.10.2022

Á fjarfundi með rússneskum kennurum í gær sagði Vladímír Pútín, forseti, óbeint að stríðsreksturinn í Úkraínu gangi illa. Samtímis fer gagnrýni í hans garð og hersins vaxandi á rússneskum ríkissjónvarpsstöðvum. „Við verðum að hætta að ljúga. Fólk er ekki heimskt,“ sagði Andrey Kartapolov, þingmaður og fyrrum hershöfðingi,  í samtali við þáttastjórnandann Valdimir Solovjov í gær þegar þeir ræddu Lesa meira

„Þeim mun fleiri Rússa sem við drepum, þeim mun færri Rússa munu börnin okkar þurfa að drepa“

„Þeim mun fleiri Rússa sem við drepum, þeim mun færri Rússa munu börnin okkar þurfa að drepa“

Fréttir
06.10.2022

Fregnir herma að diplómatísk spenna ríki nú á milli Rússlands og Kasakstan vegna stríðsins í Úkraínu. Yfirvöld í Kasakstan hafa neitað að verða við kröfu Rússa um að reka úkraínska sendiherrann úr landi vegna ummæla hans um dráp á Rússum. Í viðtali, sem var tekið í ágúst, sagði Petro Vrublevskiy, sendiherra Úkraínu í Kasakstan, að Lesa meira

Rúmlega 200.000 Rússar hafa flúið til Kasakstan

Rúmlega 200.000 Rússar hafa flúið til Kasakstan

Fréttir
05.10.2022

Frá því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um herkvaðningu þann 21. september hafa rúmlega 200.000 Rússar flúið til nágrannalandsins Kasakstan. Marat Akhmetzhanov, innanríkisráðherra Kasakstan, skýrði frá þessu á mánudaginn að sögn CNN. Hann sagði að af þessum 200.000 Rússum séu 147.000 farnir úr landi. Tugþúsundir rússneskra karlmanna hafa flúið land til að komast hjá því að verða sendir á Lesa meira

Rússneskir lögmenn að drukkna í málum manna sem vilja ekki fara í stríð

Rússneskir lögmenn að drukkna í málum manna sem vilja ekki fara í stríð

Fréttir
05.10.2022

Rússneskir lögmenn eru að drukkna í málum manna sem vilja ekki fara í stríð í Úkraínu. Segja lögmenn að mikill fjöldi mála komi inn á borð til þeirra sem og spurningar frá mönnum sem reyna að komast hjá því að verða sendir á vígvöllinn í Úkraínu. Reuters skýrir frá þessu. Mörg hundruð þúsund Rússar hafa flúið Lesa meira

2.000 rússneskir hermenn hafa tilkynnt um uppgjöf í gegnum síma

2.000 rússneskir hermenn hafa tilkynnt um uppgjöf í gegnum síma

Fréttir
05.10.2022

Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir að rúmlega 2.000 rússneskir hermenn hafi að eigin frumkvæði gefist upp á síðustu vikum. Þeir eru sagðir hafa hringt í sérstakt símanúmer sem nefnist „Ég vil lifa“. Euromaidan Press skýrir frá þessu. Rússneskir hermenn og fjölskyldur þeirra geta hringt í númerið allan sólarhringinn, óháð því hvort þeir berjast í Úkraínu eða eru í Lesa meira

Þrír Rússar hafa flúið land fyrir hvern og einn sem hefur verið kallaður í herinn

Þrír Rússar hafa flúið land fyrir hvern og einn sem hefur verið kallaður í herinn

Fréttir
05.10.2022

Fyrir hvern rússneskan hermann sem hefur verið kallaður í rússneska herinn eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu fyrir hálfum mánuði, hafa þrír flúið úr landi. Þetta kemur fram í rússnesku útgáfu Forbes. Byggir blaðið þetta á viðtölum við nokkra heimildarmenn innan veggja Kremlar.  Segja heimildarmennirnir að 600.000 til 1 milljón hafi yfirgefði Rússland síðan Pútín tilkynnti um herkvaðninguna. Strax eftir að hann Lesa meira

Segja að ekkert bendi til að Rússar séu að undirbúa notkun kjarnorkuvopna

Segja að ekkert bendi til að Rússar séu að undirbúa notkun kjarnorkuvopna

Fréttir
05.10.2022

Það eru engin merki þess að Rússar séu að undirbúa sig undir að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Þetta sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins í gær. Hún sagði að þrátt fyrir orðaskak rússneskra ráðamanna þá bendi ekkert til að Rússar séu í raun að undirbúa notkun kjarnorkuvopna. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur lagt áherslu á að Rússar muni nota Lesa meira

Segja að Pútín sé að reyna að kúga Evrópu með hótunum um beitingu kjarnorkuvopna

Segja að Pútín sé að reyna að kúga Evrópu með hótunum um beitingu kjarnorkuvopna

Fréttir
05.10.2022

Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, segir að þrátt fyrir að taka verði hótanir Rússa um beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu alvarlega þá verði alþjóðasamfélagið að gera Rússum ljóst að þessar hótanir lami ekki alþjóðasamfélagið. „Þetta er ekki í fyrst sinn sem Pútín kemur með hótanir af þessu tagi. Þær eru óábyrgar og við verðum að taka þeim alvarlega,“ sagði Baerbock í gær Lesa meira

Breskt herskip sent í Norðursjó

Breskt herskip sent í Norðursjó

Fréttir
05.10.2022

Bretar hafa sent herskip í Norðursjóinn til að vinna með norska sjóhernum við gæslu og til að „róa þá sem vinna við gasleiðslurnar“ og koma í veg fyrir árásir á þær. Er þetta gert í kjölfar skemmdarverkanna á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti fyrir skömmu. Sky News skýrir frá þessu. Dönsk og sænsk herskip eru nú í Lesa meira

Rússar gætu misst yfirráðin yfir mikilvægum bæjum í Kherson – Skipta miklu við að halda Kherson og Krím

Rússar gætu misst yfirráðin yfir mikilvægum bæjum í Kherson – Skipta miklu við að halda Kherson og Krím

Fréttir
05.10.2022

Rússar gætu misst hernaðarlega mikilvæga bæi í hendur Úkraínumanna en þessir bæir eru mjög mikilvægir þegar kemur að því að tryggja yfirráð í Kherson og á Krím. Þetta segja vestrænir embættismenn, sem vara jafnframt við því að bardagar við ána Dnipro verði ekki auðveldir fyrir Úkraínumenn. The Guardian skýrir frá þessu og segir að embættismennirnir hafi sagt að staðan í suðurhluta Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af