fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Úkraína

Verður ný stórsókn síðasta tækifæri Rússa?

Verður ný stórsókn síðasta tækifæri Rússa?

Fréttir
25.01.2023

Í Úkraínu og á Vesturlöndum er talið að Rússar séu með stórsókn í bígerð í Úkraínu og að ekki sé langt í að hún hefjist. Þegar veturinn brast á breyttist gangur stríðsins og það fraus eiginlega fast á margan hátt og herir stríðsaðilanna gátu ekki lengur sótt fram. Við tók gamaldags skotgrafahernaður, til dæmis í Bakhmut þar Lesa meira

Fyrrum toppdiplómat Pútíns varar Vesturlönd við úr útlegðinni – Búið ykkur undir hernaðarátök

Fyrrum toppdiplómat Pútíns varar Vesturlönd við úr útlegðinni – Búið ykkur undir hernaðarátök

Fréttir
25.01.2023

Boris Bondarev var áður einn af helstu rússnesku diplómötunum. En ólíkt þeim flestum þá lét hann óánægju sína í ljós þegar Vladímír Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Bondarev hætti og sótti um hæli í Sviss. Þar býr hann nú á leynilegum stað en það kemur ekki í veg fyrir að hann tjái sig um stríðið. TV2 segir að hann telji sjálfan sig ekki Lesa meira

Segir að Wagner-hópurinn hafi misst 40.000 menn

Segir að Wagner-hópurinn hafi misst 40.000 menn

Fréttir
24.01.2023

Frá upphafi stríðsins í Úkraínu hefur rússneski málaliðahópurinn Wagner fengið 50.000 rússneska refsifanga til liðs við sig. Nú eru aðeins 10.000 þeirra eftir. Þetta segir Olga Romanova. Hún er rússneskur blaðamaður. Að sögn Meduza heldur Romanova því fram að Wagner hafi misst 40.000 af föngunum. Þeir hafi fallið á vígvellinum, sé saknað eða hafi gerst liðhlaupar. Hún telur að Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner, haldi ekki saman upplýsingum Lesa meira

Hugvitssemi Úkraínumanna kemur Bandaríkjamönnum ánægjulega á óvart

Hugvitssemi Úkraínumanna kemur Bandaríkjamönnum ánægjulega á óvart

Fréttir
24.01.2023

Samkvæmt heimildarmönnum innan bandaríska hersins þá hefur hið hörmulega stríð í Úkraínu haft þær afleiðingar að hægt hefur verið að prófa ný vopn og bardagaaðferðir á vígvellinum. Þetta er eitthvað sem enginn vill segja upphátt því hin hörmulegi fylgifiskur stríðsins er að fólk deyr daglega. En heimildarmenn segja að það megi einnig sjá jákvæð áhrif Lesa meira

Framleiðandi Leopard skriðdrekanna er reiðubúinn til að afhenda Úkraínumönnum skriðdreka

Framleiðandi Leopard skriðdrekanna er reiðubúinn til að afhenda Úkraínumönnum skriðdreka

Fréttir
24.01.2023

Þýski vopnaframleiðandinn Rheinmetall segist nú vera reiðubúinn til að afhenda úkraínska hernum Leopard skriðdreka. RND skýrir frá þessu og segir að Rheinmetall geti afhent 29 Leopard 2A4-skriðdreka fyrir apríllok og 22 til viðbótar í lok árs. Þess utan getur fyrirtækið afhent Úkraínumönnum 88 Leopard 1-skriðdreka en það er eldri útgáfan af þessum fullkomnasta skriðdreka heims.

Enn virðist evrópskum vinum Rússlands fækka – „Í okkar augum eru Krím og Donbas úkraínsk“

Enn virðist evrópskum vinum Rússlands fækka – „Í okkar augum eru Krím og Donbas úkraínsk“

Fréttir
23.01.2023

Það þarf ekki marga fingur þessa dagana til að telja þau Evrópuríki sem teljast vinir eða bandamenn Rússlands. Nú er ekki annað að sjá en að það sé hægt að fækka þeim fingrum, sem eru notaðir við þessa talningu, um einn því að undanförnu hefur Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, tekið afstöðu gegn Rússlandi og innrásinni í Úkraínu. Lesa meira

Rússneskir útsendarar sagðir hafa staðið á bak við bréfsprengjur í nóvember

Rússneskir útsendarar sagðir hafa staðið á bak við bréfsprengjur í nóvember

Fréttir
23.01.2023

Það voru útsendarar rússneskra yfirvalda sem stóðu á bak við bréfsprengjur sem voru sendar á ýmis heimilisföng á Spáni í nóvember, þar á meðal til forsætisráðherra landsins. New York Times skýrir frá þessu. Sex bréfsprengjur voru sendar til heimilisfanga á Spáni í nóvember. Bréfin voru stíluð á heimili Pedro Sanchez forsætisráðherra, varnarmálaráðuneytið og úkraínska og bandaríska sendiráðið. New York Times segir að bandarískir og spænskir embættismenn telji að Lesa meira

Utanríkisráðherra Þýskalands segir að Þjóðverjar standi ekki í vegi fyrir að skriðdrekar verði sendir til Úkraínu

Utanríkisráðherra Þýskalands segir að Þjóðverjar standi ekki í vegi fyrir að skriðdrekar verði sendir til Úkraínu

Fréttir
23.01.2023

Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir að Pólverjar sendi Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þetta sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina LCI í gær. „Við höfum ekki enn verið spurð en ef við verðum spurð, þá munum við ekki standa í veginum. Við vitum hversu mikilvægir þessir skriðdrekar eru og þess vegna erum við að ræða þetta Lesa meira

Ofurvopn Pútíns er „týnt“

Ofurvopn Pútíns er „týnt“

Fréttir
23.01.2023

Hann er vígalegur að sjá þegar hann brunar í gegnum skóglendi á 55 km hraða eða yfir sléttur á 75 km hraða. Þetta er fullkomnasti skriðdreki Rússa, T-14, en hans hefur aðallega orðið vart í myndböndum á YouTube og í lofsöng rússneskra fjölmiðla. En hann hefur ekki sést á vígvellinum í Úkraínu. T-14 er oft Lesa meira

Óttast að landið þeirra verði næsta skotmark Pútíns

Óttast að landið þeirra verði næsta skotmark Pútíns

Fréttir
22.01.2023

Í einu minnsta og fátækasta ríki Evrópu hafa landsmenn varann á sér því þeir óttast að landið sé næsta skotmark Pútíns. Þetta er Moldóva sem á landamæri að Úkraínu. Moldóva fékk stöðu umsóknarríkis að ESB á síðasta ári. Ríkisstjórn landsins er hliðholl Vesturlöndum og hefur áhyggjur af fyrirætlunum Pútíns. „Spurningin er ekki hvort það verður ný sókn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af