Bætist í stjörnufans Ofurskálarinnar
FókusRihanna, ein vinsælasta söngkona heims, mun sjá um hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar. Ofurskálin er úrslitaleikur NFL-deildarinnar og er hálfleikssýningarinnar alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu. Og spurning hvort er vinsælla, hálfleikssýningin eða leikurinn sjálfur. Og nú er búið að tilkynna stjörnurnar sem stíga munu á svið fyrir leikinn. Kantrísöngvarinn og Grammy-verðlaunahafinn Chris Lesa meira
Biggi í Maus gefur út dansvænt skammdegispopp – „Má ég snúza meir?”
FókusBirgir Örn Steinarsson gaf í dag út lagið Má ég snúza meir? sem hann lýsir sem dansvænu 80’s skotnu skammdegispoppi, en lag og texti er eftir hann sjálfan auk þess sem hann spilar á gítar. „Uppáhalds popplögin mín eru af einhverjum ástæðum öll í moll. Lög sem ná að kitla í manni danstaugina en snerta Lesa meira
Að þekkja muninn á hávaða og hljóði
FókusEyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony á Íslandi, veit sínu viti um góðan hljóm enda er hann stofnandi og gítarleikari hljómsveita eins og Tappa Tíkarass og SSSól. Eyjólfur er einn af þeim sem þekkir muninn á hávaða eða hljóði, líkt og Stuðmenn sungu hér um árið. Hann hefur sterkar skoðanir á því hvernig hljóð á að berast Lesa meira
Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn
PressanRokkhljómsveitin Rolling Stones hefur fengið nóg og hótar að höfða mál á hendur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef hann hættir ekki að nota tónlist hljómsveitarinnar í bakgrunni á framboðsfundum sínum. Á nýlegum kosningafundi Trump í Tulsa í Oklahoma var lagið „You Can‘t Always Get What You Want“ í flutningi Rolling Stones leikið. Hljómsveitin hefur kvartað undan Lesa meira
Fyrsta lag Óróa
Tvíeykið Órói hefur gefið út sitt fyrsta lag sem ber nafnið Fley. Það er baráttusöngur landnámskonunnar Auðar djúpúðgu. Auður fékk nóg af stormasömu hjónabandi í Noregi og lét því smíða fyrir sig knörr úti í skógi á laun. Hún fyllti knörrin af mannskap og búfénaði og sigldi til Íslands. Samkvæmt hljómsveitinni fjallar texti lagsins um Lesa meira
Skemmtilegt tónlistarsumar á Íslandi í vændum – Á hvaða hátíð ætlar þú?
FókusÞað er enginn skortur á tónlistarhátíðum fyrir tónlistar- og tónleikaglaða Íslendinga í ár, frekar en áður. Hér eru nokkrar af þeim sem haldnar verða yfir íslenska sumarið. Eistnaflug Rokkhátíðin Eistnaflug fer fram í fimmtánda sinn í Neskaupstað 10.–13. júlí. Í ár er horfið aftur til upphafs hátíðarinnar og hún færð úr íþróttahúsinu og aftur Lesa meira
Kórar sameinaðir gegn djassinum
Dagana 28. til 29. júní árið 1945 fór fram sjötti aðalfundur Landssambands blandaðra kóra í Reykjavík. Í sambandinu voru átta kórar og 320 söngfélagar. Á aðalfundinum voru mættir fulltrúar úr kórunum auk formanna og söngstjóra. Brynjólfur Sigfússon, söngstjóri frá Vestmannaeyjum, bar upp brýnt erindi á fundinum; uppgang djassins á Íslandi og áhrif hans á ungu Lesa meira
Skagarokk strandaði á skeri
Skagarokk var í senn mesta ævintýri íslenskrar tónlistar og ein harkalegasta brotlendingin. Nokkrir bæjarbúar á Akranesi tóku sig saman og pöntuðu tvær af stærstu rokksveitum veraldar til að koma og spila í íþróttahúsinu í tilefni af afmæli bæjarins. Tónleikarnir ollu titringi, bæði hjá aðdáendum og guðhræddum efasemdarmönnum. Hróarskelda Íslands Í byrjun árs 1992 var tilkynnt Lesa meira
Nóttin sem tónlistin dó
PressanÞriðjudagurinn 3. febrúar 1959 verður að eilífu skráður í sögubækurnar en þennan dag lést ein stærsta tónlistarstjarna samtímans ásamt þremur öðrum í hörmulegu flugslysi. Tólf árum síðar lýsti bandaríski söngvarinn og lagahöfundurinn Don McLean þessum degi sem deginum sem tónlistin dó. Þetta gerði hann í hinu klassíska lagi sínu American Pie. Aðeins fjórum mínútum eftir Lesa meira
Robert Johnson var sennilega myrtur af afbrýðisömum eiginmanni
Tónlistarunnendur þekkja vel bölvunina við 27 ára aldurinn. Jimi Hendrix, Janis Joplin, Brian Jones, Jim Morrison, Kurt Cobain og nú síðast Amy Winehouse. Öll dóu þau 27 ára gömul eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn og lifað hátt en illa. Í þessum fræga klúbbi gleymist oft sá sem var sennilega hæfileikaríkastur af þeim öllum, sem var Robert Johnson. Johnson dó árið 1938 og er sennilega það ungstirni sem setti hvað Lesa meira