Myndband: Carrie Underwood og Ludacris syngja lag Super Bowl í ár
Carrie Underwood og Ludacris taka röddum saman í laginu The Champion sem er upphafslag útsendingar NBC sjónvarpsstöðvarinnar frá Super Bowl LII eða Ofurskálinni. Lagið mun einnig vera notað í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarolympíuleikana. Lagið er samið af Underwood og Ludacris ásamt Brett James og Chris DeStefano og er ansi grípandi, en þó ólíkt þeim lögum Lesa meira
Múrarar gefa út Ökulög
Hljómsveitin Múrarar var að gefa út sína fyrstu pötu sem nefnist Ökulög. Múrarar er nýtt tónlistarsamstarf Gunnars Arnar Egilssonar, Kristins Roach Gunnarssonar og Gunnars Gunnsteinssonar. Múrarar steypa lágstemmda og seigfljótandi tregatekknó með surfgítarplokki, saxófónískum eilífðarmelódíum og júrósentrískum kirkjuhljómum. Á Ökulög er umfjöllunarefnið götur, firðir og ástand. Platan, sem inniheldur fjögur lög, byrjar fyrir norðan og Lesa meira
25 vinsælustu lög ársins 2017 í einu mixi
Plötusnúðurinn DJ Earworm (Jordan Roseman) hefur í nokkur ár tekið saman 25 vinsælustu lög hvers árs skv. Billboardlistanum í Bandaríkjunum og mixað þau saman í eitt lag, bæði lag og myndband. Mixið birtir hann svo á youtubesíðu http://www.youtube.com/user/djearworm sinni í desember. Mixið í ár heitir How We Do It.
Af hverju felur Sia andlit sitt og hvernig lítur hún út án kollunnar?
Söngkonan Sia er ekki bara þekkt fyrir sönghæfileika sína heldur líka fyrir að fela ætíð andlit sitt með risahárkollu og jafnvel með risa slaufu í hárinu. Sia hefur falið andlit sitt á þennan hátt síðan fimmta plata hennar kom út árið 2010, á sama tíma og athygli á hana jókst og aðdáendum hennar fjölgaði. En Lesa meira
Geir Ólafs bauð upp á gæði á heimsvísu í Gamla bíói
Jólatónleikar Geirs Ólafssonar The Las Vegas Christmas Show, voru haldnir nýlega í Gamla bíói. Um er að ræða stórtónleika, kvöldverð og sýningu, að hætti Las Vegas. Uppselt var á sýninguna í ár, eins og í fyrra. „Strax eftir sýninguna í fyrra, fórum við yfir hvernig til tókst og ákváðum þá næstu,“ segir Geir. Með Geir Lesa meira
Dimma áritar vínyl í Lucky Records
Hljómsveitin Dimma mun árita nýútkomnar vínyl-viðhafnarútgáfur af plötunum Eldraunir, Vélráð og Myrkraverk á milli 14:00 og 16:00 í plötubúðinni Lucky Records sunnudaginn 17.desember. Útgáfurnar eru á tvöföldum vínyl með áður óútgefnum tónleikaupptökum sem aukalög. Þeir sem styrktu útgáfuna í gegnum Karolinafund söfnun sveitarinnar geta einnig sótt sín eintök á staðinn og fengið áritanir í leiðinni. Plöturnar eru þríleikur sem hófst með útgáfu plötunnar Myrkraverk árið Lesa meira
Myndband: Handa þér í acapella útgáfu Ívars, Steina og Magnúsar
Félagarnir Ívar Daníels, Steini Bjarka og Magnús Hafdal eru á fullu að undirbúa jólin en tóku sér tíma í gær til að taka upp eitt af vinsælli jólalögum síðustu ára, Handa þér. Lag og texti er eftir Einar Bárðarson og vinirnir Einar Ágúst Víðisson og Gunnar Ólason fluttu það fyrst árið 2006. „Okkur finnst Lesa meira
Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu. Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Lesa meira
Myndband: Notar „Faceswap“ til að líkja eftir söngvurum We Are The World
DJ Rhett heldur úti síðu á Facebook þar sem hann birtir reglulega myndbönd sem lífga upp á hversdaginn og gleðja. Í þeim leikur hann eftir fjölda þekktra einstaklinga á ýmsan máta, með því að nota filtera á Snapchat, gerist eftirherma eða annað. Í myndbandinu hér, sem er að vísu ekki nýtt af nálinni, notast hann Lesa meira
Myndband: Bergmál gefur út tvö ný jólalög
Bergmál var að senda frá sér tvö ný jólalög, sem heita Ástarævintýri Grýlu og Uppstúfur. Grínhljómsveitin Bergmál var stofnuð í janúar 2014 og inniheldur Elísu Hildi og Selmu. Þær eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar. Fyrsta lagið sem þær gáfu út var Lovesong, einstaklega rómantískt og fallegt lag. Þegar líða fór á lagasmíðina fór húmorinn Lesa meira