Framleiðandi Leopard skriðdrekanna er reiðubúinn til að afhenda Úkraínumönnum skriðdreka
FréttirÞýski vopnaframleiðandinn Rheinmetall segist nú vera reiðubúinn til að afhenda úkraínska hernum Leopard skriðdreka. RND skýrir frá þessu og segir að Rheinmetall geti afhent 29 Leopard 2A4-skriðdreka fyrir apríllok og 22 til viðbótar í lok árs. Þess utan getur fyrirtækið afhent Úkraínumönnum 88 Leopard 1-skriðdreka en það er eldri útgáfan af þessum fullkomnasta skriðdreka heims.
Enn virðist evrópskum vinum Rússlands fækka – „Í okkar augum eru Krím og Donbas úkraínsk“
FréttirÞað þarf ekki marga fingur þessa dagana til að telja þau Evrópuríki sem teljast vinir eða bandamenn Rússlands. Nú er ekki annað að sjá en að það sé hægt að fækka þeim fingrum, sem eru notaðir við þessa talningu, um einn því að undanförnu hefur Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, tekið afstöðu gegn Rússlandi og innrásinni í Úkraínu. Lesa meira
Rússneskir útsendarar sagðir hafa staðið á bak við bréfsprengjur í nóvember
FréttirÞað voru útsendarar rússneskra yfirvalda sem stóðu á bak við bréfsprengjur sem voru sendar á ýmis heimilisföng á Spáni í nóvember, þar á meðal til forsætisráðherra landsins. New York Times skýrir frá þessu. Sex bréfsprengjur voru sendar til heimilisfanga á Spáni í nóvember. Bréfin voru stíluð á heimili Pedro Sanchez forsætisráðherra, varnarmálaráðuneytið og úkraínska og bandaríska sendiráðið. New York Times segir að bandarískir og spænskir embættismenn telji að Lesa meira
Utanríkisráðherra Þýskalands segir að Þjóðverjar standi ekki í vegi fyrir að skriðdrekar verði sendir til Úkraínu
FréttirÞjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir að Pólverjar sendi Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þetta sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina LCI í gær. „Við höfum ekki enn verið spurð en ef við verðum spurð, þá munum við ekki standa í veginum. Við vitum hversu mikilvægir þessir skriðdrekar eru og þess vegna erum við að ræða þetta Lesa meira
Ofurvopn Pútíns er „týnt“
FréttirHann er vígalegur að sjá þegar hann brunar í gegnum skóglendi á 55 km hraða eða yfir sléttur á 75 km hraða. Þetta er fullkomnasti skriðdreki Rússa, T-14, en hans hefur aðallega orðið vart í myndböndum á YouTube og í lofsöng rússneskra fjölmiðla. En hann hefur ekki sést á vígvellinum í Úkraínu. T-14 er oft Lesa meira
Óttast að landið þeirra verði næsta skotmark Pútíns
FréttirÍ einu minnsta og fátækasta ríki Evrópu hafa landsmenn varann á sér því þeir óttast að landið sé næsta skotmark Pútíns. Þetta er Moldóva sem á landamæri að Úkraínu. Moldóva fékk stöðu umsóknarríkis að ESB á síðasta ári. Ríkisstjórn landsins er hliðholl Vesturlöndum og hefur áhyggjur af fyrirætlunum Pútíns. „Spurningin er ekki hvort það verður ný sókn Lesa meira
Fyrrum Rússlandsforseti varar heimsbyggðina við – „Þetta getur leitt til kjarnorkustríðs“
Fréttir„Ef kjarnorkuveldi tapar hefðbundnu stríði getur það leitt til kjarnorkustríðs.“ Þetta sagði Dmitry Medvedev, fyrrum Rússlandforseti og núverandi varaformaður öryggisráðs landsins, á færslu á Twitter. Medvedev hefur frá upphafi stríðsins skipað sér í röð helstu harðlínumanna í Rússlandi og ítrekað haft í hótunum við Vesturlönd og Úkraínu um að Rússar muni beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Backward political good-timers in Lesa meira
Bandaríkin senda Úkraínumönnum á annað hundrað brynvarin ökutæki
FréttirBandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti í gærkvöldi að Úkraínumenn fái nýjan pakka af hergögnum. Verðmæti hans er 2,5 milljarðar dollara. Í þessum pakka eru meðal annars 59 brynvarðir Bradley liðsflutningabílar og 90 brynvarin Stryker ökutæki. Áður hafði spurst út að Úkraínumenn myndu fá Bradley og Stryker ökutæki en báðar tegundirnar gera úkraínskum hermönnum kleift að ferðast um við víglínurnar á mun Lesa meira
Danir og Svíar senda Úkraínu þungavopn
FréttirSvíar hyggjast láta Úkraínumenn fá brynvarin ökutæki og vopn sem eru sérhönnuð til að nota gegn skriðdrekum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær og sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að veita Úkraínu viðbótarstuðning. Meðal þess sem Svíar ætla að senda til Úkraínu er Archer stórskotaliðskerfi. Þetta er sjálfstýrð fallbyssa sem dregur allt að Lesa meira
Loftvarnarkerfum komið fyrir á byggingum í miðborg Moskvu
FréttirÞað hefur vakið mikla athygli að loftvarnarkerfum af gerðinni Pantsir hefur verið komið fyrir á þaki bygginga í miðborg Moskvu. Þar á meðal er hús varnarmálaráðuneytisins. Þetta sést á myndum og myndböndum sem var dreift á samfélagsmiðlum í gær og vöktu mikla athygli. Talið er að loftvarnarkerfum hafi verið komið fyrir á fjölda opinberra bygginga í miðborginni. Einnig sýnir ein Lesa meira