fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Tjarnarbíó

Jólasýning Svansins í Tjarnarbíói – Jólagleði sem sprengir alla stærðarskala

Jólasýning Svansins í Tjarnarbíói – Jólagleði sem sprengir alla stærðarskala

Fókus
18.12.2018

Spunahópurinn Svanurinn býður upp á tvær sýningar í Tjarnarbíó fyrir jólin, 20. og 21. desember kl. 20.30. Stress? Rétt fyrir jólin? Hvernig væri þá að kíkja á jólasýningu Svansins og hlæja smá? Svanurinn verður í svaka stuði. Það verða dansar, söngvar og að sjálfsögðu spunagrín sem er búið til á staðnum og aldrei aftur endurleikið! Lesa meira

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“

Fókus
10.12.2018

Karítas Hrundar Pálsdóttir meistaranemi í ritlist skrifar í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, leikdóm um Rejúníon, sem sýnt er í Tjarnarbíói. Leikhópurinn Lakehouse frumsýndi á dögum verkið Rejúníon eftir nýja íslenska leikskáldið Sóleyju Ómarsdóttur. Leikstjórn er í höndum Árna Kristjánssonar. Sviðsrýmið er Tjarnarbíó. Allur tilfinningaskalinn Rejúníon gerist í íslenskum samtíma og fjallar um Júlíu (Sólveig Guðmundsdóttir), eftirsóttan ferlafræðing sem Lesa meira

Jólalag Föstudagslaganna – „Grýla móðir mín hún er mannæta“

Jólalag Föstudagslaganna – „Grýla móðir mín hún er mannæta“

Fókus
07.12.2018

Andri Ívarsson og Stefán Jakobsson skipa Föstudagslögin og nýlega gáfu þeir út jólalag ársins 2018. Lagið heitir Grýla móðir mín, en lagið er lagið Maneater eftir þá félaga Hall & Oates. Föstudagslögin eru byrjaðir að undirbúa jólin, en strákarnir héldu fyrstu tónleikana af þrennum í gær í Tjarnarbíó, næstu eru í kvöld og þeir síðustu Lesa meira

Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson flutt sautjánda og síðasta árið í röð í Tjarnarbíói

Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson flutt sautjánda og síðasta árið í röð í Tjarnarbíói

Fókus
29.11.2018

Felix Bergsson snýr aftur með Ævintýrið um Augastein á aðventunni. Margir líta á það sem hluta af jólaundirbúningnum að hlýða á Felix flytja fallega jólaævintýrið um Augastein enda hefur verkið verið sett á svið árlega, bæði hérlendis og erlendis, síðastliðin 17 ár. Nú er hins vegar komið að leikslokum og í ár verður ævintýrið flutt Lesa meira

Tjarnarbíó – Fjölbreytt leikhúsflóra, mannlíf og stemning

Tjarnarbíó – Fjölbreytt leikhúsflóra, mannlíf og stemning

Kynning
16.11.2018

Í hjarta miðbæjarins við Tjörnina er Tjarnarbíó, eitt af atvinnuleikhúsum borgarinnar. Húsið var endurbyggt og opnað að nýju árið 2010 og í dag er þar iðandi mannlíf og stemning frá morgni til kvölds. „Hér er gríðarlegur vöxtur, mikill uppgangur í miðasölu og aukning á gestafjölda,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Frá miðjum ágúst til loka Lesa meira

Óperan Trouble in Tahiti frumsýnd í fyrsta sinn á Íslandi

Óperan Trouble in Tahiti frumsýnd í fyrsta sinn á Íslandi

Fókus
25.10.2018

Trouble in Tahiti er djössuð ópera og háðsádeiluverk eftir tónskáldið Leonard Bernstein. Verkið afhjúpar tálsýn ameríska draumsins, heim samanburðar og neyslukapphlaups sem ástin líður fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp á Íslandi en Bernstein hefði orðið 100 ára á árinu. Óperan er frumsýnd í Tjarnarbíó sunnudaginn 28. október kl. 20.30. Lesa meira

Leikdómur – „Bráðskemmtilegt verk um hugarangur nútímamannsins; samviskubitið sem er alla að drepa“

Leikdómur – „Bráðskemmtilegt verk um hugarangur nútímamannsins; samviskubitið sem er alla að drepa“

Fókus
11.10.2018

Ingibjörg Þórisdóttir doktorsnemi í þýðingafræðum skrifar í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, leikdóm um Griðastað, sem frumsýnt var síðastliðinn laugardag í Tjarnarbíói. Það er ávallt eftirtektarvert þegar nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið. Matthías Tryggvi Haraldsson útskrifaðist af sviðslistabraut Listaháskólans í vor og var leikritið Griðastaður útskriftarverkefni hans.  Var það sýnt í Smiðjunni á Sölvhólsgötu, húsnæði LHÍ, í Lesa meira

Griðastaður hlaut lof sem útskriftarverkefni LHÍ – „Allir deyja mamma. Allir deyja“

Griðastaður hlaut lof sem útskriftarverkefni LHÍ – „Allir deyja mamma. Allir deyja“

Fókus
06.10.2018

Einleikurinn Griðastaður eftir Matthías Tryggva Haraldsson um undurfurðulegt og þversagnakennt litróf hversdagsleikans verður frumsýndur í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Jörundur Ragnarsson fer með eina aðalhlutverkið. Verkið er sett upp í samstarfi við Tjarnarbíó. Griðastaður hlaut mikið lof í vor sem eitt eftirminnilegasta útskriftarverkefnið frá Listaháskóla Íslands.   „Allir deyja, mamma. Allir deyja.“ Griðastaður fjallar um dauðleikann, fjöldaframleiðslu húsgagna, Billy-hillur, Lesa meira

Skýjaborg fer á fjalirnar í Tjarnarbíó – Danssýning fyrir yngstu áhorfendurna eftir Tinnu Grétarsdóttur

Skýjaborg fer á fjalirnar í Tjarnarbíó – Danssýning fyrir yngstu áhorfendurna eftir Tinnu Grétarsdóttur

Fókus
28.09.2018

Skýjaborg er danssýning fyrir yngstu börnin þar sem litir, form, ljós og tónlist tala til barnanna. Verkið fjallar um tvær verur, Sunnu og Storm, sem vakna furðulostnar upp á dularfullum stað. Þar eru sífelld veðrabrigði og verurnar verða því stöðugt að takast á við nýjar aðstæður. Sýningin tekur tæpan hálftíma en í lok hennar er börnunum Lesa meira

Leikdómur: „Hressileg ádeila og sýningin í heild er hlaðin vísunum, táknum og tilefnum til að hlæja dátt“

Leikdómur: „Hressileg ádeila og sýningin í heild er hlaðin vísunum, táknum og tilefnum til að hlæja dátt“

Fókus
26.09.2018

Karítas Hrundar Pálsdóttir meistaranemi í ritlist skrifar í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, leikdóm um leiksýningu GRAL leikhópsins, Svartlyng, sem frumsýnd var síðastliðinn föstudag í Tjarnarbíói. Nýtt íslenskt verk, Svartlyng eftir Guðmund Brynjólfsson, var frumsýnt í Tjarnarbíói föstudaginn 21. september. Það er leikhópurinn GRAL sem stendur að sýningunni í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Titill verksins er margslunginn. Í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af