Rússneskar mæður með skýra kröfu til Pútíns
Fréttir„Við krefjumst þess að hersveitirnar verði kallaðar heim frá Úkraínu og að hermennirnir komi heim.“ Svona skýr er krafa rússneskra mæðra til Vladímír Pútíns, forseta. Það er hópur mæðra, aktívista, sem hóf undirskriftasöfnun á sunnudaginn á heimasíðunni Change.org. Það er engin tilviljun að undirskriftasöfnunin hófst á sunnudaginn því þá var mæðradagurinn í Rússlandi. Hópurinn, sem heitir Feminist Anti-War Resistance, stefndi að því að fá að minnsta kosti Lesa meira
Segir að refsiaðgerðirnar séu farnar að bíta og þessu megi Pútín ekki við
FréttirEf Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, dregur stríðið í Úkraínu á langinn eru engar líkur á að Vesturlönd slaki á refsiaðgerðum sínum gagnvart landinu. Það veldur því að Pútín á á hættu að fá unga Rússa upp á móti sér. Vesturlönd, með Bandaríkin og ESB í fararbroddi, hafa beitt Rússa hörðum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Þess utan hefur stríðsgæfa Lesa meira
Bandaríkin íhuga að senda langdræg árásarvopn til Úkraínu
FréttirBandarísk stjórnvöld íhuga nú að verða við beiðni Boeing um að láta úkraínska herinn fá ódýrar litlar sprengjur sem er hægt að festa á flugskeyti sem nóg er til af. Sky News skýrir frá þessu og segir að með þessu geti Úkraínumenn gert árásir á Rússa miklu lengra bak við víglínuna en nú. Flugskeytin sem um ræðir Lesa meira
„Við getum ekki látið Pútín stela jólunum“
FréttirEkkert á að koma í veg fyrir jólastemmningu, ekki einu sinni stríð. Af þeim sökum hefur Vitali Klitschko, borgarstjóri í Kyiv, ákveðið að jólaskreytingar verði settar upp í borginni og að grenilykt skuli fylla vit borgarbúa. „Enginn aflýsir jólunum og áramótunum og nýársstemmningin verður til staðar. Við getum ekki látið Pútín stela jólunum,“ sagði hann í samtali við fréttastofuna RBC-Ukraine. Jólatré Lesa meira
Segja að valdabarátta standi yfir í innsta hring Pútíns
FréttirMaðurinn sem er oft nefndur „Kokkur Pútíns“ er orðinn ótrúlega valdamikill, kannski of valdamikill að sumra mati. Hann heitir Yevgeny Prigozhin og er stofnandi, eigandi og heilinn á bak við Wagner-hópinn sem er málaliðafyrirtæki. Rússnesk stjórnvöld hafa árum saman nýtt sér Wagner-hópinn í vafasömum aðgerðum víða um heim og nú berjast málaliðar á vegum hópsins við hlið rússneskra hermanna í Úkraínu. Lesa meira
Skelfileg spá – Segja að allt að 185.000 Evrópubúar geti dáið ótímabærum dauða í vetur
FréttirÞað er dökk spá sem sett er fram í tímaritinu The Economist um komandi vetur í Evrópu. Samkvæmt henni þá geta allt að 185.000 Evrópubúar dáið ótímabærum dauða ef veturinn verður mjög kaldur en ef hann verður „eðlilegur“ er hætta á að um 147.000 manns deyi ótímabærum dauða. Ástæðan fyrir þessu er „orkustríð“ Rússa gegn Evrópu en það tengist stríðinu Lesa meira
Rússar reikna með að 100.000 af herkvöddu hermönnunum falli í vetur
FréttirRússnesk yfirvöld reikna með að 100.000 af þeim 300.000 hermönnum, sem voru kvaddir til herþjónustu nú í haust, falli á vígvellinum í Úkraínu fyrir næsta sumar. Margir þeirra eru sendir á vígvöllinn án þess að hafa fengið neina þjálfun eða litla þjálfun. Af þeim sökum reikna yfirvöld með miklu mannfalli meðal þeirra. Þetta segir óháði Lesa meira
Fjórir lykilþættir varðandi stríðið í Úkraínu
FréttirNú eru rúmlega níu mánuðir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Ætlun þeirra var að ná stærstum hluta landsins á sitt vald á skömmum tíma og bola Volodymyr Zelenskyy, forseta, og stjórn hans frá völdum. Eins og kunnugt er hefur þetta ekki gengið eftir og hafa Rússar beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum á vígvellinum og á Lesa meira
Lukashenko hvetur Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“
FréttirAleksandr Lukashenko, forseti og einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, hvatti í gær Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“. Hann sagði að „allt sé í höndum Úkraínumanna“. Sky News skýrir frá þessum orðum einræðisherrans. Fram kemur að Lukashenko hafi sagt fréttamönnum að Úkraínumenn hafi þetta allt í sínum höndum núna ef þeir vilja ekki að Lesa meira
Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka
FréttirVeturinn hefur hafið innreið sína í Úkraínu og þar með er nýr og ískaldur kafli hafinn í stríði landsmanna við rússneska innrásarliðið. Sögulega séð þá hefur veturinn verið Rússum hliðhollur, að minnsta kosti er það hluti af rússneskum þjóðsögum. Hann hjálpaði þeim að sigra her Napóleons og her nasista í síðari heimsstyrjöldinni. En það er ekki öruggt Lesa meira