Tískudrottningar með fatamarkað í Gamla bíói
Tískudrottningarnar Brynja Nordquist, Elísabet Ásberg, Nína Gunnarsdóttir, Rúna Magdalena, Rut Róbertsdóttir, Guðlaug (Gulla) Halldórsdóttir og fleiri héldu tískumarkað í þriðja sinn síðustu helgi. Tískumarkaðurinn sem farið hefur fram í Iðnó fyrri skiptin, var að þessu sinni í Gamla bíói. En þrátt fyrir nýja staðsetningu var engu minni stemning á markaðinum en áður. Fatnaður, fylgihlutir og Lesa meira
Keppendur Ungfrú Ísland mættu á Miss Universe Iceland
Fallegar konur fjölmenntu í Gamla bíó mánudaginn 25. september síðastliðinn þegar keppnin um Miss Universe Iceland 2017 fór fram. Þar á meðal voru stúlkur sem kepptu í Ungfrú Ísland mánuði áður, eða 26. ágúst síðastliðinn. Fleiri myndir frá Miss Universe Iceland árið 2017 má sjá hér og hér.
Glæsilegir skór, gómsætt súkkulaði og góðir vinir – Marta kann að bjóða í gott partý
Skóhönnuðurinn Marta Jónsson býður á hverju ári vinum og viðskiptavinum í partý í verslun sinni á Laugavegi 51. Vinur hennar, Hafliði Ragnarsson, konfektgerðarmeistari, sá að vanda um veitingar, sem voru jafn ljúffengar og þær voru girnilegar á að líta. Fjöldi fallegra kvenna mætti til Mörtu til að sjá nýjustu skóna, gæða sér á ljúffengum veitingum og Lesa meira
Brynhildr II æfingafatnaður frá Brandson – við gefum tvenn sett
Íþróttafatnaðurinn frá Brandson hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu, enda fallegur fatnaður sem skartar táknum og mynstri úr norrænni menningu. Það þarf því vart að taka það fram að Brandson er íslenskt vörumerki, hannað á Íslandi, en eins og er framleitt erlendis. Lesa má nánar um Brandson og vörur þeirra hér og á heimasíðu Brandson. Í Lesa meira
Bleik The Rubz armbönd til styrktar Krabbameinsfélaginu
Annað árið í röð er Kósk ehf. heildverslun í samstarfi við Krabbameinsfélagið með sölu á bleikum The Rubz armböndum. Allur ágóði rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélaginu. The Rubz armböndin eru búin til úr náttúrulegu siliconi og eru falleg dönsk hönnun. Bleiku The Rubz armböndin koma í sölu 2. október í 40 verslunum. Sjálfboðaliðar sjá um Lesa meira
Alicia Keys og Stella McCartney í samstarf í baráttunni gegn brjóstakrabbameini
Fjórða árið í röð hefur Stella McCartney hannað nærfatnað til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Í ár rennur ágóðinn til krabbameinsfélags í Harlem í New York, heimabæ söngkonunnar Aliciu Keys, en hún er jafnframt andlit herferðarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að konur af afrísk-ameríkönskum ættstofni eru í 42% meiri áhættu á að fá brjóstakrabbamein. McCartney og Keys Lesa meira
Beyoncé skartar nýju húðflúri
Beyoncé skartar nýju húðflúri. Í gær póstaði hún mynd af því á Instagram. Flúrið sem er einungis þrír punktar, er ekki stórt, en engu að síður táknrænt: einn punktur fyrir hvert barn, en Beyoncé á þrjú: Blue, Rumi og Sir. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Sep 27, 2017 at 3:47pm PDT Beyoncé Lesa meira
Brandson hannar hágæða æfingafatnað nefndan eftir íslensku valkyrjunum
Íþróttafatnaðurinn frá Brandson hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu, enda fallegur fatnaður sem skartar táknum og mynstri úr norrænni menningu. Það þarf því vart að taka það fram að Brandson er íslenskt vörumerki, hannað á Íslandi, en eins og er framleitt erlendis. ,,Við höfum verið að skoða þann möguleika að framleiða eitthvað hérna heima. Það Lesa meira
Gyðjan vakti athygli í gegnsæjum kjól
Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir var glæsileg á Miss Universe Iceland keppninni sem haldin var í Gamla bíó á mánudagskvöldið. Bleikt fékk að forvitnast um undirbúning Gyðjunnar fyrir kvöldið og heildarútlitið. Sigrún Lilja, sem oftast er þekkt sem Gyðjan, vakti athygli þegar hún mætti á Miss Universe Iceland keppnina í glæsilegum sérsaumuðum gegnsæjum kjól og skartaði Lesa meira
Verður förðun í anda Pennywise vinsælust á hrekkjavökunni í ár?
Kvikmyndin It sem gerð er eftir sögu Stephen King er sýnd í kvikmyndahúsum við miklar vinsældir. Þar sem að styttist í hrekkjavökuna, sem alltaf verður vinsælli hér á landi, er ekki úr vegi að fara að ákveða gervi og búning. Á Instagram má sjá fjölmargar farðanir í anda trúðsins Pennywise, flestar eru þær þó mun Lesa meira