Segir að Íranar notfæri sér Rússa
FréttirÍ nýlegri stöðufærslu bandarísku hugveitunnar The Institute of The Study of War (ISW) bendir hún á að Íranar notfæri sér þörf Rússa fyrir hergögn á meðvitaðan hátt til að þrýsta á þá til að veita aðstoð við kjarnorkuáætlun Írans. Rússar hafa þörf fyrir íranska sjálfsmorðsdróna (kamikaze-dróna) til árása á Úkraínu. Á laugardaginn viðurkenndu Íranar að hafa selt Rússum Lesa meira
Pútín grípur til nýrra leiða til að reyna að snúa gangi stríðsins – Segir þetta skýra viljaskort rússneskra hermanna
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, verður sífellt örvæntingarfyllri í tilraunum sínum við að fá unga menn til að ganga til liðs við rússneska herinn svo þeir geti barist fyrir draumi hans um að endurvekja rússneska heimsveldið. Hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ hans í Úkraínu, sem er auðvitað ekkert annað en stríð, gengur alls ekki eins og hann gerði ráð fyrir. Lesa meira
Flóttinn frá Kherson er niðurlæging fyrir Pútín – En kannski er ekki allt sem sýnist
FréttirVladímír Pútín hefur gefið rússneska hernum fyrirmæli um að hörfa frá borginni Kherson sem er í samnefndu héraði. Rússneskar hersveitir eru byrjaðar að yfirgefa borgina en kannski er ekki allt sem sýnist hvað þetta varðar. Kherson var fyrsta borgin sem Rússar náðu á sitt vald vestan við Dnipro ána eftir að þeir réðust inn í Úkraínu þann 24. Lesa meira
Vestrænar vopnageymslur eru að tæmast vegna stríðsins í Úkraínu
FréttirEftir átta mánaða langt stríð í Úkraínu eru vestrænar vopnageymslur farnar að tæmast. Það getur að lokum orðið til þess að Úkraínumenn hafi færri vopn til að berjast með gegn rússneska innrásarhernum. Meðal þeirra vopna sem Úkraínumenn notuðu til að koma í veg fyrir að Rússar næðu Kyiv á sitt vald voru Javelin skriðdrekavarnarflaugar. Eftir nokkurra vikna tilraunir til Lesa meira
Fundu 34 pyntingarklefa á svæðum sem Rússar hafa verið hraktir frá
FréttirÚkraínska lögreglan hefur fundið 34 pyntingarklefa og fangelsi á svæðum sem rússneskar hersveitir höfðu á valdi sínu en hafa nú verið hraktar frá. Þetta segir óháða úkraínska fréttastofan Hromadske International. Hefur fréttastofan þessar upplýsingar frá úkraínsku lögreglunni. Law enforcement officers have already found 34 torture chambers and prisons arranged by the Russian occupiers in the de-occupied territories of Ukraine, Lesa meira
Milljónir án rafmagns eftir nýjar árásir
FréttirRússar létu flugskeytum rigna yfir innviði í Úkraínu í gær og í gærkvöldi var rafmagnslaust í tíu héruðum vegna þessara árása. Um 4,5 milljónir landsmanna voru án rafmagns í nótt. CNN skýrir frá þess og segir að samkvæmt því sem Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hafi sagt þá hafi 4,5 milljónir landsmanna verið án rafmagns. Hann sagði einnig að Lesa meira
Segir að Pútín hafi spilað of djarft – Blekkingin var afhjúpuð
Fréttir„Á laugardaginn gerðu Úkraínumenn árás á rússnesk herskip úti fyrir höfninni í Sevastopol á Krímskaga. Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að einn tundurduflaslæðari hafi skemmst. Auk þess bendir allt til að freigátan Makarov aðmíráll hafi skemmst. Ekki liggur enn fyrir hversu miklar skemmdir urðu á skipunum.“ Svona hefst grein eftir Jacob Kaarsbo, sérfræðing hjá hugveitunni Europa í Danmörku og fyrrum sérfræðing hjá leyniþjónustu Lesa meira
Segir þetta vera mestu hættuna sem stafar af Pútín
FréttirHamish De Bretton-Gordon, fyrrum yfirmaður efnavopnadeildar breska hersins, segir að ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu að Vladímír Pútín muni ekki grípa til einhverskonar kjarnorkuárásar í Úkraínu. Hann sagði að taka þurfi þetta mjög alvarlega. Í samtali við Sky News sagði hann að það sé ólíklegt að Pútín beiti vígvallarkjarnorkuvopnum en hann haldi áfram að gera það ólíklega. „Ég held því Lesa meira
Segir að rússneskir herforingjar hafi rætt það sem sé óhugsandi
FréttirHáttsettir rússneskir herforingjar funduðu nýlega og ræddu um hvernig Rússar geta beitt vígvallarkjarnorkuvopnum í Úkraínu. Vladímír Pútín, forseti, var ekki á fundinum sem snerust um slæmt gengi rússneska hersins í stríðinu. The New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir háttsettum bandarískum embættismönnum. Þessar viðræður herforingjanna eru sagðar hafa valdið áhyggjum í Washington því þær benda til að orðaskak Pútíns og annarra háttsettra rússneskra Lesa meira
Pútín búinn að koma ofurvopnum fyrir í Hvíta-Rússlandi
FréttirMiðað við það sem sést á gervihnattarmyndum þá eru Rússar búnir að koma ofurhljóðfráum flugskeytum og orustuþotum fyrir í Hvíta-Rússlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins Faktisk Verifiserbar sem byggir þetta á gervihnattarmyndum frá Planet Labs. Á myndunum sjást þrjár rússneskar MiG-31K orustuþotur en Hvítrússar eiga ekki slíkar þotur. Þær eru staðsettar í Machulischchi-flugstöðinni sem er sunnan við höfuðborgina Minsk. Við hlið vélanna eru gámar Lesa meira