Pútín er búinn að fá 35.000 fanga til herþjónustu – Morðingjar, mannæta og nauðgarar
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, er búinn að fá 35.000 fanga til liðs við rússneska herinn að undanförnu. Þeir eiga að berjast í Úkraínu og ef þeim tekst að lifa sex mánuði af á vígvellinum fá þeir sakaruppgjöf. Meðal þessara fanga eru morðingjar, mannæta og nauðgarar. Daily Mail segir að fangarnir fái fulla sakaruppgjöf og megi búa hvar sem er Lesa meira
Er NATO að leyna sannleikanum á bak við flugskeytið sem lenti í Póllandi?
FréttirSíðdegis á þriðjudaginn lenti flugskeyti í bænum Przewodow í Póllandi og varð tveimur að bana. Strax og fréttist af þessu titraði allt innan raða NATO því óttast var að Rússar hefðu skotið flugskeytinu. Ef svo hefði verið hefði það kallað á viðbrögð frá NATO og telja sumir að það hefði jafnvel orðið til þess að NATO drægist inn í stríðið í Úkraínu. En Lesa meira
Er að styttast í pólitísku lífi Pútíns? Eigandi Wagnerhópsins sagður hugsa sér til hreyfings
FréttirRússneski olígarkinn Yevgeny Prigozhin, sem er eigandi hins svokallaða Wagnerhóps, vinnur stöðugt að því að tryggja völd sín og auka. Wagnerhópurinn er málaliðafyrirtæki sem rússnesk stjórnvöld hafa oft nýtt sér í átökum utan landsteinanna og í stríðinu í Úkraínu. Prigozhin hefur oft verið kallaður „Kokkur Pútíns“ en þeir eru gamlir vinir og hefur Pútín séð Lesa meira
Sannkallað helvíti – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“
Fréttir„Vegir, brýr, hús, byggingar. Allt. Við finnum stöðugt jarðsprengjur. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Þetta sagði úkraínskur hermaður að nafni Oleksandr Valeriiovych í samtali við The Guardian um það jarðsprengjuhelvíti sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét hermenn sína koma upp í Kherson. Sagði Valeriiovych að Rússar hafi sett jarðsprengjur alls staðar þar sem það Lesa meira
Veturinn er að skella á Úkraínu og það getur haft mikil áhrif á gang stríðsins
FréttirStríðið í Úkraínu er nú að færast á nýtt stig vegna breytinga á veðri. Fram að þessu hefur haustið verið milt en frá og með deginum í dag skellur kuldinn á af miklum krafti. Frost verður að degi til og mikið næturfrost. Um miðja næstu viku gæti farið að snjóa samkvæmt spám. Í stöðuskýrslu breska Lesa meira
Umræðan um aftökuna á rússneskum liðhlaupa með sleggju tekur nýja stefnu í Rússlandi
FréttirMyndband af aftöku rússnesks liðhlaupa er heitt umræðuefni í Rússlandi þessa dagana. Maðurinn var tekinn af lífi með því að höfuð hans var límt fast við vegg og síðan var hann laminn í höfuðið með sleggju. Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðafyrirtækisins Wagner, fagnaði myndbandinu um helgina og sagði manninn hafa svikið liðsmenn sína og hafi átt Lesa meira
Fékk styrk til náms í Rússlandi – Endaði í fangelsi og dó á vígvellinum í Úkraínu
FréttirÁ mánudaginn skýrði sambíska utanríkisráðuneytið frá því að Lemekhani Nathan Nyirenda, 23 ára Sambíumaður, hafi fallið á vígvellinum í Úkraínu þar sem hann barðist með Rússum. Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið um útlending, sem hefur barist með Rússum, sem hefur fallið í stríðinu. Utanríkisráðuneytið sagði að sendiráð Sambíu í Moskvu hafi fengið þetta staðfest hjá rússneskum yfirvöldum. Saga Nyirenda er óvenjuleg. Hann fékk Lesa meira
Hér verður harðast barist í kjölfar flótta Rússa frá Kherson
FréttirRússar yfirgáfu borgin Kherson í samnefndu héraði um síðustu helgi og hafa Úkraínumenn borgina nú algjörlega á sínu valdi. Rússnesku hermennirnir flúðu yfir ána Dnipro en Rússar hafa unnið að því að koma upp varnarlínum við ána. Brotthvarf Rússa frá Kherson veldur því að nú eru Úkraínumenn komnir nær Krímskaga en nokkru sinni frá upphafi stríðsins. Krímskagi hefur verið á valdi Lesa meira
Styrkir stöðu sína – „Þetta er fordæmalaust í stjórnartíð Pútíns“
Fréttir„Þetta er fordæmalaust í stjórnartíð Pútíns.“ Þetta segir í nýlegri greiningu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) á stöðu mála í stríðinu í Úkraínu. Segir ISW þetta um rússneska olígarkann Yevgeny Prigozhin, sem oft er nefndur „Kokkur Pútíns“, og hegðun hans að undanförnu. Segir ISW að Prigozhin, sem á málaliðafyrirtækið Wagner, sé að styrkja stöðu sína sem sjálfstæður stalínskur stríðsherra í Rússlandi. Hann verði sífellt meira áberandi í samfélagi þjóðernissinna sem Lesa meira
Hugmyndafræðingur Pútíns gagnrýnir hann – „Ef þér er sama, þá ertu ekki Rússi“
FréttirEftir brotthvarf rússneska hersins frá Kherson um helgina hefur gagnrýni á hendur Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, farið vaxandi. Missir Kherson var mikið áfall fyrir Rússa en borgin var ein sú stærsta sem Rússar höfðu náð á sitt vald en þeir náðu henni á sitt vald í byrjun mars. „Rússnesk borg, höfuðborgin í einu af rússnesku héruðunum, Lesa meira