fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024

Úkraína

Fékk styrk til náms í Rússlandi – Endaði í fangelsi og dó á vígvellinum í Úkraínu

Fékk styrk til náms í Rússlandi – Endaði í fangelsi og dó á vígvellinum í Úkraínu

Fréttir
17.11.2022

Á mánudaginn skýrði sambíska utanríkisráðuneytið frá því að Lemekhani Nathan Nyirenda, 23 ára Sambíumaður, hafi fallið á vígvellinum í Úkraínu þar sem hann barðist með Rússum. Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið um útlending, sem hefur barist með Rússum, sem hefur fallið í stríðinu. Utanríkisráðuneytið sagði að sendiráð Sambíu í Moskvu hafi fengið þetta staðfest hjá rússneskum yfirvöldum. Saga Nyirenda er óvenjuleg. Hann fékk Lesa meira

Hér verður harðast barist í kjölfar flótta Rússa frá Kherson

Hér verður harðast barist í kjölfar flótta Rússa frá Kherson

Fréttir
16.11.2022

Rússar yfirgáfu borgin Kherson í samnefndu héraði um síðustu helgi og hafa Úkraínumenn borgina nú algjörlega á sínu valdi. Rússnesku hermennirnir flúðu yfir ána Dnipro en Rússar hafa unnið að því að koma upp varnarlínum við ána. Brotthvarf Rússa frá Kherson veldur því að nú eru Úkraínumenn komnir nær Krímskaga en nokkru sinni frá upphafi stríðsins. Krímskagi hefur verið á valdi Lesa meira

Styrkir stöðu sína – „Þetta er fordæmalaust í stjórnartíð Pútíns“

Styrkir stöðu sína – „Þetta er fordæmalaust í stjórnartíð Pútíns“

Fréttir
16.11.2022

„Þetta er fordæmalaust í stjórnartíð Pútíns.“ Þetta segir í nýlegri greiningu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) á stöðu  mála í stríðinu í Úkraínu. Segir ISW þetta um rússneska olígarkann Yevgeny Prigozhin, sem oft er nefndur „Kokkur Pútíns“, og hegðun hans að undanförnu. Segir ISW að Prigozhin, sem á málaliðafyrirtækið Wagner, sé að styrkja stöðu sína sem sjálfstæður stalínskur stríðsherra í Rússlandi. Hann verði sífellt meira áberandi í samfélagi þjóðernissinna sem Lesa meira

Hugmyndafræðingur Pútíns gagnrýnir hann – „Ef þér er sama, þá ertu ekki Rússi“

Hugmyndafræðingur Pútíns gagnrýnir hann – „Ef þér er sama, þá ertu ekki Rússi“

Fréttir
16.11.2022

Eftir brotthvarf rússneska hersins frá Kherson um helgina hefur gagnrýni á hendur Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, farið vaxandi. Missir Kherson var mikið áfall fyrir Rússa en borgin var ein sú stærsta sem Rússar höfðu náð á sitt vald en þeir náðu henni á sitt vald í byrjun mars. „Rússnesk borg, höfuðborgin í einu af rússnesku héruðunum, Lesa meira

Segir að Pútín sé hugsanlega að gera „alvarleg mistök“

Segir að Pútín sé hugsanlega að gera „alvarleg mistök“

Fréttir
16.11.2022

Eins og staðan er núna þá er ekkert sem bendir til að það muni draga úr bardögum í Úkraínu í vetur, eiginlega þvert á móti. En það þýðir um leið að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er hugsanlega á leið til að gera „alvarleg mistök út frá hernaðarlegu sjónarhorni“. Þetta kemu fram í nýlegri stöðuskýrslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW). Í stöðuskýrslunni kemur fram að þegar Lesa meira

Þetta vitum við um flugskeytamálið í Póllandi – Telja að því hafi verið skotið frá Úkraínu

Þetta vitum við um flugskeytamálið í Póllandi – Telja að því hafi verið skotið frá Úkraínu

Fréttir
16.11.2022

Flugskeyti lenti í bænum Przewodow í Póllandi síðdegis í gær og varð tveimur að bana. Bærinn er nærri úkraínsku landamærunum. Tveir létust. Enn hefur ekki verið staðfest hver skaut flugskeytinu en Pólverjar telja það rússneskt. Bandarískir embættismenn sögðu í nótt að flest bendi til að flugskeytinu hafi verið skotið frá Úkraínu. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir Lesa meira

Dularfullur dauðdagi strengjabrúðu Rússa

Dularfullur dauðdagi strengjabrúðu Rússa

Fréttir
11.11.2022

Skömmu áður en Rússar tilkynntu um brotthvarf hers síns frá borginni Kherson á miðvikudaginn barst önnur tilkynning. Hún er einnig mjög athyglisverð en féll kannski svolítið í skuggann vegna fréttarinnar um að Rússar ætli að yfirgefa Kherson. Þessi frétt snerist um að Kirill Stremousov, sem var varahéraðsstjóri í Kherson og leppur Rússa, hefði látist í umferðarslysi. En það eru ekki allir sem Lesa meira

Er efins um flótta Rússa frá Kherson – Er þetta gildra?

Er efins um flótta Rússa frá Kherson – Er þetta gildra?

Fréttir
11.11.2022

Á miðvikudaginn tilkynnti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, að rússneskum hersveitum hefði verið skipað að hörfa frá borginni Kherson og yfir á vesturbakka Dnipro. En Úkraínumenn hafa tekið þessum fréttum varlega. Mykhailo Podoljka, ráðgjafi Volodymyr Zelenskyy, forseta, skrifaði á Twitter að það sé meira að marka það sem gert sé en orð. Enn hafi ekki sést nein merki þess að Rússar ætli að yfirgefa Kherson átakalaust. Úkraínumenn frelsi land Lesa meira

Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson – Eru í miklum vanda

Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson – Eru í miklum vanda

Fréttir
10.11.2022

Í gær gaf Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Surovikin, yfirmanni rússneska hersins í Úkraínu, fyrirmæli um að draga rússneskar hersveitir frá borginni Kherson og yfir ána Dnipro. Rússar náðu Kherson á sitt vald fljótlega eftir að þeir réðust inn í Úkraínu en að undanförnu hafa úkraínskar hersveitir nálgast borgina og Rússar hafa átt í erfiðleikum með birgðaflutninga þangað vegna árása Úkraínumanna. Óhætt er að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af