Laufey langvinsælust Íslendinga á Spotify – Tölurnar tala sínu máli
FókusÓhætt er að segja að söngkonan Laufey sé að slá rækilega í gegn. Í þessum skrifuðu orðum er hún næstum komin með 15 milljónir mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan talan var 3 milljónir. Þegar litið er yfir mest spiluðu lög Laufeyjar þá trónir lagið „From the Start“ á toppnum Lesa meira
Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika
FókusHljómsveitin Fjöll gefur út nýtt lag í dag sem ber heitið „Lengi lifir“. Einnig er hafinn undirbúningur að tónleikum ásamt hljómsveitinni Soma í Ölveri á föstudaginn 8. desember. Fjöll og Soma eru nátengd bönd því þrír meðlimir eru í báðum böndum. Það eru Guðmundur Annas Árnason söngvari, Snorri Gunnarsson gítarleikari og Kristinn Jón Arnarson bassaleikari. Lesa meira
Sakaðir um að vera hryðjuverkamenn fyrir að fresta Ísraelstónleikum
FókusBreska svartmálms sveitin Cradle of Filth hafa verið sakaðir um að vera hryðjuverkamenn. Ástæðan er sú að þeir frestuðu tónleikum sínum í ísraelsku borginni Tel Aviv sem áttu að fara fram þann 10. febrúar næstkomandi. „Cradle of Filth tilkynna frestun á tónleikum sínum í Tel Aviv. Ekki vegna neinnar tengingar við hryðjuverkasamtök eins og sumt Lesa meira
Íslandsvinirnir og dauðarokkararnir Cannibal Corpse gefa út litabók
FókusÍslandsvinirnir í dauðarokkssveitinni Cannibal Corpse eru að gefa út litabók. Bókin verður gefin út í byrjun desember og því tilvalin jólagjöf fyrir flösuþeytara. Cannibal Corpse eru bandarísk hljómsveit, stofnuð árið 1988. Sveitin er almennt talin ein stærsta, ef ekki stærsta, dauðarokkssveit sögunnar. Íslendingar þekkja sveitina vel enda kom hún hingað árið 2007 og hélt tvenna tónleika á NASA við Austurvöll við góðan orðstír. Sveitin Lesa meira
Framleiðandi og saxafónleikari saka Waters um gyðingahatur – „Ég skal kynna þig fyrir dauðri ömmu þinni“
FókusRoger Waters, fyrrverandi bassaleikari rokksveitarinnar Pink Floyd, hefur enn og aftur verið sakaður um gyðingahatur. Nú af framleiðandanum Bob Ezrin og saxófónleikaranum Norbert Stachel. Báðir unnu þeir náið með Waters og báðir eru gyðingar. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd sem ber titilinn The Dark Side of Roger Waters. Ezrin, sem framleiddi stórvirkið The Wall árið 1980, segist hafa litið á Waters sem vin sinn og elskað hann. En hlutir sem Waters sagði hafi sært hann djúpt og þess Lesa meira
Nánast útilokað að starfsemi Salarins verði boðin út
FréttirÁsdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir það rangt að bæjarstjórn hafi áform um að bjóða úr rekstur Salarins. Sú leið hafi komið til tals en sé nánast útilokuð. Eins og DV greindi frá fyrr í dag hafa Klassís, félag klassískra söngvara, og klassísk tónlistardeild Félags íslenskra hljómlistarmanna lýsti yfir þungum áhyggjum af því að starfsemin verði Lesa meira
Ólga vegna væntanlegs útboðs Salarins í Kópavogi – „Þetta mun enda sem skemmtistaður“
FréttirKlassískt tónlistarfólk á Íslandi er uggandi yfir áformum Kópavogsbæjar um að bjóða út starfsemi Salarins. Minnihlutaflokkarnir í bæjarstjórn taka undir áhyggjur FÍH og Klassís í málinu. „Það er rosalega sárt að sjá á eftir Salnum verða enn einn skemmtistaðurinn. Það er nóg til af þeim,“ segir Gissur Páll Gissurarson söngvari og meðstjórnandi hjá Klassís, fagfélagi klassískra söngvara. Félagið hefur lýst þungum Lesa meira
Dolly og Rob slógu í gegn og tóku svo upp lag saman
FókusEitt krúttlegasta augnarblik ársins 2022 var þegar country söngkonan Dolly Parton og þungarokkarinn Rob Halford úr Judas Priest sungu saman lagið Jolene þegar þau voru tekin inn í frægðarhöll rokksins í nóvember. Fleiri sungu lagið með þeim, svo sem Simon Le Bon úr Duran Duran, Pat Benatar og Sheryl Crow, en augu allra voru á Lesa meira
Laufey kom fram hjá sjónvarpsstöðinni CBS
FókusTónlistarkonan Laufey kom fram í þættinum Saturday Sessions hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gærmorgun. Flutti hún þar lög af nýrri plötu sinni, sem ber heitið Bewitched. Platan, sem kemur út á vínyl í lok októbermánaðar, er sú djassplata sem hefur risið hvað hraðast á tónlistarveitunni Spotify frá upphafi. Í þættinum flutti Laufey, sem býr í Lesa meira
Lisa Marie var skuldum vafin þegar hún dó – Veðsetti Graceland upp í rjáfur
FréttirLisa Marie Presley, söngkona og dóttir rokkkóngsins Elvis Presley, lést skuldum vafin. Hún hafði veðsett Graceland, hið víðfræga setur og heimili Presley fjölskyldunnar. Lisa Marie skuldaði lánafyrirtækinu Naussany Investsments & Private Lending 3,8 milljónir dollara, eða rúmlega 520 milljónir króna. Lán sem tekið var árið 2018. Upphæðin var gjaldfallin í maí árið 2022 samkvæmt frétt Lesa meira