Danir lána Þjóðverjum 55.000 skammta af bóluefni AstraZeneca
PressanDanska ríkisstjórnin samþykkti í gær beiðni frá yfirvöldum í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi um að lána þeim 55.000 skammta af bóluefni AstraZeneca. Dönsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í síðustu viku að hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca og eiga Danir nú 270.000 skammta af því í geymslu. Í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu kemur fram að fallist hafi verið á beiðni yfirvalda í þýska Lesa meira
Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á
PressanÞýska ríkisstjórnin vill að sambandsríkin herði sóttvarnaaðgerðir hið fyrsta til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar en Þýskaland er nú í þriðju bylgju faraldursins. Í gær greindust 25.000 smit og 247 létust. Samtals hafa tæplega 80.000 látist af völdum COVID-19 í landinu. „Við vitum, frá reynslu okkar síðasta haust, hvað gerist ef við bregðumst ekki hratt við,“ Lesa meira
Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi
PressanLloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á þriðjudaginn að Bandaríkin muni fjölga í herliði sínu í Þýskalandi. Þetta er breyting á stefnu ríkisstjórnar Donald Trump sem ætlaði að fækka í herliðinu í landinu. Bandaríkin munu nú fjölga hermönnum sínum „á Wiesbaden svæðinu“ um 500 og verða þeir komnir þangað í haust í síðasta lagi sagði Austin á fréttamannafundi í Berlín. Hann sagði að þetta Lesa meira
Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni
PressanÞeir Þjóðverjar, yngri en 60 ára, sem hafa fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 fá ekki seinni skammtinn. Þess í stað verða þeir bólusettir með skammti af öðru bóluefni. Yfirvöld sambandslýðveldisins og yfirvöld í sambandsríkjunum 16 náðu samkomulagi um þetta í gær. Þýsk yfirvöld tilkynntu í lok mars að fólki yngra en 60 ára muni ekki Lesa meira
Skelfilegt fjölskylduleyndarmál – Var það ástæðan fyrir morðunum?
PressanNágrannarnir voru órólegir. Þeir höfðu ekki séð neitt til Gruberfjölskyldunnar í fjóra daga. Fjölskyldan var svo sem vön að halda sig út af fyrir sig á Hinterkaifeckbýlinu sínu norðan við München en þau voru góðir og gegnir kaþólikkar og kirkjurækin. Þau höfðu ekki komið til messu þennan sunnudag. Eitt og annað hafði gerst á Hinterkaifeck dagana á undan. Andreas Gruber, fjölskyldufaðirinn, hafði sagt að Lesa meira
Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað
PressanÞýska lögreglan segir að Abdul Majed Remmo, 21 árs, hafi staðið á bak við stærsta listaverkaþjófnað síðari tíma í Þýskalandi. Hann naut aðstoðar tvíburabróður síns og þriggja annarra ættingja. Lögreglan leitar að Abdul en hinir hafa verið handteknir og sitja í gæsluvarðhaldi. Abdul, sem lögreglan segir að tilheyri einni alræmdustu glæpafjölskyldu landsins Remmogenginu, hefur verið á flótta síðan þjófnaðurinn átti sér stað Lesa meira
Þjóðverjar eru við það að missa tökin á heimsfaraldrinum – Næsta afbrigði gæti orðið ónæmt fyrir bóluefnum
PressanÞjóðverjum verður að takast að fækka daglegum smitum af völdum kórónuveirunnar á næstu vikum, að öðrum kosti er hætta á að faraldurinn verði algjörlega stjórnlaus. Þetta sagði Helge Braun, starfsmannastjóri Angelu Merkel, kanslara, í samtali við Bild am Sonntag. „Við erum á hættulegasta stigi faraldursins. Næstu vikur munu skera úr um hvort við náum stjórn á honum,“ sagði hann. Hann Lesa meira
Þýsk yfirvöld loka landinu nánast – Framlengja páskana og fólk á að halda sig heima
Pressan„Núna erum við líklega á hættulegasta tímapunkti heimsfaraldursins,“ sagði Markus Soeder, forsætisráðherra Bæjaralands í gær og átti þar við að ný afbrigði kórónuveirunnar dreifast nú hratt um samfélagið. Angela Merkel, kanslari, hefur sagt að nú glími Þjóðverjar við veldisvöxt faraldursins. Merkel og leiðtogar sambandsríkjanna náðu í gær samkomulagi um að framlengja núgildandi sóttvarnaaðgerðir til 18. apríl. Merkel varaði landa sína við Lesa meira
Bóluefni frá AstraZeneca hrúgast upp í Frakklandi og Þýskalandi
PressanÍ Frakklandi og Þýskalandi veigra margir sér við að láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Bóluefnið, sem var þróað af vísindamönnum við Oxfordháskóla, veitir minni vernd gegn veirunni en bóluefnin frá BioNTech og Moderna. Að auki létu stjórnmálamenn í báðum löndum ófögur orð falla um AstraZeneca þegar deilur ESB og fyrirtækisins um afhendingu bóluefna stóðu sem hæst. Þetta virðist hafa orðið Lesa meira
Ítölsk mafía hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi
PressanÍtalska mafían Ndrangheta hefur komið sér svo vel fyrir í Þýskalandi að hún hefur sett svokallað „gengjaráð“ á laggirnar. Ndrangheta er talin vera stærsta og valdamesta mafían á Ítalíu og er að auki talin meðal hættulegustu skipulögðu glæpasamtaka heims. Ndrangheta er ekki nýbúin að koma sér fyrir á Ítalíu en segja má að ljós hafi runnið upp fyrir Þjóðverjum um Lesa meira