Hjaltalín – Lítill tími til æfinga
FókusHljómsveitin Hjaltalín er nú að koma saman eftir nokkurt hlé og hefur þegar tekið upp eitt lag. Plata gæti verið handan við hornið og hljómsveitin hefur þegar bókað Eldborgarsal Hörpu í haust. DV ræddi við meðlimi Hjaltalín um samstarfið, ferilinn og heiftarlegt rifrildi um fisk. Fjöldinn gerir hlutina flókna Meðlimir Hjaltalín kynntust flestir í Menntaskólanum í Lesa meira
Viltu slaka á? Hlustaðu þá á þessa tónlist
FókusÞrátt fyrir að margir telji slíka tónlist óttalegt garg, þá er núna staðfest (loksins!) að þungarokk og rokk er tilvalin til að fá hlustendur til að slaka á og öðlast innblástur. Gleymdu popp- og klassískri tónlist því samkvæmt nýlegri rannsókn sem birt var í Frontiers in Human Neuroscience þá fær “hávær og kaótísk tónlist” hlustendur Lesa meira
Djöflarokk 18. aldar
FókusSnemma á átjándu öld samdi ítalska tónskáldið Giuseppe Tartini verk sem hann nefndi Djöflatrilluna. Verkið fékk nafn sitt af því að það var innblásið af kölska sjálfum. Margir segja að Tartini hafi samið við djöfulinn til þess að geta samið verkið. Djöflatrillan er enn talin með erfiðari verkum sem hægt er að spila á fiðlu og hafa spunnist margar sögur í kringum það. Lesa meira
Eyþór sveik sjálfan sig með Eurovision – „Mig langaði ekkert og langar enn ekkert að taka þátt“
FókusEyþór Ingi Gunnlaugsson hefur ekki náð þrítugsaldri enn þá en er þó fyrir löngu orðinn stórt nafn í skemmtanabransanum. Hann á að baki fjölbreyttan feril bæði í tónlist og leiklist og hefur unnið hverja keppnina á fætur annarri, jafnvel þótt hann hafi ímugust á þeim. DV ræddi við Eyþór um ímyndunarveika krakkann á Dalvík, átján Lesa meira
Taugasjúkdómur og heilaæxli höfðu mótandi áhrif á Lay Low: „Ég fékk annað tækifæri“
FókusHún var skírð Louise Elizabeth Ganeshalingam og endurnefnd Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir þegar hún var átta ára. Flestir Íslendingar þekkja hana einfaldlega undir listamannsnafninu Lay Low síðan árið 2006. Þá heillaði hún þjóðina upp úr skónum með einlægum og innilegum söng og hefur allar götur síðan fengist við tónlist. DV ræddi við Lay Low um ferilinn, veikindin, framtíðina og fleira. Kirkjustarfið kveikti áhugann Lay Low er fædd árið Lesa meira
DV tónlist á föstudaginn : Lay Low
FókusÍ næsta þætti af DV tónlist mun tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, koma í heimsókn. Lay Low hefur átt farsælan feril frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2006 með frumraun sinni “Please Don’t Hate Me”. Platan sló rækilega í gegn, náði strax platinum sölu og sópaði til sín verðlaunum. Lesa meira
CYBER spilar í DV Tónlist
Fókushttps://www.facebook.com/www.dv.is/videos/2285210215092306/ Gestir DV tónlistar í hádeginu verða ekki af verri endanum en þá mun hljómsveitin CYBER kíkja í heimsókn. Hljómsveitin fagnaði útgáfu á nýrri plötu, BIZNESS, síðastliðinn föstudag ásamt því að troða upp á Iceland Airwaves. Sveitina skipa þær Salka Valsdóttir, Þura Stína Kristleifsdóttir Jóhanna Rakel Jónasdóttir, en bandið á rætur sínar að rekja Lesa meira
Orkustöðvarnar þurfa að vera heiðarlegar
FókusHljómsveitin Sycamore Tree var stofnuð af fatahönnuðinum Gunna Hilmars og leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur árið 2016. Fyrsta platan Shelter vakti mikla athygli og nú eru þau að taka upp plötu númer tvö með heimsþekktum útsetjara. DV ræddi við Ágústu og Gunna meðal annars um tónlistina, ágreininginn um Bítlana og skrýtið tilboð frá flipp klúbbi eiginkvenna Lesa meira
Hugmynd á skemmtiferðaskipi við Flatey verður að plötu
FókusHljómsveitin Ylja hefur verið í uppáhaldi hjá mörgum tónlistarunnendum landsins en hljómsveitin er þekkt fyrir fallegar og angurværar texta- og lagasmíðar ásamt fögrum og harmónerandi söng hljómsveitarmeðlima. Hljómsveitina skipa vinkonurnar Gígja Skjaldardóttir, frá Patreksfirði, og Bjartey Sveinsdóttir, frá Hafnarfirði. Hljómsveitina stofnuðu þær fyrir sléttum áratug þegar þær hittust í kór Flensborgarskólans og hafa þær allar Lesa meira
„Þetta er sú alstærsta gjöf sem ég hef fengið í lífinu“
FókusPoppstjarnan og öðlingurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er listamaður sem hefur snert mörg íslensk tónlistarhjörtu á löngum og glæstum ferli. Palli hefur ekki einungis látið sig tónlistina varða heldur hefur hann verið mikilvæg og öflug rödd í réttlætisbaráttu samkynhneigðra sem og annarra mikilvægra málefna en söngvarinn kemur fram á styrktartónleikum undir formerkinu Lof mér að lifa – Lesa meira