Tónlistarsjóður veitir 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025
FréttirFimmtudaginn 9. janúar var haldin móttaka í Tónlistarmiðstöð fyrir styrkhafa fyrri úthlutunar Tónlistarsjóðs 2025. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr öllum deildum Tónlistarsjóðs sem stofnaður var í fyrra. María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, bauð gesti og styrkhafa velkomna í hús. Í kjölfarið flutti tónlistarkonan Árný Margrét tvö lög fyrir viðstadda og svo Lesa meira
Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
FókusTónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson er áttræður í dag. Afmælinu er fagnað með heiðurstónleikum í Hörpu. Gunnar er fæddur 4. janúar árið 1945. Upprunalega er hann Strandamaður en flutti ungur til Keflavíkur og þar varð hann landsþekktur tónlistarmaður, fyrst með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og síðar með hljómsveitunum Hljómum og Trúbroti. Gunnar hefur samið ógrynni laga á löngum Lesa meira
Laufey skákar Bítlunum
FókusÓhætt er að segja að frægðarsól íslensku tónlistarkonunnar Laufeyjar haldi áfram að rísa. Nú er hún orðin stærri en Bítlarnir á tónlistarstreymisveitunni Spotify. Ein leiðin til að mæla vinsældir tónlistarfólks, alla vega hjá ungu fólki, er að sjá hversu marga mánaðarlega hlustendur þeir hafa hjá sænska streymisrisanum. Laufey er nú komin með 33,8 milljónir mánaðarlega Lesa meira
Andri Ásgrímsson frumflytur „adrie íem“ á útgáfutónleikum
FókusFöstudagskvöldið 6. desember mun tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson frumflytja verk sitt „adrie íem“ ásamt vel völdum vinum í Hannesarholti. Andri Ásgrímsson á að baki feril með hljómsveitumum Leaves, Náttfari. Rif, Stafrænn Hákon, Kíra Kira ásamt tveimur sólóplötum undir eigin nafni og blær hann nú til útgáfutónleika vegna þriðju sólóplötunnar. Andri mun leika meðal annars á flygil/hljómborð, Lesa meira
Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
FókusMiðar á tónleika sænsku þungarokkshljómsveitarinnar In Flames eru uppseldir. Miðasala hófst á mánudagsmorgun. Óhætt er að segja að miðar á tónleika In Flames hafi selst eins og heitar lummur. Tilkynnt var um tónleikana í síðustu viku og miðasala hófst klukkan 10 á mánudagsmorgun. Í lok dags í gær voru miðarnir uppseldir. Tónleikur ehf, sem stendur Lesa meira
Cher hættir í tónlist – „Ég er orðin eldri en mold, ok?“
FókusTónlistargoðsögnin Cher tilkynnti aðdáendum í vikunni að næsta platan hennar yrði að öllum líkindum hennar síðasta. Hún væri orðin of gömul til þess að vera í bransanum enn þá. „Ég er orðin eldri en mold, ok? Ég er elsta manneskjan í næstum hverju herbergi sem ég stíg inn í, nema ég sé á elliheimili,“ sagði Cher kímin á tónleikum Lesa meira
In Flames til Íslands í sumar
FókusSænska þungarokkshljómsveitin In Flames kemur til Íslands í sumar og heldur tónleika í Hörpu. Tónleikarnir fara fram í Silfurbergi 24. júní. In Flames er á meðal stærstu nafna í svokölluðu melódísku dauðarokki, sem einnig er gjarnan kallað Gautaborgarrokk með vísun í borgina sem stefnan er upprunnin. Aðrar sveitir í sömu senu eru meðal annars At Lesa meira
Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
FókusTöfrandi heimur Taylor Swift kemur til Íslands í sýningu bresku söngkonunnar Xenna í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars nk. Um er að ræða tveggja klukkustunda tónlistarveislu með öllum helstu smellum Taylor Swift sem hin 29 ára söngkona Xenna mun flytja með dönsurum og hljómsveit. Um er að ræða Eras upplifun sem fylgir eftir samnefndu tónleikaferðalagi Lesa meira
Ógilda tugþúsundir miða á Oasis tónleika næsta sumar – „Svona fer græðgin með mann“
FókusTugþúsundir miða á tónleika bresku rokksveitarinnar Oasis verða ógiltir og sitja aðdáendur sem keyptu þá eftir með sárt ennið. Um er að ræða miða sem voru ekki keyptir hjá opinberum miðasölum heldur hjá þeim sem áframselja miða. Breska blaðið The Mirror greinir frá þessu. Mikið hefur verið skrifað og skrafað um tónleikaferðalag Oasis næsta sumar. Lesa meira
Gene Simmons svarar fyrir meintan perraskap – „Ég stend við allt sem ég sagði“
FókusGene Simmons, sem var áður bassaleikari rokkhljómsveitarinnar KISS, sér ekki eftir neinu varðandi ummæli sín í þættinum Dancing With the Stars. Hafa sumir netverjar á samfélagsmiðlum sagt ummæli hans í þættinum vera „perraleg.“ Um er að ræða þátt þar sem keppendur dönsuðu við þekkt hármetal lög hljómsveita á borð við Bon Jovi, Warrant og Twisted Sister. Sem gestadómari talaði Simmons mikið um útlit keppenda frekar en danshæfileika. Meðal annars sagði hann: Lesa meira