fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024

Úkraína

Svona mun stríðið þróast að mati sérfræðinga

Svona mun stríðið þróast að mati sérfræðinga

Fréttir
21.11.2022

Margir sérfræðingar telja að ekki sé útlit fyrir að stríðið í Úkraínu verði rólegt næstu mánuðina þrátt fyrir að vetrarhörkur séu að skella á landinu. Með frelsun Kherson úr höndum Rússa auk fleiri landsvæða vestan við Dnipro hefur landakortið, yfir vígvellina í Úkraínu, gjörbreyst. Reikna má með að brotthvarf Rússa frá Kherson, sem er í suðurhluta Úkraínu, muni vera einn Lesa meira

Segir að við þessar aðstæður gæti Pútín neyðst til að nota kjarnorkuvopn

Segir að við þessar aðstæður gæti Pútín neyðst til að nota kjarnorkuvopn

Fréttir
21.11.2022

Rússar hafa farið halloka á vígvellinum í Úkraínu og samkvæmt því sem sérfræðingur einn segir þá nálgumst við þann tímapunkt þar sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, gæti neyðst til að beita kjarnorkuvopnum. Ekki er langt síðan Rússar neyddust til að hörfa frá borginni Kherson, í samnefndu héraði, og yfir ána Dnipro. Hún er núna náttúruleg varnarlína þeirra. Peter Lesa meira

Tíu milljónir Úkraínubúa eru án rafmagns

Tíu milljónir Úkraínubúa eru án rafmagns

Fréttir
18.11.2022

Um tíu milljónir Úkraínubúa eru án rafmagns eftir árásir Rússa á orkuinnviði landsins. Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, í ávarpi í gærkvöldi. BBC skýrir frá þessu. Hann sagði að allt sé gert til að reyna að koma rafmagni á aftur. Meðal nýjustu skotmarka Rússa voru gasstöð og flugskeytaverksmiðja. Í gær notuðu Rússar bæði flugskeyti og dróna við árásir sínar. Lesa meira

Rússar sögðu dauða leppstjórans vera slys – Það er kannski ekki rétt

Rússar sögðu dauða leppstjórans vera slys – Það er kannski ekki rétt

Fréttir
18.11.2022

Eins og DV skýrði frá fyrir viku þá lést Kirill Stremousov, varahéraðsstjóri í Kherson, nýlega. Hann var Úkraínumaður en hafði gengið Rússum á hönd og var leppur þeirra í héraðsstjórninni. Rússnesk yfirvöld segja að hann hafi látist í umferðarslysi en kannski er það ekki rétt með farið. Þegar myndir frá slysstað eru skoðaðar er ekki annað sjá en Lesa meira

Pútín er búinn að fá 35.000 fanga til herþjónustu – Morðingjar, mannæta og nauðgarar

Pútín er búinn að fá 35.000 fanga til herþjónustu – Morðingjar, mannæta og nauðgarar

Fréttir
18.11.2022

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er búinn að fá 35.000 fanga til liðs við rússneska herinn að undanförnu. Þeir eiga að berjast í Úkraínu og ef þeim tekst að lifa sex mánuði af á vígvellinum fá þeir sakaruppgjöf. Meðal þessara fanga eru morðingjar, mannæta og nauðgarar. Daily Mail segir að fangarnir fái fulla sakaruppgjöf og megi búa hvar sem er Lesa meira

Er NATO að leyna sannleikanum á bak við flugskeytið sem lenti í Póllandi?

Er NATO að leyna sannleikanum á bak við flugskeytið sem lenti í Póllandi?

Fréttir
18.11.2022

Síðdegis á þriðjudaginn lenti flugskeyti í bænum Przewodow í Póllandi og varð tveimur að bana. Strax og fréttist af þessu titraði allt innan raða NATO því óttast var að Rússar hefðu skotið flugskeytinu. Ef svo hefði verið hefði það kallað á viðbrögð frá NATO og telja sumir að það hefði jafnvel orðið til þess að NATO drægist inn í stríðið í Úkraínu. En Lesa meira

Er að styttast í pólitísku lífi Pútíns? Eigandi Wagnerhópsins sagður hugsa sér til hreyfings

Er að styttast í pólitísku lífi Pútíns? Eigandi Wagnerhópsins sagður hugsa sér til hreyfings

Fréttir
17.11.2022

Rússneski olígarkinn Yevgeny Prigozhin, sem er eigandi hins svokallaða Wagnerhóps, vinnur stöðugt að því að tryggja völd sín og auka. Wagnerhópurinn er málaliðafyrirtæki sem rússnesk stjórnvöld hafa oft nýtt sér í átökum utan landsteinanna og í stríðinu í Úkraínu. Prigozhin hefur oft verið kallaður „Kokkur Pútíns“ en þeir eru gamlir vinir og hefur Pútín séð Lesa meira

Sannkallað helvíti – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Sannkallað helvíti – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Fréttir
17.11.2022

„Vegir, brýr, hús, byggingar. Allt. Við finnum stöðugt jarðsprengjur. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Þetta sagði úkraínskur hermaður að nafni Oleksandr Valeriiovych í samtali við The Guardian um það jarðsprengjuhelvíti sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét hermenn sína koma upp í Kherson. Sagði Valeriiovych að Rússar hafi sett jarðsprengjur alls staðar þar sem það Lesa meira

Veturinn er að skella á Úkraínu og það getur haft mikil áhrif á gang stríðsins

Veturinn er að skella á Úkraínu og það getur haft mikil áhrif á gang stríðsins

Fréttir
17.11.2022

Stríðið í Úkraínu er nú að færast á nýtt stig vegna breytinga á veðri. Fram að þessu hefur haustið verið milt en frá og með deginum í dag skellur kuldinn á af miklum krafti. Frost verður að degi til og mikið næturfrost. Um miðja næstu viku gæti farið að snjóa samkvæmt spám. Í stöðuskýrslu breska Lesa meira

Umræðan um aftökuna á rússneskum liðhlaupa með sleggju tekur nýja stefnu í Rússlandi

Umræðan um aftökuna á rússneskum liðhlaupa með sleggju tekur nýja stefnu í Rússlandi

Fréttir
17.11.2022

Myndband af aftöku rússnesks liðhlaupa er heitt umræðuefni í Rússlandi þessa dagana. Maðurinn var tekinn af lífi með því að höfuð hans var límt fast við vegg og síðan var hann laminn í höfuðið með sleggju. Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðafyrirtækisins Wagner, fagnaði myndbandinu um helgina og sagði manninn hafa svikið liðsmenn sína og hafi átt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af