fbpx
Laugardagur 29.mars 2025

tónlist

Latínudeildin með nýtt lag í þremur útfærslum

Latínudeildin með nýtt lag í þremur útfærslum

Fókus
Fyrir 2 vikum

Út er komið lagið Svo til með Latínudeildinni (Latin Faculty) og Rebekku Blöndal. Lagið er fyrsti singull eða einstak af væntanlegri breiðskífu Latínudeildarinnar sem bera mun heitið Í hangsinu og mun innihalda djass (handa þeim sem  alla jafna hlusta ekki á djass), blús, bossnóva og fönk. Útgáfa verður að líkindum síðar á árinu eða snemma Lesa meira

Uppgjör við eitrað ástarsamband

Uppgjör við eitrað ástarsamband

Fókus
Fyrir 2 vikum

Aðdáendur hljómsveitarinnar Frýs, sem var valin Hljómsveit fólksins á Músíktilraunum í fyrra, hafa beðið lengi eftir að hljómsveitin gefi frá sér lag. Biðin er á enda en fyrsta smáskífa sveitarinnar, All That You Are, kom út í dag. Lagið er fyrsta lag sveitarinnar sem kemur út af samnefndri plötu sem kemur út í haust. Frýs Lesa meira

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn

Fókus
Fyrir 2 vikum

Hljómsveitin Austurland að Glettingi gefur út lag í dag, föstudaginn 14. mars. Sveitin gaf síðast út lag árið 1994 eða fyrir 31 ári síðan. Nýja lag sveitarinnar heitir Náttúran og er eftir Björgvin Harra Bjarnason gítarleikara sveitarinnar en textinn er eftir Hörð Guðmundsson. Meðlimir í hljómsveitinni eru auk Björgvins þeir Valgeir Skúlason sem sér um Lesa meira

Nýliðar ársins með nýtt lag

Nýliðar ársins með nýtt lag

Fókus
Fyrir 2 vikum

Tónlistarfólkið Ágúst og Klara Einars senda frá sér lagið Bara ef þú vissir i dag.  Bæði stigu þau inn á stóra svið tónlistarinnar á síðasta ári hvort með sitt lag og árið var þeim báðum gott. Þannig eru þau bæði tilnefnd sem nýliðar ársins á Hlustendaverðlaunum 2025 sem afhent verða í næstu viku. 2024 rennur Lesa meira

VBMM? er gellupopp í aldamótastíl

VBMM? er gellupopp í aldamótastíl

Fókus
28.02.2025

Tónlistarkonurnar Katrín Myrra og Klara Einars senda frá sér lagið VBMM? í dag, föstudaginn 28. febrúar. Lagið vinna þær og semja saman ásamt upptökustjóranum Daybright. Þetta er í fyrsta sinn sem þær vinna saman og segja þær mikilvægt að tónlistarkonur vinni saman, strákarnir séu duglegri í því enn sem komið er að vinna saman með Lesa meira

Tónlistarsjóður veitir 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025

Tónlistarsjóður veitir 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025

Fréttir
12.01.2025

Fimmtudaginn 9. janúar var haldin móttaka í Tónlistarmiðstöð fyrir styrkhafa fyrri úthlutunar Tónlistarsjóðs 2025. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr öllum deildum Tónlistarsjóðs sem stofnaður var í fyrra. María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, bauð gesti og styrkhafa velkomna í hús. Í kjölfarið flutti tónlistarkonan Árný Margrét  tvö lög fyrir viðstadda og svo Lesa meira

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Fókus
04.01.2025

Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson er áttræður í dag. Afmælinu er fagnað með heiðurstónleikum í Hörpu. Gunnar er fæddur 4. janúar árið 1945. Upprunalega er hann Strandamaður en flutti ungur til Keflavíkur og þar varð hann landsþekktur tónlistarmaður, fyrst með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og síðar með hljómsveitunum Hljómum og Trúbroti. Gunnar hefur samið ógrynni laga á löngum Lesa meira

Laufey skákar Bítlunum

Laufey skákar Bítlunum

Fókus
21.12.2024

Óhætt er að segja að frægðarsól íslensku tónlistarkonunnar Laufeyjar haldi áfram að rísa. Nú er hún orðin stærri en Bítlarnir á tónlistarstreymisveitunni Spotify. Ein leiðin til að mæla vinsældir tónlistarfólks, alla vega hjá ungu fólki, er að sjá hversu marga mánaðarlega hlustendur þeir hafa hjá sænska streymisrisanum. Laufey er nú komin með 33,8 milljónir mánaðarlega Lesa meira

Andri Ásgrímsson frumflytur „adrie íem“ á útgáfutónleikum

Andri Ásgrímsson frumflytur „adrie íem“ á útgáfutónleikum

Fókus
05.12.2024

Föstudagskvöldið 6. desember mun tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson frumflytja verk sitt „adrie íem“ ásamt vel völdum vinum í Hannesarholti.  Andri Ásgrímsson á að baki feril með hljómsveitumum Leaves, Náttfari. Rif, Stafrænn Hákon, Kíra Kira ásamt tveimur sólóplötum undir eigin nafni og blær hann nú til útgáfutónleika vegna þriðju sólóplötunnar. Andri mun leika meðal annars á flygil/hljómborð, Lesa meira

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Fókus
04.12.2024

Miðar á tónleika sænsku þungarokkshljómsveitarinnar In Flames eru uppseldir. Miðasala hófst á mánudagsmorgun. Óhætt er að segja að miðar á tónleika In Flames hafi selst eins og heitar lummur. Tilkynnt var um tónleikana í síðustu viku og miðasala hófst klukkan 10 á mánudagsmorgun. Í lok dags í gær voru miðarnir uppseldir. Tónleikur ehf, sem stendur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af