„Kokkur Pútíns“ varpar ljósi á af hverju hann vill ná Bakhmut
FréttirÍ rúmlega fimm mánuði hafa Rússar reynt að ná bænum Bakhmut á sitt vald. Úkraínumenn hafa varist af krafti og hefur orustunni um borgina oft verið líkt við orustur fyrri heimsstyrjaldarinnar því um skotgrafahernað er að ræða með gríðarlegu mannfalli. Hefur stundum verið talað um að rússneskir hermenn séu sendir í hakkavélina í Bakhmut. Málaliðar úr Wagnerhópnum hafa verið áberandi Lesa meira
Segja gríðarlega umfangsmikla herkvaðningu yfirvofandi í Rússlandi
FréttirLeyniþjónusta úkraínska hersins segir að Rússar séu nú að undirbúa nýja herkvaðningu og að nú verði 500.000 menn kallaðir til herþjónustu til viðbótar við þá 300.000 sem voru kvaddir til herþjónustu í haust. The Guardian skýrir frá þessu. Andriy Chernyak, fulltrúi leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði í samtali við þýska fjölmiðilinn T-Online að herkvaðningin hefjist 15. janúar. Jacob Kaarsbo, sem er danskur sérfræðingur Lesa meira
Rússar segjast hafa fellt 600 úkraínska hermenn í flugskeytaárás – Fréttamenn á staðnum hafa aðra sögu að segja
FréttirTalsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins skýrði frá því í gær að rúmlega 600 úkraínskir hermenn hefðu fallið í flugskeytaárás á tvær bækistöðvar úkraínska hersins í bænum Kramatorsk aðfaranótt sunnudags. Sagði talsmaðurinn að úkraínsku hermennirnir hefðu verið sofandi í svefnsölum herstöðvanna. Hann sagði að árásin hefði verið hefnd fyrir árás Úkraínumanna á rússneska bækistöð á gamlárskvöld en þá Lesa meira
Á þriðja tug látnir – „Dularfullur morðfaraldur“
FréttirHrap út um sjúkrahúsglugga, hjartaáfall, hrap niður fjallshlíð, hrap niður stiga og sjálfsvíg. Þetta eru bara nokkrar af þeim dánarorsökum sem hafa verið gefnar upp fyrir rúmlega 20 rússneska olígarka sem hafa látist síðasta árið. Við þetta má bæta dauðsföllum háttsettra herforingja. Flestir olígarkanna lifðu í velmegun og voru með gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og lífvörslu. Þetta eykur Lesa meira
Vopnahlé Pútíns er bara sjónarspil segir sérfræðingur
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, gaf her sínum þau fyrirmæli í gær að hann eigi að gera hlé á árásum á Úkraínumenn frá klukkan 12 í dag og næstu 36 klukkustundirnar þar á eftir. Úkraínumenn tóku þessum fréttum ekki fagnandi og höfnuðu því algjörlega að virða vopnahlé sem Pútín hafi ákveðið að efna til í tilefni af jólahátíð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Peter Viggo Jakobsen, Lesa meira
Rússneskur hermaður segir frá lygunum – „Við gátum ekki farið neitt“
FréttirÞað liðu aðeins nokkrir dagar frá því að Yevgeny Chavelyuk, sem starfaði í rússneskri stálsmiðju, fékk að vita að hann hefði verið kvaddur í herinn þar til hann stóð á úkraínskri jörð. Skömmu síðar var hann tekinn höndum af úkraínskum hermönnum. Hann ræddi nýlega við Wall Street Journal og sagði að herdeild hans hafi verið sagt að hún Lesa meira
Óléttar rússneskar konur streyma til Argentínu – Ein stór ástæða fyrir því
FréttirRússar eiga ekki í mörg hús að venda ef þeir vilja fara út fyrir landsteinana. Víða eru þeir óvelkomnir vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það á ekki við í Argentínu og það nýta barnshafandi konur sér í miklum mæli. Í grein í The Guardian kemur fram að rússneskar konur streymi til Argentínu til að geta fætt börn sín Lesa meira
Þessi prófílmynd reyndist Rússum dýrkeypt
FréttirÍ þröngum bol, buxum í felulitum og með vélbyssu situr miðaldra rússneskur hermaður fyrir á ljósmynd sem hann notar sem prófílmynd á samfélagsmiðlinum VK. Á bak við hann hangir lógo með skeifu og bókstöfunum GP. Ekki er vitað hver hermaðurinn er og prófílmyndin hefur aðeins fengið 13 „læk“ og því greinilega ekki mikla athygli frá umheiminum, eða hvað? Lesa meira
Frakkar senda Úkraínumönnum brynvarin árásarökutæki
FréttirEmmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi símleiðis við Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í gær. Macron tilkynnti starfsbróður sínum að Frakkar muni senda AMX-10 RC brynvarin árásarökutæki til notkunar gegn rússneska innrásarliðinu. Þetta eru hraðskreið ökutæki með fallbyssu. Fjögurra manna áhöfn er í hverju ökutæki. Úkraínumenn hafa ítrekað beðið Vesturlönd um þunga skriðdreka, til dæmis Leopard, en ekki enn fengið. Sérfræðingar hafa sagt að Úkraínumenn fái Lesa meira
Segir að Rússar hyggi á nýja herkvaðningu til að „snúa gangi stríðsins“
FréttirRússar eru að undirbúa frekari herkvaðningu til að geta hafið stórsókn. Skiptir þar engu að gagnrýni rignir yfir rússneska ráðamenn eftir að Úkraínumenn felldu að eigin sögn mörg hundruð hermenn á gamlársdag og gamlárskvöld í árásum á bækistöðvar Rússa í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að engin vafi leiki á Lesa meira