Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“
FréttirHinir mörgu nýju skriðdrekar sem fjöldi bandalagsríkja Úkraínu ætlar að senda til hins stríðshrjáða lands segja í raun alla söguna. Þetta er mat Arna Bård Dalhaug sem var áður hershöfðingi í norska hernum en er nú kominn á eftirlaun. „Áætlunin um að kljúfa Vesturlönd hefur mistekist hrapalega. Það er afhending skriðdrekanna enn eitt dæmið um,“ sagði hann Lesa meira
Ung rússnesk kona er talin ógn við Kremlverja
FréttirÞessa dagana er Olesya Krivtsoya, 19 ára rússnesk kona, í stofufangelsi heima hjá móður sinni í Severodvinsk. Rússnesk yfirvöld hafa sett hana í flokk með al-Kaída, Talibönum og Íslamska ríkinu sem eru auðvitað allt þekkt hryðjuverkasamtök. Nú situr Olesya heima hjá móður sinni. Hún er með staðsetningarbúnað á öðrum ökklanum og húðflúr af Pútín á Lesa meira
Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis
FréttirÍ nýrri heimildarmynd frá BBC segir Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi hótað að skjóta flugskeyti á hann. Segir Johnson að Pútín hafi hótað þessu í símtali þeirra skömmu áður en Pútín skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar á síðasta ári. „Hann ógnaði mér á ákveðinn hátt á einum tímapunkti og sagði: „Boris, ég vil ekki meiða þig Lesa meira
Er þetta svar Rússa við vestrænu skriðdrekum Úkraínumanna?
FréttirÞað bættist enn við höfuðverk Rússa hvað varðar stríðið í Úkraínu í síðustu viku þegar Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu að þeir muni senda úkraínska hernum fullkomna skriðdreka á næstunni. Þjóðverjar höfðu lengi vel þráast við að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu og vildu ekki heimila öðrum ríkjum, sem eiga slíka skriðdreka, að senda þá til Úkraínu. Lesa meira
Segja að Rússar hefji hugsanlega stórsókn í febrúar eða mars
FréttirÞað er hugsanlegt að her Vladímír Pútíns hefji stórsókn í Úkraínu í febrúar eða mars. Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum, bæði innanbúðarmönnum og ráðgjöfum í Kreml. Þessar upplýsingar styðja við það sem Úkraínumenn, NATO og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að undanförnu um væntanlega stórsókn Rússa. Ef sóknin hefst innan næstu 4 til 8 vikna þá verður það líklega áður en Úkraínumenn fá þá Lesa meira
Rússnesk skólabörn verða að læra meðferð riffla og handsprengja – „Aðferð til að gera stríð eðlilegt“
FréttirNú í janúar var byrjað að kenna eitt og annað tengt hernaði í sumum rússneskum skólum. Um tilraunaverkefni er að ræða en í september verður skrefið stigið til fulls og nám af þessu tagi gert að skyldu, bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Rússneskir nemendur munu því læra að nota skotvopn og handsprengjur. Breska varnarmálaráðuneytið skýrir Lesa meira
Rússnesk kona sá morðingja bróður síns í áróðursmyndbandi
FréttirOlga Pavlov átti erfitt með andardrátt þegar nágranni hennar sýndi henni áróðursmyndband frá stríðinu í Úkraínu. Ein af aðalpersónunum í því var Stanislav Bogdanov sem var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir 10 árum fyrir hrottalegt morð á bróður Pavlov. Hann var 32 ára og starfaði sem dómari í norðvestanverðu Rússlandi. Bogdanov, sem nú er 35 ára, fór að heimili dómarans, Lesa meira
Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
FréttirFyrstu refsifangarnir, sem gengu til liðs við rússneska málaliðafyrirtækið Wagner Group, hafa nú lokið sex mánaða starfi fyrir fyrirtækið á vígvellinum í Úkraínu og geta því snúið heim aftur með sakaruppgjöf í farteskinu. En það eru ekki allir hrifnir af heimkomu þeirra því margir þeirra voru dæmdir fyrir morð, nauðganir og ofbeldisglæpi. Að undanförnu hafa margir rússneskir Lesa meira
Wagnerliðar murkaðir niður og Prigozhin fallinn í ónáð í Kreml
FréttirÍ St Pétursborg eru glænýjar höfuðstöðvar málaliðafyrirtækisins Wagner, sem oft er kallað Wagner-group. En um 1.400 km í suðaustur frá höfuðstöðvunum er litlum glæsileika fyrir að fara hjá málaliðum á vegum fyrirtæksins sem berjast þar við úkraínskar hersveitir. „Samkvæmt gögnum okkar þá var búið að fá 42.000-43.000 fanga til liðs við fyrirtækið í lok desember. Nú er talan líklega komin yfir 50.000,“ sagði Lesa meira
Sérfræðingur er hissa – Var Pútín komið á óvart?
FréttirRússar gátu líklega séð með löngum fyrirvara að þetta var að fara að gerast en samt er eins og þeir viti ekki hvað þeir eiga að halda um þetta eða gera. Það er eins og Pútín og hans fólk sé hissa, að þeim hafi verið komið á óvart. Þetta er að minnsta kosti ekki ólíklegt að mati Lesa meira