Eftir Júróvisjón: 49 atriði sem komu á óvart á úrslitakvöldinu!
Nú er loks vertíðin á enda runnin þetta árið og við þökkum kærlega fyrir samfylgdina! Áður en við skríðum inn í PED-ið og hlustum á Amar pelos Dois á repeat í fósturstellingu og allar lúppur af Epic Sax Guy sem internetið hefur að geyma, skulum við rifja upp allt það sem var skrítið og skemmtilegt Lesa meira
Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta
Okkar uppáhalds Emmsjé var að senda frá sér nýtt myndband við lag af plötunni Sautjándi nóvember. Eins og fyrr er hægt að sækja sér plötuna frítt á vef Emmsjés. Það var Andri Sigurður sem vann myndbandið með Gauta. Gjörið svo vel!
Fyrrum Eurovision sigurvegarinn Alexander Rybak flytur ábreiðu af sigurlagi Salvador Sobral
Salvador Sobral sigraði hug og hjörtu Evrópu þegar hann sigraði Eurovision söngvakeppnina með laginu Amar Pelos Dois síðastliðinn laugardag. Fyrrum Eurovision sigurvegarinn Alexander Rybak birti myndband af sér á dögunum þar sem hann flytur sína eigin útgáfu af portúgalska laginu. Alexander spilar á fiðluna og syngur á ensku í þessari fallegu útgáfu. Alexander vann Eurovision Lesa meira
Katy Perry er undirbúin eins og máltíð í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu – Horfðu á það hér
Katy Perry ásamt Migos voru að gefa út myndband við lagið Bon Appétit. Í myndbandinu er Katy Perry þá kjötstykki sem er gert tilbúið til matargerðar. Hún er nudduð, skellt yfir hana grænmeti og soðið hana í potti. Ég er ekki alveg viss hvernig ég á að útskýra þetta betur, horfðu bara á myndbandið hér Lesa meira
Sérfræðingar Bleikt veðja á Ítalíu – „Vona að Portúgalinn veiti honum harða samkeppni!“
Þær eru vinkonur með áhuga á Júróvisjón keppninni sem verður að teljast yfir meðallagi mikill. Eyrún og Hildur eru konurnar á bak við margar greinarnar sem við á Bleikt höfum birt og tengjast keppninni. Okkur fannst því viðeigandi að spyrja þær nokkurra spurninga og grennslast meðal annars fyrir um ástæður þessa yfirdrifna áhuga á Júróvisjón. Lesa meira
Sögustund um Júróvisjón – Kannast lesendur við hina rússnesku Intervision keppni?
Nú, þegar Júróvisjón-keppnin er haldin í Úkraínu og við höfum ekki farið varhluta af hinu kalda andrúmslofti sem ríkir milli heimamanna og gömlu herraþjóðarinnar Rússa (sjá hér), finnst okkur á Allt um Júróvisjón tilvalið að grafa aðeins í sögubókunum og rifja upp tímann þegar járntjaldið var enn uppi. Þá reyndu Sovétmenn að endurskapa Júróvisjón sín Lesa meira
Miley Cyrus var að gefa út glænýtt lag og tónlistarmyndband – Horfðu á það hér
Eftir langa bið er nýja lagið hennar Miley Cyrus „Malibu“ loks komið út ásamt tónlistarmyndbandi. Lagið fjallar um samband hennar við unnusta sinn Liam Hemsworth og af hverju þau þurftu að fara í pásu fyrir þremur árum. „Ég þurfti að breytast svo mikið. Og að breytast með einhverjum öðrum er ekki að breytast, það er Lesa meira
Kálfaklór og kynþokki á fyrra undankvöldi Júróvisjón
Það var heilmikið um að vera á Júróvisjon-sviðinu í Kænugarði á þriðjudagskvöldið þegar fyrri undanriðillinn fór fram. Við litum á það sem okkur fannst standa upp úr! Kvöldið hófst auðvitað á sprengju þegar sænska sjarmatröllið Robin Bengtson skrúfaði kynþokkann í botn strax á fyrstu sekúndunum lags síns, kveikti á litlu brosi og horfði beint inn Lesa meira
Leoncie hraunar yfir Svölu og Bó: „Íslenska tónlistar Ku Klux Klan“
Indverska tónlistarkonan og skemmtikrafturinn Leoncie er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum. Hún hefur farið mikinn í kommentakerfum DV í tengslum við fréttir um lélegt gengi Svölu Björgvinsdóttur í undankeppni Eurovision en eins og farið hefur ekki fram hjá neinum komst Ísland ekki áfram í úrslit keppninnar sem fer fram á laugaradaginn. Leoncie Lesa meira
Röð laga í keppninni skiptir öllu máli – Varúð: Aðeins fyrir mikla Júrónörda!
Það er sko sannkölluð þjóðaríþrótt Júrónörda að spá í tölfræði. Reyndar er tölfræði lygilega skemmtileg og mjög margir sem hafa áhuga á henni (ekki bara Júrónördar…). Allir hafa heyrt um „dauðasætið“ sem á að vera annað lag á svið og að það sé dæmt til að gleymast í Júróvisjón o.s.frv. En hefur þetta verið skoðað ofan Lesa meira