Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík
FréttirFyrir 16 klukkutímum
Lögð hefur verið fram stefna í Lögbirtingablaðinu til ógildingar á skuldabréfi fyrir hönd manns á níræðisaldri. Maðurinn var búsettur í Grindavík en segist hafa þurft að tæma heimili sitt þar í flýti, vegna eldsumbrotanna sem svo mikil áhrif hafa haft á líf bæjarbúa, og segir maðurinn að frumrit skuldabréfsins finnist hvergi og sé því glatað. Lesa meira