fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Úkraína

Segir að Evrópa verði að beina sjónum sínum að „stóru myndinni“

Segir að Evrópa verði að beina sjónum sínum að „stóru myndinni“

Fréttir
06.10.2022

Evrópa verður að beina sjónum sínum að „stóru myndinni“ samhliða því sem hækkandi framfærslukostnaður er farinn að bíta. Þetta segir Kira Rudik, þingkona á úkraínska þinginu, í grein í the Atlantic Council. Hún segir að ef innrás Pútíns í Úkraínu endi ekki með afgerandi ósigri Rússa, verði afleiðingarnar fyrir Evrópu miklu alvarlegri en orkuskorturinn og efnahagsvandinn sem nú er við að etja. Í kjölfar Lesa meira

Náðu þremur bæjum í Kherson úr höndum Rússa í gær

Náðu þremur bæjum í Kherson úr höndum Rússa í gær

Fréttir
06.10.2022

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úkraínskar hersveitir hefðu náð þremur bæjum í Kherson úr höndum Rússa á síðustu 24 klukkustundum. Hann sagði þetta vera bæina Novovoskresenske, Novohryhorivka og Petropavlivka. Þeir eru allir norðvestan við borgina Kherson. Þessir bæir bætast þar með í hóp fjölda annarra sem úkraínskar hersveitir hafa náð á sitt vald að undanförnu.

Segir varnir Rússa að hrynja og að Úkraínumenn hafa náð helsta pólitíska markmiði sínu

Segir varnir Rússa að hrynja og að Úkraínumenn hafa náð helsta pólitíska markmiði sínu

Fréttir
06.10.2022

Ed Arnold, sérfræðingur hjá the Royal United Services Institute, segir að Úkraínumenn hafi nú þegar náð „aðal pólitíska markmiði sínu“ með því að „sýna Vesturlöndum að þeir geti náð landsvæði úr höndum Rússa og notað vopnakerfi frá Vesturlöndum til þess. Sky News skýrir frá þessu. Hann sagði að nú beini Úkraínumenn sjónum sínum að hernaðarlegum markmiðum. Fyrst að frelsa borgir og bæi, eins Lesa meira

Telja að Úkraínumenn hafi staðið á bak við morðið á Darya Dugina í Moskvu

Telja að Úkraínumenn hafi staðið á bak við morðið á Darya Dugina í Moskvu

Fréttir
06.10.2022

Bandarískar leyniþjónustustofnanir telja að Úkraínumenn hafi staðið á bak við morðið á rússneska þjóðernissinnanum Darya Dugina í Moskvu þann 20. ágúst. Hún var ráðin af dögum með bílsprengju. Ekki er þó talið að hún hafi verið skotmarkið, það hafi verið faðir hennar Aleksandr Dugin sem er þekktur menntamaður og er sagður einn helsti hugmyndasmiður Vladímír Lesa meira

Truss segir að ekki eigi að semja um frið gegn því að Úkraínumenn láti land af hendi

Truss segir að ekki eigi að semja um frið gegn því að Úkraínumenn láti land af hendi

Fréttir
06.10.2022

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segir að Úkraína „muni sigra“ og að ekki megi semja um frið þar sem Úkraínumenn láta landsvæði af hendi. Þetta sagði hún landsfundi Íhaldsflokksins í Birmingham í gær. The Guardian segir að Truss hafi sagt að Úkraínumenn séu ekki aðeins að berjast fyrir eigin öryggi, heldur fyrir öryggi okkar allra. Þetta sé barátta fyrir frelsi og lýðræði um allan Lesa meira

Segir það hafa verið örlagarík mistök hjá Pútín að grípa til herkvaðningar

Segir það hafa verið örlagarík mistök hjá Pútín að grípa til herkvaðningar

Fréttir
06.10.2022

Það voru örlagarík mistök hjá Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, að grípa til herkvaðningar. Þetta sagði Sir Andrew Wood, fyrrum sendiherra Bretlands í Rússlandi, í samtali við Sky News. Hann sagði að skoðanir hafi verið skiptar í Rússlandi um stríðið en lítið hafi farið fyrir skoðanaskiptum vegna kúgunar yfirvalda. Nú sé hins vegar miklu meiri umræða en áður um stríðið. Hann sagðist telja það Lesa meira

Allir gasgeymar fullir í Frakklandi

Allir gasgeymar fullir í Frakklandi

Fréttir
06.10.2022

Franska orkustofnunin skýrði frá því í gær að allir gasgeymar landsins séu nú fullir. Mörg Evrópuríki hafa keppst við að fylla á gasgeyma sína fyrir veturinn til að vera óháð rússnesku gasi. Samkvæmt tölum frá Gas Infrastructure Europe frá á mánudaginn voru evrópskir gasgeymar tæplega 90% fullir. Auk Frakklands voru gasgeymar í Belgíu og Portúgal fullir. Minnst er komið í Lesa meira

Kasparov segir að þeir Rússar sem enn eru í Rússandi séu nú hluti af stríðsvélinni

Kasparov segir að þeir Rússar sem enn eru í Rússandi séu nú hluti af stríðsvélinni

Fréttir
06.10.2022

Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák og andstæðingur Vladímír Pútíns, segir að „sérhver Rússi sem býr í Rússlandi núna sé hluti af stríðsvélinni“ og krefst þess að þeir sem vilja standa réttum megin yfirgefi Rússland. Þetta sagði hann í samtali við þýska tímaritið Spiegel. Hann sagðist hafa barist gegn Pútín í 20 ár: „Ég sagði alltaf að þessi Lesa meira

Zelenskyy segir að Rússar hafi eyðilagt Lyman

Zelenskyy segir að Rússar hafi eyðilagt Lyman

Fréttir
06.10.2022

Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir að Rússar hafi lagt borgina Lyman í rúst. Úkraínumenn náðu henni nýlega úr klóm Rússa. En miðað við myndir frá borginni þá virðast Rússar hafa skilið eftir sig borg í rúst og er ljóst að mikið verk er fram undan við að endurbyggja hana. Zelenskyy skrifaði á Twitter að „allar grunnstoðir lífs hafa verið eyðilagðar Lesa meira

Hvað gerðist í Pisky-Radkivski? – Nágrannar heyrðu öskur allan sólarhringinn

Hvað gerðist í Pisky-Radkivski? – Nágrannar heyrðu öskur allan sólarhringinn

Fréttir
06.10.2022

Hvað gerðist í Pisky-Radkivski, sem er lítill bær við austurbakka Oskil árinnar í Úkraínu? Það er það sem lögreglan er nú að reyna að finna út úr. Fyrir innrás Rússa í Úkraínu bjuggu um 2.500 manns í bænum. Hann var hernumin af Rússum fljótlega eftir innrásina en 27. september náðu úkraínskar hersveitir bænum á sitt vald. Yfirvöld eru Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af