fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Úkraína

Segir að Pútín sé að missa tökin á valdataumunum

Segir að Pútín sé að missa tökin á valdataumunum

Fréttir
11.10.2022

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er að missa tökin á valdataumunum í Rússlandi. Þetta sagði Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olígarki og andstæðingur Pútíns í samtali við CNN. Hann segir að sprungur séu farnar að myndast í stoðum valdakerfis Pútíns í kjölfar herkvaðningarinnar þar sem 300.000 karlar verða kallaðir í herinn til að berjast í Úkraínu. Khodorkovsky sagði að ákvörðunin hafi klofið þá sem styðja stríðið og þá sem eru Lesa meira

Segir þetta vera ástæðurnar fyrir að Pútín muni ekki nota kjarnorkuvopn

Segir þetta vera ástæðurnar fyrir að Pútín muni ekki nota kjarnorkuvopn

Fréttir
11.10.2022

Steven Pifer, greinandi og fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segist sannfærður um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, „vilji ekki kjarnorkustríð“. Hann segir að Kremlverjar „vilji að Úkraína og Vesturlönd trúi að Rússland sé reiðubúið í kjarnorkustríð til að ógna þeim“. Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Pifer að Pútín tali oft um kjarnorkuvopn, meira að segja þegar hann er ekki að hafa í hótunum. Hann Lesa meira

Hleruð samtöl rússneskra hermanna vitna um lítinn baráttuanda – „Pútín er fáviti“

Hleruð samtöl rússneskra hermanna vitna um lítinn baráttuanda – „Pútín er fáviti“

Fréttir
11.10.2022

Rússneskir hermenn hringja heim til Rússlands frá vígvöllunum í Úkraínu og segja ættingjum sínum og vinum frá morðum á óbreyttum borgurum, ránum og rupli og vonleysi. Mörg þúsund símtöl hafa verið hleruð og hefur The New York Times birt sumar af þessum upptökum. Snemma í stríðinu var ljóst að rússnesku hersveitirnar glímdu við lítinn baráttuanda, vanda við að fá nægar Lesa meira

Segir að rússneskar hersveitir verði fljótlega uppiskroppa með eldsneyti

Segir að rússneskar hersveitir verði fljótlega uppiskroppa með eldsneyti

Fréttir
11.10.2022

Í kjölfar þess að Kerch-brúin, á milli Krím og meginlands Rússlands, var sprengd á laugardaginn verða rússneskar hersveitir fljótlega uppiskroppa með eldsneyti. Þetta sagði Forbes McKenzie, sérfræðingur í greiningu leyniþjónustuupplýsinga, í samtali við Sky News. Hann sagði að rússneskar hersveitir verði fljótlega komnar niður á síðustu eldsneytisdropana og geti ekki flutt hersveitir sínar til í Úkraínu. „Ef við Lesa meira

Zelenskyy segir að stimpla eigi Rússland sem hryðjuverkaríki

Zelenskyy segir að stimpla eigi Rússland sem hryðjuverkaríki

Fréttir
10.10.2022

Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur endurtekið ákall sitt um að Rússland verði lýst hryðjuverkaríki. Þetta gerði hann í kjölfar árásar Rússa í Zaporizhhzhia þar sem að minnsta kosti 14 létust og rúmlega 70 særðust, þar á meðal 11 börn. Árásin var gerð um helgina. Í ávarpi sínu í nótt sagði Zelenskyy að „hryðjuverk sé glæpur sem verði að refsa fyrir“. Lesa meira

Ráðgjafi Zelenskyy segir ummæli Pútíns „kaldhæðnisleg“

Ráðgjafi Zelenskyy segir ummæli Pútíns „kaldhæðnisleg“

Fréttir
10.10.2022

Það að saka Úkraínu um hryðjuverk í kjölfar sprengingarinnar á Kerch brúnni, sem liggur á milli meginlands Rússlands og Krímskaga, er „of kaldhæðnislegt, meira að segja fyrir Rússland“. Þetta sagði Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodomyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, í gær um ummæli Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, sem sagði að sprengingin á brúnni, snemma á laugardagsmorguninn, hafi verið hryðjuverk af hálfu Úkraínumanna. Pútín sakaði úkraínskar sérsveitir um að Lesa meira

„Gáfu“Pútín stórar fallbyssur í „afmælisgjöf“

„Gáfu“Pútín stórar fallbyssur í „afmælisgjöf“

Fréttir
10.10.2022

Slóvakar fögnuðu sjötugsafmæli Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, á föstudaginn með því að gefa úkraínska hernum tvær Slovak Zuzana-2 stórskotaliðsbyssur. Jaro Nad, varnarmálaráðherra landsins, skýrði frá þessu á Twitter. „Til að fagna sjötugsafmæli hans fær ofbeldismaðurinn Pútín nú þessar tvær fallbyssur í afmælisgjöf,“ skrifaði Nad og bætti við að enn fleiri byssur verði sendar til Úkraínu. Byssurnar geta skotið sex skotum á mínútu og Lesa meira

Segja að Úkraínumenn hafi hert árásir sínar á rússnesk landsvæði

Segja að Úkraínumenn hafi hert árásir sínar á rússnesk landsvæði

Fréttir
10.10.2022

Frá byrjun mánaðarins hafa úkraínskar hersveitir hert árásir sínar á rússnesk landsvæði töluvert. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem rússneska öryggislögreglan FSB sendi frá sér í gær. CNN segir að í tilkynningunni komi fram að síðustu vikuna hafi rúmlega 100 árásir verið gerðar með flugskeytum, stórskotaliðsbyssum, sprengjuvörpum og drónum á 32 byggðir í Bryansk-, Kursk- og Belgorod-héruðunum.

Herkvaddir Rússar fá undarlega kveðjugjöf frá yfirvöldum

Herkvaddir Rússar fá undarlega kveðjugjöf frá yfirvöldum

Fréttir
10.10.2022

Í rússneska héraðinu Sakha, sem er í Síberíu, hafa þeir karlmenn, sem hafa verið kvaddir í herinn, fengið ansi sérstaka kveðjugjöf frá yfirvöldum. Francis Scarr, fréttamaður BBC, skýrði frá þessu á Twitter og birti myndband af því þegar hermenn opna „pokann sinn“. Á upptökunni heyrist að þeir hlæja þegar þeir sjá að í pokanum er súkkulaði, skyndihjálparbúnaður og dömubindi. Áður Lesa meira

Segir að árásin á brúna hafi kveikt þörf fyrir „hefnd“

Segir að árásin á brúna hafi kveikt þörf fyrir „hefnd“

Fréttir
10.10.2022

Sergei Aksyonov, héraðsstjóri á Krímskaga, segir að árásin á Kerch brúna á laugardaginn hafi kveikt þörf fyrir „hefnd“. Brúin skemmdist mikið í sprengingu á laugardaginn. Hún er mjög mikilvæg fyrir flutning á hergögnum og nauðsynjum til Krím og suðurhluta þess svæðis sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu.  Brúin hefur einnig mikið táknrænt gildi fyrir Rússa og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Jökull á heimleið