Á flótta undan Pútín – Býr á flugvelli í 2.000 km fjarlægð
FréttirÁ Incheon alþjóðaflugvellinum í Suður-Kóreu hafast fimm ungir Rússar við og hafa gert vikum saman. Þeir eru allir frá Buryatia lýðveldinu í suðaustanverðu Rússlandi. The Korea Times segir Vladimir Maraktaev og fjórir aðrir ungir Rússar hafi pakkað niður föggum sínum og flúið til Suður-Kóreu þegar þeir fengu bréf um að þeir hefðu verið kvaddir í herinn og ættu að fara á vígvöllinn í Úkraínu. Andrey Lesa meira
Telur loforð Breta um að senda Úkraínu skriðdreka benda til að stórsókn sé í uppsiglingu
FréttirRishi Sunak, forsætisráðherra Bretland, staðfesti nýlega í samtali við Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, að Bretar muni senda 12 Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Þetta eru einir fullkomnustu skriðdrekar heims. Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir því að fá skriðdreka af þessu tagi, þunga skriðdreka, frá bandamönnum sínum á Vesturlöndum. Bandalagsríkin hafa verið treg til að láta Lesa meira
Nýtt vandamál hjá Pútín – Vantar skotfæri
FréttirRússneska herinn mun fljótlega skorta skotfæri og það getur gert út af við áætlanir Vladímír Pútíns, forseta, um að hefja sókn í Úkraínu á næstunni. Merki um skotfæraskortin er að sums staðar í Úkraínu hefur dregið mjög úr stórskotaliðsárásum Rússa og nemur samdrátturinn allt að 75% á sumum stöðum. Skotfæri eru auðvitað nauðsynleg í hernaði og því er þetta Lesa meira
Eru þetta ástæðurnar fyrir að skipt var um yfirmann rússneska innrásarhersins?
FréttirEins og DV skýrði frá í morgun þá hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sett Sergey Surovikin af sem æðsta yfirmann rússneska innrásarhersins í Úkraínu. Valeri Gerasimov tók við af honum. Þetta hefur vakið mikla athygli því Surovikin nýtur mikillar virðingar og er mjög vinsæll en Gerasimov er óvinsæll og hefur verið sagður bera mikla ábyrgð á hrakförum Rússa í stríðinu. Surovikin hefur tekist að forðast að fá á Lesa meira
Pútín víkur „Dómsdagshershöfðingjanum“ frá og setur „prúðan og fræðilegan“ hershöfðingja yfir innrásarherinn
FréttirVladímír Pútín hefur sett Sergey Surovikin, hershöfðinga, af sem yfirmann innrásarhersins í Úkraínu. Aðeins eru þrír mánuðir síðan hann tók við stjórninni. Valery Gerasimov, yfirmaður herráðsins, tekur við stjórn innrásarhersins. TASS fréttastofan skýrir frá þessu og segir að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hafi ákveðið að flytja ábyrgðina á stjórn innrásarliðsins upp á við innan hersins vegna þarfar á að Lesa meira
Segir að þýskir skriðdrekar geti orðið vendipunkturinn í stríðinu í Úkraínu
FréttirÚkraínumenn hafa lengi þrýst á vestræna bandamenn sína að senda þunga skriðdreka auka annarra vopna og skotfæra til landsins. Þeir hafa sérstaklega óskað eftir þýskum Leopard skriðdrekum en margir evrópskir herir ráða yfir slíkum skriðdrekum. Olof Scholz, kanslari Þýskalands, hefur ekki viljað verða við þessu en vaxandi þrýstingur er á hann, innanlands og utan, um að verða við þessu. Lesa meira
Rússneskur hermaður fékk nóg – Dæmdur í fimm ára fangelsi – Myndband
FréttirÍ myndbandi, sem margir tugir þúsunda hafa horft á, sést rússneski hermaðurinn Alexander Leshkov hrópa ókvæðisorð að yfirmönnum sínum í þjálfunarbúðum rússneska hersins nærri Moskvu. „Þú þarft ekki að sitja í skotgröfunum með okkur,“ hrópar Leshkov og blæs síðan reyk í andlit yfirmannsins og gengur svo nærri honum að yfirmaðurinn neyðist til að hörfa. The Guardian segir að myndbandið hafi verið tekið Lesa meira
Hvernig getur stríðinu í Úkraínu lokið?
FréttirNú eru tæpir ellefu mánuðir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Þeir reiknuðu með að vinna sigur á nokkrum dögum og leggja stærsta hluta landsins undir sig. Það gekk ekki eftir og þess utan tók úkraínska þjóðin rússneskum hermönnum ekki sem frelsurum eins og Rússar virðast hafa átt von á. En hvernig getur stríðinu lokið? Lesa meira
Landflótta rússneskur diplómat segir að villt hafi verið um fyrir Pútín
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, tók ákvörðun um innrás í Úkraínu á grunni rangra og villandi upplýsinga. Þetta sagði Boris Bondarev, sem á langan starfsferil að baki í rússnesku utanríkisþjónustunni, í þættinum Lippert á TV2 í gærkvöldi. Hann er eini rússneski embættismaðurinn, sem vitað er um, sem hefur flúið land í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Það gerði hann í maí þegar hann var í Lesa meira
Pútín tapar miklu dag hvern og fljótlega mun staðan versna enn frekar
FréttirÁ Vesturlöndum glíma margir við hátt orkuverð en það má rekja til refsiaðgerðanna gegn Rússlandi, að minnsta kosti að hluta. En Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, finnur einnig fyrir þessu. Samkvæmt nýrri skýrslu frá finnsku rannsóknarstofnuninni Center for Research on Energy and Clean Air (CREA) þá tapar Pútín sem svarar til um 25 milljarða íslenskra króna á dag vegna þess að G7-ríkin og ESB hafa sett verðþak á rússneska olíu. CREA kemst Lesa meira